Ólafur Snorra til Ísfélagsins

Ólafur Snorrason er að láta af störfum sem framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hjá Vestmannaeyjabæ og hefur ráðið sig til Ísfélagsins. „Það eru komin tæplega fimmtán ár og nú er ég að fara yfir í Ísfélagið,“ sagði Ólafur. „Þar verð ég þjónustustjóri útgerðar með Eyþóri Harðar og Ólafi Guðmunds. Ég skil sáttur við bæinn en það […]

Á MORGUN – BLEIKUR LEIKUR!

Kvennalið ÍBV fær Valskonur í heimsókn á morgun í Olísdeild kvenna. Liðin eru sem stendur í 2. og 3. sæti deildarinnar og má búast við hörkuleik! Í tilefni af Bleikum október viljum við leggja okkar af mörkum og verður leikurinn því styrktarleikur. Fólk getur lagt fram frjáls framlög (peningur eða kort) við innganginn og mun […]

Yfirlýsing vegna umræðu um kvennafótbolta í Vestmannaeyjum

Um helgina birtist grein þar sem tveimur málum var flettað saman, annars vegar að ÍBV hafi rift samningi við Jonathan Glenn og svo fylgja miklar lýsingar á stöðu kvennafótboltans í Vestmannaeyjum. Rétt er að ÍBV rifti samningi við Glenn og er slíkt ekki gert í gamni. Glenn stóð sig vel með liðið. Stigasöfnun var góð, […]

Marhólmar efstir á blaði hjá Viðskiptablaðinu

„Fyrir 10 árum stofnuðu ég og Hilmar Ásgeirsson félagi minn fyrirtækið Marhólmar ehf. Ári seinna hófum við formlegt samstarf við Vinnslustöð Vestmannaeyja og Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir hóf störf hjá okkur sem verksmiðjustjóri. Hvorutveggja voru þetta mikil gæfuspor fyrir lítið sprotafyrirtæki,“ segir Halldór Þórarinsson, annar stofnandi Marhólma á FB-síðu sinni. „Það er ánægjulegt og gerir mig stoltan […]

Eyjamenn eru og verða með þeim bestu

Eyjamenn gulltryggðu sæti í Bestu deild að ári eftir 3:1 sigur á Fram í neðri hluta úrslitakeppninnar. Eru með 29 stig þegar tvær umferðir eru eftir en Leiknir og ÍA eru á botninum með 21 og 19 stig. Mörk ÍBV: Sigurður Arnar Magnússon á annarri og 32. mínútu og Halldór J. S. Þórðarson á 34. […]

ÍBV komið í þriðju umferð Evrópubikars kvenna

Eyjakonur tryggðu sér sæti í þriðju umferð Evrópubikars kvenna með öruggum sigri á Ionais frá Grikklandi, 27:22 í Vestmannaeyjum í dag. Þær grísku unnu fyrri leikinn í gær, 21:20 sem var þeirra heimaleikur. Hrafnhildur Hanna var markahæst í liði ÍBV með sex mörk en alls náðu átta leikmenn að skora í dag. Marta Wawrzynkowska í […]

Fram – ÍBV í dag – Góð staða en ekkert öruggt

ÍBV hefur enn ekki tapað leik í úrslitum neðri hluta Bestu deildarinnar en ekkert er öruggt svo vitnað sé í orð Einars Fidda á FB í gær: „Jæja! Tottenham 2 Everton 0. Flottur leikur hjá mínum mönnum. Einnig voru hagstæð úrslit í Bestu deildinni Leiknir 2 – ÍA 2. Þannig að við, ÍBV erum með […]

Jonathan Glenn sagt upp – Telja sig svikin

„Okkur voru að berast fréttir sem komu heldur betur á óvart en ÍBV íþróttafélag hefur ákveðið að rifta samningnum hans Glenn,“ segir Þórhildur Ólafsdóttir í langri færslu á FB-síðu sinni í dag.  Jonathan Glenn þjálfaði ÍBV í Bestu deildinni í sumar og skilaði þeim í sjötta sæti sem verður að teljast viðunandi árangur. Upplifum okkur […]

ÍBV tapaði með einu marki í Evrópuleiknum

Eyjakonur töpuðu með einu marki, 21:20 í annarri umferð Evrópubikars kvenna í leik gegn Ioni­as frá Grikklandi sem var að ljúka í Vestmannaeyjum rétt í þessu. Er þetta fyrri leikur liðanna en sá seinni verður í Eyjum á morgun. ÍBV var yfir allan leikinn þar til á síðustu mínútu að þeim grísku tókst að jafna […]

ÍBV-konur í stórræðum í dag og á morgun

Eyja 3L2A2868

ÍBV-konur eiga möguleika á að kom­ast í þriðju um­ferð Evr­ópu­bik­ars­ins í hand­bolta um helgina þegar þær mæta Ioni­as frá Grikklandi. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli í Íþróttamiðstöðinni, í dag og á morgun. Hefjast báðir klukkan 14.00 báða dagana. Gagni vel hjá ÍBV komast þær í 32ja liða úr­slit. Þær grísku eru reyndar í Evrópukeppnum […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.