Bæjarstjórn Vestmannaeyja ákvað á fundi sínum 1. desember sl. að setja fjármuni í uppbyggingu á fyrsta áfanga Sköpunarhúss. Verkefnið var hluti af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar og því mikið gleðiefni fyrir okkur sem stóðum að framboðinu að ná því í gegn. Gott samstarf hefur verið í bæjarstjórn um málið og velvilji meirihlutans merki um að við erum sammála um að aðstaða sem þessi verði til og styðja þannig við list- og nýsköpun ungs fólks.
Hvað er Sköpunarhús?
Við sjáum sköpunarhúsið í þremur áföngum. Sá fyrsti gengur út á að ungt fólk geti komist í tónlistaraðstöðu þar sem það getur samið, flutt og hljóðritað tónlist, lært að nýta sér nýjustu miðla til að koma tónlistinni á framfæri og fái fræðslu um framkomu á og skipulagningu tónleika og þannig vekja athygli á sér. Í þessum áfanga er markmiðið síðar að tengja fleiri greinar sköpunar, svo sem myndlist, myndbandagerð, grafík og hönnun svo eitthvað sé nefnt við þetta og skapa vettvang þar sem fullklára má framleiðsluna og búa til aukið aðgengi fyrir upprennandi listamenn í öðrum greinum.
Tónlistarbransinn er að mörgu leiti ólíkur öðrum geirum. Víðast hvar er krafa um sérhæfingu meiri en þar þó það sé ekki algilt. Ungt tónlistarfólk í dag, með hjálp tækninnar er ekki aðeins lagahöfundur heldur einnig upptökumaður, útsetjari, hljóðblandari, kvikmyndagerðarmaður, klippari, útgefandi og markaðsstjóri. Eina sem þarf er tölva, einfaldur upptökubúnaður og sími. Tölvuna eða símann eiga flestir og ekki þarf að kosta til miklu til kaupa á upptökubúnaði. Sköpunarhúsið er hins vegar vettvangur þar sem hægt er að öðlast reynslu og læra vinnubrögðin með stuðningi þeirra sem þekkja til.
Áfangarnir tveir sem við stefnum að í framtíðinni snúa að því að bæta aðstöðu til fjarvinnu í sveitarfélaginu annars vegar og hins vegar að efla getu fólks við að skapa fyrirtæki og búa til ný störf í samfélaginu.
Fyrir hvern?
Þessu verkefni er, til að byrja með, fyrst og fremst beint að ungu fólki á aldrinum 12-18 ára. Fólk á þeim aldri eru helstu notendur tónlistar á streymisveitum og eru því áhrifavaldar um hvað er gott og ferskt í nýjustu tónlistinni.
Það er líka mál manna, og ekki síst þegar rætt er við aðra sveitarstjórnarmenn á landinu, að þessi hópur eigi undir högg að sækja þegar kemur að afþreyingu og samskiptum við aðra utan skólatíma. Faraldurinn setti án nokkurs vafa svip sinn á það og breytti því hvernig við eigum samskipti. Einnig hægði hann á félagslífinu og það þekkja sennilega allir sem hafa tekið þátt í skipulögðum félagsskap. Margir eru lengi út úr skelinni eftir innilokun sem þessa og er þessi aldurshópur ekki undanskilin því. Tónlistaraðstaða sem þessi mun án nokkurs vafa hjálpa þessum hópi.
Til hvers?
Í Vestmannaeyjum höldum við eina fjölmennustu tónlistarhátíð landsins með Þjóðhátíð. Þar sækjast helstu listamenn landsins eftir að koma fram og í okkar huga eigum við að stefna á að eiga listamenn sem eiga heima í þeim hópi, ekki aðeins í eitt eða tvö skipti heldur reglulega. Þannig búum við til fyrirmyndir fyrir þá sem á eftir koma rétt eins og þegar við styðjum meistaraflokka ÍBV. Markmiðið þar er að vera alltaf í efstu deildum að keppa um helstu titla og einmitt þannig hvetjum við unga iðkendur áfram.
Framtíðin liggur í nýsköpun og til þess að geta mannað öll þau störf sem framtíðin kallar á þarf vel þjálfað fólk. Þeir sem vinna að listsköpun eru líklegri til að hugsa út fyrir boxið og því líklegri til að finna upp á nýjungum. Þetta vita þeir sem fara með þessi mál á vegum hins opinbera og við síðustu ríkistjórnarmyndun hafði þessi málaflokkur mikið vægi. Tónlist skipar stóran menningarsögulegan sess í Vestmannaeyjum með ríkri tónlistarhefð. Fjölmargir ástsælir lagahöfundar og flytjendur eiga rætur sínar í Eyjum á borð við Oddgeir, Ása í bæ, Árna Johnsen, Bjartmar Guðlaugsson, Júníus Meyvant svo aðeins fáeinir einstaklingar séu nefndir en fjölmargar hljómsveitir og tónlistarhópar hafa einnig sprottið upp í Vestmannaeyjum og gert það gott. Verkefni sem þetta sáir fræjum fyrir áframhaldandi góða uppskeru í tónlistarheiminum, eykur fjölbreytni starfa, lífsgæði íbúa og afþreyingarmöguleika ungs fólks.
Og hvað svo?
Það eru okkar væntingar að með réttum stuðningi í formi fræðslu og aðbúnaðar getum við skapað álíka grósku og var hér á tímum Fiskiðjunnar þegar hún hýsti svipaða aðstöðu á fyrsta áratug þessarar aldar. Út úr því verkefni komu fjölmargir listamenn sem gáfu út plötur, hljómuðu í útvarpi, voru eftirtektarverðir í íslensku tónleikasenunni og spiluðu á tónlistarhátíðum erlendis. Einnig skilaði þessi gróska sér í sigri í Músíktilraunum sem er ígildi Íslandsmeistaratitli í tónlist hjá ungu fólki. Við viljum ekki aðeins hugsa um slíkt sem hluta af fortíðinni heldur einnig eitthvað sem gerist í náinni framtíð.
Eyþór Harðarson, Gísli Stefánsson, Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Margrét Rós Ingólfsdóttir.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst