Páll Magnússon minnist góðs vinar
16. júlí, 2023

Vinur minn hann Óli á Hvoli er til grafar borinn í dag. Hann hrapaði til bana í Ystakletti – þeim stað á jörðinni sem honum þótti líklega vænst um. Óli var harðkjarna Eyjamaður. Hertur í þeim eldi að horfa ungur á æskuheimili sitt grafast undir glóandi hrauni; stundaði síðan sjóinn lengi vel – og bjargveiðimennsku og úteyjalíf af kappi. Lifði eiginlega eins og margir Eyjakallar hafa gert í mörg hundruð ár.

Þegar ég fékk mér lítinn bát fyrir mörgum árum plataði ég hann með mér á sjó til að sýna mér nokkur mið þar sem ég gæti veitt mér í soðið. Hann varð fljótt úrkula vonar um að ég gæti lært þetta á gamla mátann: þegar þessi punktur á Elliðaey ber í hinn punktinn og þetta grjót í Ufsabergi í toppinn á Hænu þá er þorskur undir. Ég skildi þetta og gat fundið punktinn eftir þessum leiðbeiningum en gat ómögulega munað þetta.

Það skildi Óli ekki. Það hefði verið spurning um líf og dauða fyrir sjómenn öldum saman að kunna þetta og muna – og ég væri ekki of góður til þess. Svo dæsti hann og stimplaði punktana inn í gps-tækið mitt.

Óli tilheyrði vinahópi sem hittist tvisvar á dag í kaffi, alla virka daga, allan ársins hring. Harði kjarninn mætir alltaf – svo fremi sem menn eru í Eyjum og ekki rúmliggjandi – en svo bætast við tilfallandi fuglar, eins og ég og fleiri, sem komum endrum og eins. Það er eitthvað ótrúlega sjarmerandi og skemmtilegt við þennan félagsskap og þessa áratuga gömlu hefð – og mönnum virðist líða jafnvel að þegja saman og tala saman. Stundum er eins og maður gangi inn í gamalt samtal sem þegar hefur farið fram, í síðasta mánuði eða í fyrra, en það er alveg jafn mikilvægt fyrir því!

Þarna var Óli í essinu sínu; sagði oft ekki margt en einhvern veginn alltaf nóg til að maður þóttist vita hvað honum fannst um það sem um var rætt. Nú er sætið hans Óla á Hvoli autt – og ég sakna hans.

Ættingjum og ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur.

Myndin sem fylgir er af glöðum hópi í Ystakletti fyrir nokkrum árum. Óli er annar frá vinstri í efri röð – í bláum bol með húfu.

 

Facebook
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 16 Tbl 2024
16. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst