Guðrún Erlings á Sjávarútvegssýningunni

„Ég höf störf hjá STF, sem er samband tíu stéttarfélaga stjórnenda í byrjun júní. Verkstjóra- stjórnendafélag Vestmannaeyja er eitt þeirra. Jóhann Baldursson sem er Eyjamönnum kunnur er forseti og framkvæmdastjóri STF,“ sagði Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir þegar Eyjafréttir heilsuðu upp á hana á Sjávarútvegssýningunni. „Sem mennta- og kynningarfulltrúi fékk ég það verkefni að hanna og koma […]

Herjólfur III bilaður

„Vélabilun á sér stað um borð í Herjólfi III og er hann enn við bryggju í Vestmannaeyjum. Verið er að vinna að viðgerðum sem stendur.Að því sögðu er ljóst að það verður seinkun á ferð kl. 09:00 frá Landeyjahöfn. Við sendum skilaboð á farþega þegar áætlaður brottfaratími liggur fyrir,“ segir í tilkynningu til farþega í […]

Undirbúa aðgerðir gegn útgerðarmönnum

Fundur formanna aðildarfélaga Sjómannasambands Íslands sem haldinn var í Vestmannaeyjum um helgina ítrekaði kröfugerð sína á hendur útgerðarmönnum í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í ályktun segir: „Krafa aðildarfélaganna er skýr um að sjómenn fái inn í kjarasamning sinn ákvæði um að útgerðin greiði 3,5% viðbótarframlag í lífeyrissjóði sjómanna með sama hætti og launafólk á almenna vinnumarkaðnum hefur […]

Þing ASÍ – Styðja Ólöfu Helgu og Trausta

Kolbeinn Agnarsson, formaður Jötuns sjómannafélags í  Vestmannaeyjum var í þingi ASÍ þegar rætt var við hann í kvöld. „Þetta er allt mjög undarlegt en í mínum huga er spurningin: -Hvaða hag  hafa sjómenn af því eða vera í samtökum sem snúast um eitthvað allt annað en hagsmuni okkar,“ sagði Kolbeinn. „Við sjáum til hvernig þetta […]

Guðrún Erlings heldur kröftuga afmælistónleika

„Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að ég verð 60 ára þann 18. október. Ég á hlut í öllum lögunum, annað hvort bæði lag og texti  og þýðingar eða íslenska texta við erlend rokk og gospellög. Auk þess verður flutt lag sem ég samdi við rúmlega 130 ára gamalt ljóð Hannesar Hafstein og svo texti […]

Öflugur leiðangur til Kubuneh í Gambíu

Nú er undirbúningur fyrir næstu ferð í fullum gangi. 1.nóvember næstkomandi fljúgum við frá Íslandi, millilendum í Gatwick og tökum svo 6 tíma flug niður til Gambíu. Í þessa ferð fara með okkur Þórunn Pálsdóttir ljósmóðir, Nanna Klausen hjúkrunarfræðingur, Arngrímur Vilhjálmsson (Addi) heilsugæslulæknir og Konstantinas Zapivalovas (Kosti) múrari. Daði og Kostas ætla að steypa innkeyrslu […]

Herjólfur – Næsta ferð kl. 17.00

Vegna sjávarstöðu falla niður ferðir kl. 14:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:30 frá Landeyjahöfn. Þeir farþegar sem eiga bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu okkar til þess að færa bókun sína. Herjólfur stefnir á brottför kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar. Ef gera þarf frekari breytingu á áætlun, þá gefum við það […]

Besta deildin – ÍBV mætir Keflavík í dag

ÍBV mætir Kefla­vík í Bestu deild karla á Hásteinsvelli í dag kl. 15.15.  Mikilvægur leikur í neðri hlutanum þar sem ÍBV er í þriðja sæti af sex með 23 stig. Stutt er í liðin fyrir neðan þannig að hvert stig skiptir máli. Myndina tók Sigfús Gunnar á leik ÍBV og FH á Hásteinsvelli í síðustu […]

Eyjakarlar og konur í toppbaráttunni

Karla- og kvennalið ÍBV eru í toppsætum Olísdeildarinnar eftir síðustu leiki. Eyjakonur unnu góðan sigur á HK, 31:18,  á útivelli í síðustu viku. Eru þær í þriðja sæti eftir þrjár umferðir með fjögur stig. Það er ekki síður skriður á körlunum sem höfðu betur í leik gegn Stjörnunni á heimavelli, 36:27 í síðustu viku. Er […]

Herjólfur – Óvissa með ferðir seinnipartinn

Farþegar sem ætla með Herjólfi í dag eru beðnir um að fylgjast með vegna versnandi veðurs. Staðfestar brottfarir hjá Herjólfi IV í dag eru eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30 og 12:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45 og 13:15 Eftir hádegi á að bæta í veðrið og á það að standa hæðst milli […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.