Bandarísk knattspyrnukona til liðs við ÍBV

ÍBV hefur samið við bandarísku knattspyrnukonuna Madison Wolfbauer um að leika með liðinu út tímabilið í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Madison er 22 ára gamall sóknarmaður sem lék í næst efstu deild Frakklands fyrr á árinu. Madison lék með knattspyrnuliði Bowling Green háskólans um nokkurra ára skeið og var valin sóknarmaður ársins í Mið-Ameríkudeildinni […]
Forvarnarhópurinn Bleiki Fíllinn kveður (í núverandi mynd).

„Við í Forvarnarhópnum Bleiki Fíllinn höfum nú sinnt þessu sjálfboðastarfi í tíu ár. Má því telja að þetta sé lengst starfandi hópur á Íslandi sem sinnt hefur slíkri vinnu,“ segir á Facebook-síðu Bleika fílsins sem steig sín fyrstu skref á þjóðhátíð fyrir tíu árum. „Við hófum störf í afar ólíku landslagi en við sjáum nú. […]
Besta deildin – Mikilvægur leikur í Breiðholtinu

ÍBV á möguleika á að koma sér af fallsvæðinu þegar Eyjamenn mæta Leikni í fjórtándu umferð Bestu deildar karla á Domusnova-vellinum í dag kl. 14.00. Leiknir er með tíu stig eins og FH en ÍBV og ÍA eru með átta stig en ÍBV er sæti ofar á hagstæðara markahlutfalli. Það er því mikið undir fyrir bæði […]
Syndir frá Eyjum í Landeyjasand í dag

Sigurgeir Svanbergsson mun synda frá Vestmannaeyjum yfir til Landeyjasanda í dag klukkan 15:45 til styrktar Barnaheillum. Leiðin sem hann mun synda er rúmlega 12 kílómetrar og hefst á Eiðinu. Þetta kemur frá á FB-síðu Magga Braga. Þú getur veitt stuðning hér: https://sofnun.barnaheill.is/ (meira…)
Snemmbær stuðningur í hnotskurn

Leikskólarnir munu innleiða þróunarverkefnið Snemmbær stuðningur í hnotskurn á komandi skólaári. Það er Menntamálastofnun sem leiðir verkefnið. Þetta kemur fram á síðasta fundi fræðsluráðs. Samkvæmt verkáætlun frá Menntamálastofnun þarf að gera ráð fyrir einum starfsdegi í ágúst fyrir undirbúning og námskeið fyrir starfsmenn í tengslum við verkefnið. Þann dag er starfsdagur samkvæmt samþykktu skóladagatali og […]
Ísfélagið – Makríll – Fjögur þúsund tonn af nítján þúsund

„Makrílveiðin hófst hjá okkur um 10. júlí í Smugunni. Skipin okkar, Álsey, Sigurður og Heimaey vinna saman á miðunum, aflinn settur í eitt skip í einu. Heimaey er að landa í Eyjum, um 1000 tonnum. Áður höfðu Sigurður og Álsey landað rúmum 2000 tonnum,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. Álsey er á landleið með fullfermi […]
Moli brá á leik með yngri flokkunum

Verkefnið, Komdu í fótbolta, samstarfsverkefni KSÍ og Landsbankans heldur áfram og hefur Siguróli Kristjánsson, kallaður Moli, umsjón með verkefninu. Moli mætti á æfingu hjá yngri flokkum ÍBV í morgun. Setti hann upp æfingar, hvatti krakkana áfram og gaf þeim buff og plaköt. Félagið fékk bolta að gjöf og var mikið stuð. (meira…)
Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta stútfullt af flottu efni

Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta kemur út eftir næstu helgi og er stútfullt af efni sem tengist þjóðhátíð fyrr og nú. Spjallað er við lögreglustjóra og framkvæmdastjóra ÍBV sem ásamt stórum hópi fólks vinnur hörðum höndum við undirbúning hátíðarinnar sem nú er að verða að veruleika eftir þriggja ára hlé. Búningum á þjóðhátíð og búningakeppninni eru gerð skil, […]
Fyrsti sigur í þrettándu umferð

Fyrsti siguleikur ÍBV á tímabilinu bauð upp á allt sem einn fótboltaleikur getur boðið upp á. Spennu, hraða, vítaspyrna í súginn, sigurmark á lokamínútunni og síðast en ekki síst þrennu Halldórs Þórðarsonar sem tryggði Eyjamönnum sigur á Val á Hásteinsvelli, 3:2. ÍBV hafði frumkvæði í leiknum og var 1:0 yfir í hálfleik. Komst í 2:0 […]
Allt undir hjá ÍBV gegn Val

Eftir grátlegt tap, 4:3 gegn KA fyrir norðan er ÍBV komið með bakið upp að vegg með aðeins fimm stig á botni Bestu deildar karla. Það er því mikið undir þegar karlarnir mæta liði Vals á Hásteinsvelli í dag kl. 16:00 í 13. umferð deildarinnar. Valur er í fimmta sæti með 20 stig og tapaði […]