ÍBV vann eins marks sigur, 34:33, á Dukla Prag í hnífjöfnum fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópubikars karla í Prag í Tékklandi í dag. Síðari leikurinn fer fram á sama stað á morgun klukkan 18.00.
Allt var í járnum síðustu mínútuna en þá setti Svanur Páll Vilhjálmsson mark sem reyndist sigurmark Eyjamanna.
Sveinn Jose var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk. Rúnar Kárason var næstmarkahæstur með fimm stykki. Þar á eftir komu Róbert Sigurðarson og Elmar Erlingsson með fjögur hvor.
Glæsilegur sigur Eyjamanna sem fara með eins marka forystu í leikinn annað kvöld.
Mbl.is greindi frá.
Mynd úr leik ÍBV og Harðar. Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst