Öllum boðið í Vísindakaffi í Þekkingarsetrinu á mánudaginn

„Þetta er Evrópuverkefni sem Rannís skipuleggur hér á landi og við köllum Vísindakaffi. Það byrjar í Reykjavík á laugardaginn en við ásamt fimm öðrum stöðum úti á landi verðum með okkar vísindakaffi á mánudaginn. Hjá okkur er það frá klukkan 16.30 til 19.00. Eru allir velkomnir að kíkja við í Þekkingarsetrinu,“ sagði dr. Filipa Samarra […]

Nýr og glæsilegur Þór til heimahafnar á morgun

Þór, nýtt björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja er væntanlegt til Vestmannaeyja á morgun, laugardag og verður til sýnis á sunnudaginn. Áætlað er að Þór leggist að bryggju í Vestmannaeyjum kl. 14:10. Í framhaldinu verður stutt athöfn þar sem skipið fær blessun og því gefið formlega nafn. Þessi athöfn er fyrir félagsmenn Björgunarfélagsins og boðsgesti. Almenningi gefst kostur […]

Nú er sumarvinnu Vestmannaeyjabæjar lokið

Nú fer senn að líða að vetri og ekki seinna vænna en að horfa yfir farinn veg. Í sumar voru tveir umhverfis hópar starfandi hjá okkur og voru um 40 einstaklingar 17 ára og eldri í sumarstörfum. Um 40 einstaklingar voru starfandi hjá Vestmannaeyjabæ við umhverfisstörf í sumar. Starfræktir voru tveir hópar sem störfuðu undir stjórn […]

Harpa mætir með Tralla til Eyja

Tralli er kynlaus kvistur, einfaldur og sjálfumglatt hrekkjusvín og umfram allt reynir að ná sínu fram þó það sé oftast langsótt. Hann varð til á því herrans ári 2008. Hann á lítinn bróður sem heitir Halli og segir fátt eða alls ekki neitt og því hentar hann Tralla vel. Aðrir meðlimir fjölskyldu Tralla eru mestmegnis glæpamenn og ómenni. Tralli hefur sterkar […]

Um 650 milljónir úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Heilbrigðisráðherra hefur úthlutað rúmum 650 milljónum króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Áhersla var lögð á verkefni sem bæta aðbúnað íbúa á hjúkrunarheimilum, úrbætur sem tengjast aðgengismálum og öryggismálum og ýmsum stærri viðhaldsverkefnum. Alls bárust umsóknir um framlög til 60 verkefna og hlutu 54 þeirra styrk. Hæstu framlögin renna til hjúkrunarheimila […]

Vetraropnun á Bókasafni Vestmannaeyja 

Þann fyrsta október nk. hefst vetraropnun á Bókasafninu. Það þýðir að opið er alla virka daga frá kl. 10-18. Einnig verður sú nýjung að opið verður á laugardögum frá kl. 11-14. Undanfarin ár hefur mikið verið rætt um að auka við opnunartíma safnsins til að koma til móts  við sem flesta og bæta þjónustu við […]

Kynningarfundur vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Klukkan 17.00 í dag verður kynningarfundur í Akóges sem Icelandic Land Farmed Salmon ehf. (ILFS) efnir til í samstarfi við Vestmannaeyjabæ, Á fundinum verða kynnt  uppbyggingaráform ILFS á landeldi á laxi (matfiskaeldi) í Viðlagafjöru, austast á Heimaey. Eru allir velkomnir. Aðilar sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér gögn […]

Sjávarútvegssýningin – Kíkt við hjá HD ehf.

Meðal Eyjamanna sem Eyjafréttir heimsóttu á Sjávarútvegssýningunni var Þorvaldur Tolli Ásgeirsson sem sér um sölu og markaðsmál hjá fyrirtækinu HD sem er eitt stærsta þjónustufyrirtæki landsins í málmtækniþjónustu; vélbúnaði, tækniþjónustu og stálsmíði. Með honum var Jóhannes Steinar, þjónustustjóri – ástandsgreiningar. HD þjónustar mörg stærstu fyrirtæki landsins á sviði sjávarútvegs, stóriðju, matvæla, fiskeldis auk orku-og veitu. […]

Eyjafréttir áberandi á Sjávarútvegssýningunni

Eyjafréttir voru mjög sýnilegar á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll í síðustu viku. Blaðinu dreift í hundruðum eintaka og heilsað upp á mörg fyrirtæki. Ekki síst var gaman að hitta Eyjafólk sem var áberandi hjá mörgum fyrirtækjum sem voru með bása á sýningunni. Eyjafréttir, sem í síðustu viku voru helgaðar sjávarútvegi í Vestmannaeyjum vöktu mikla athygli. Einstakt […]

Lundaballið á laugardaginn

Lundaball 2022 verður haldið laugardaginn 1. október og eru allir velkomnir. Umsjón, kvölddagskrá og skemmtiatriði eru í boði Brandsmanna ásamt nokkrum góðum gestum. Veislustjórar eru Gunnar Friðfinnsson og Þorbjörn Víglundsson. Stórglæsilegt villibráðarhlaðborð að hætti Einsa Kalda. Húsið opnar kl. 19:00 með fordrykk. Setning hátíðar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:15. Almennri dagskrá lýkur 23:30 […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.