Hafnareyri – snyrtilegasta fyrirtæki Vestmannaeyja!

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafnareyrar, tók í dag við viðurkenningu Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar í tilefni af því að Hafnareyri hlaut heiðurstitilinn snyrtilegasta fyrirtækið í Vestmannaeyjum. Trausti sagði af því tilefni við athöfnina: ,,Starfsmenn fyrirtækisins eiga heiður skilin fyrir elju við að hafa snyrtilegt í kringum sig. Þetta er okkur svo sannarlega hvatning í að halda […]

Jafntefli í hörkuleik gegn Íslandsmeisturunum

Eyjamenn byrjuðu frábærlega þegar þeir mættu Íslandsmeisturum Víkings á útivelli í dag. Voru komnir með tveggja marka forystu strax á sautjándu mínútu með mörkum Andra Rúnars (11. mínútu.) og Arnars Breka (17. mínútu). Á 28. mínútu skoruðu Víkingar og þannig var staðan í hálfleik. Á 40. mínútu missti ÍBV mann af velli en einum færri […]

Mikilvægur leikur gegn sterkum Víkingum

ÍBV mætir Víkingum á útivelli klukkan 14.00 í dag í tuttugustu umferð Bestu deildar karla. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Víkingar eru í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig og eiga leik til góða á liðin í öðru, fjórða og fimmta sæti sem öll eiga möguleika á Evrópusæti. ÍBV er í níunda sæti með 18 […]

Vestmannaeyjahlaupið – Veðrið lék við keppendur

Veður var eins og best verður á kosið, stillt en skýjað þegar á annað hundrað þátttakendur í Vestmannaeyjahlaupinu voru ræstir kl. 13.00 í dag. Hlaupnir voru fimm og tíu kílómetrar. Í fimm kílómetra hlaupinu var Kristinn Þór Kristinsson fyrstur karla á tímanum 17:27 mínútum og af konunum kom Kristín Klara Óskarsdóttir fyrst í mark á […]

Vestmannaeyjahlaupið – Opið fyrir skráningu til 21.00

Það stefnir í góða þátttöku í Vestmannaeyjahlaupinu sem ræst verður kl. 13.00 á morgun. Rétt í þessu höfðu 82 skráð sig en opið er fyrir skráningu á netskraning.is til klukkan 21.00. Veður í Eyjum var frábært í dag og spá fyrir morgundaginn er mjög góð. Vestmannaeyjahlaupið er nú haldið í tólfta sinn og hefur þrisvar […]

Vestmannaeyjahlaupið – Myndarleg peningaverðlaun í boði

Vestmannaeyjahlaupið, sem nú er haldið í tólfta skiptið var valið götuhlaup ársins 2019 á hlaup.is og var það í þriðja skiptið sem því hlotnaðist sá heiður. Mennirnir á bak við Vestmannaeyjahlaupið eru Sigmar Þröstur Óskarsson og Magnús Bragason. Báðir miklir áhugamenn um hlaup og er Vestmannaeyjahlaupið kveikjan að Puffin Run sem er orðið fjölmennasta og […]

Ísfélagið og KFS framlengja samstarfi sínu

Ísfélagið hf. og KFS hafa í gegnum tíðina átt gott samstarf. Í gær hittust Hjalti Kristjánsson framkvæmdastjóri KFS og Guðmundur Jóhann Árnason verkefnastjóri Ísfélagsins og var skrifað undir framlengingu á samningnum. Ísfélagði hefur reynst KFS afar mikilvægt í baráttu sinni í 3. deild og verið einn af aðal bakhjörlum félagsins undanfarin ár. Hér má sjá […]

ÍBV – Íþróttafélag – Sæunn Magnúsdóttir nýr formaður

Húsfyllir var á framhaldsaðalfundi ÍBV íþróttafélags í gærkvöldi. Á annað hundrað félagsmenn voru mættir til að taka þátt í stjórnarkjöri til aðalstjórnar félagsins ásamt því að kosið var  í önnur embætti. Sæunn Magnúsdóttir var kjörin formaður stjórnar en hún var ein í framboði. Níu buðu sig fram í sex sæti í aðalstjórn. Þau sem náðu […]

Skot inn á milli í makrílnum

„Við erum eingöngu á makrílveiðum þessar vikurnar. Það hefur gengið frekar hægt að ná makrílnum og margir dagar farið í að sigla og leita á stóru hafssvæði,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins. „Álsey kom til Þórshafnar í gærkvöldi með 1000 tonn sem Ísfélagsskipin fiskuðu í síðustu daga. Við erum búnir að fiska 13.000 tonn á […]

Mistrið hefur sinn sjarma

Mistrið sem hrellti fólk á höfuðborgarsvæðinu á gær á upptök sín á söndunum á Suðurlandi. Í sterkri austsuðaustanáttinni  berst mökkurinn yfir hluta Suðurlands og stundum alla leið yfir á Faxaflóa. Fyrirbrigði sem sést vel frá Eyjum og er heldur hvimleitt. En hefur líka sína fegurð eins og þessi mynd Adda í London sýnir. Gott skyggni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.