Seinkun vegna vélabilunar

Seinkun er á ferð sem áætluð var kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum vegna smávægilegrar vélabilunar um borð í ferjunni. Við gerum ráð fyrir að viðgerðir standi yfir í 20 til 30 mínutur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi. „Við stefnum á að vinna upp seinkuna þó sem allra fyrst. Fyrir frekari upplýsingar, þá hvetjum við farþega […]
Kristrún fundar á Vigtinni bakhúsi

Kristrún Frostadóttir, þingmaður og formannsframbjóðandi í Samfylkingunni, hefur boðað til fundar í dag í Vigtinni bakhúsi. Fundurinn er opinn öllum og hefst kl. 17:30. „Ég ætlaði að koma við í Eyjum í síðustu fundaferð en þá kom babb í bátinn. Nú er ég að fara annan hring um landið og næ loksins að taka stöðuna […]
Sólarhringspúl til styrktar PÍETA

„Í tilefni af forvarnarmánuði PÍETA samtakanna, september, ætla ég að reyna að gera góðverk til stuðnings samtökunum á Íslandi og æfa í 24 tíma á þremur tækjum frá Concept2, róðrarvél, hjóli og skíðavél. Ég byrjaði klukkan sjö í morgun, níunda september og klára á morgun, laugardag þann tíunda klukkan sjö,“ segir Gísli Hjartarson, crossfitari með […]
Eyjakonan Díana Dögg fyrirliði í þýska boltanum

„Þetta er mjög mikill heiður en um leið leiðinlegt að geta ekki farið fyrir liðinu i fyrsta leiknum í deildinni,“ sagði handknattleikskonan og Eyjakonan Díana Dögg Magnúsdóttir við handbolta.is í gærkvöld eftir að sagt var frá því á heimasíðu þýska félagsliðsins BSV Sachsen Zwickau að Díana Dögg hafi verið útnefndur fyrirliði liðsins á keppnistímabilinu sem […]
Umhverfisviðurkenningar 2022 afhentar

Umhverfisviðurkenningar Rótarí og Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2022 voru afhentar í dag. Umhverfisviðurkenningar fengu: Snyrtilegasta fyrirtækið: Hafnareyri ehf. Snyrtilegasti garðurinn: Höfðavegur 11a. Guðni Georgsson og Vigdís Rafnsdóttir. Snyrtilegasta eignin: Nýjabæjarbraut 1. Jóhann Þór Jóhannsson og Hafdís Hannesdóttir. Vel heppnaðar endurbætur: Vestmannabraut 8. Sigurður Oddur Friðriksson og Aníta Ársælsdóttir. Framtak á sviði umhverfismála: Hildur Jóhannsdóttir Vestmannaeyjabær óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til […]
Bræðslumenn VSV til sigurs á golfmóti

Unnar Hólm Ólafsson og Magnús Kristleifur Magnússon urðu sigurvegarar fyrir hönd VSV-bræðslu á golfmóti Golfklúbbs Vestmannaeyja um nýliðna helgi. Alls voru 102 keppendur skráðir til leiks og bræðslumenn léku á 49 punktum. Hjartanlega til hamingju drengir! Á myndinni (sem fengin er af fésbókarsíðu GV) eru frá vinstri: Leifur Jóhannesson, Unnar Hólm, Magnús Kristleifur og Sigursveinn […]
Hafnareyri – snyrtilegasta fyrirtæki Vestmannaeyja!

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafnareyrar, tók í dag við viðurkenningu Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar í tilefni af því að Hafnareyri hlaut heiðurstitilinn snyrtilegasta fyrirtækið í Vestmannaeyjum. Trausti sagði af því tilefni við athöfnina: ,,Starfsmenn fyrirtækisins eiga heiður skilin fyrir elju við að hafa snyrtilegt í kringum sig. Þetta er okkur svo sannarlega hvatning í að halda […]
Jafntefli í hörkuleik gegn Íslandsmeisturunum

Eyjamenn byrjuðu frábærlega þegar þeir mættu Íslandsmeisturum Víkings á útivelli í dag. Voru komnir með tveggja marka forystu strax á sautjándu mínútu með mörkum Andra Rúnars (11. mínútu.) og Arnars Breka (17. mínútu). Á 28. mínútu skoruðu Víkingar og þannig var staðan í hálfleik. Á 40. mínútu missti ÍBV mann af velli en einum færri […]
Mikilvægur leikur gegn sterkum Víkingum

ÍBV mætir Víkingum á útivelli klukkan 14.00 í dag í tuttugustu umferð Bestu deildar karla. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og eiga leik til góða á liðin í öðru, fjórða og fimmta sæti sem öll eiga möguleika á Evrópusæti. ÍBV er í níunda sæti með 18 […]
Vestmannaeyjahlaupið – Veðrið lék við keppendur

Veður var eins og best verður á kosið, stillt en skýjað þegar á annað hundrað þátttakendur í Vestmannaeyjahlaupinu voru ræstir kl. 13.00 í dag. Hlaupnir voru fimm og tíu kílómetrar. Í fimm kílómetra hlaupinu var Kristinn Þór Kristinsson fyrstur karla á tímanum 17:27 mínútum og af konunum kom Kristín Klara Óskarsdóttir fyrst í mark á […]