Adda og Maggi selja Hótel Vestmannaeyjar

Í dag var skrifað undir kaupsamning um Hótel Vestmannaeyjar. Kaupandi hótelsins er M9 ehf., sem er félag í eigu Aðalsteins Jónssonar Þorsteinssonar. Nýr eigandi mun taka við rekstrinum 15. október nk. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu þar sem segir: „Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir, sem hafa rekið hótelið í ellefu ár tóku ákvörðun fyrir […]

Jón Ari og fjölskylda una hag sínum vel í Kanada

Jón Ari Sigurjónsson er Eyjamaður sem lengst af hefur búið og starfað í Kanada þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. Hann er fæddur á Strandbergi í Vestmannaeyjum árið 1952 og ólst svo upp á Hólagötu 29 sem foreldrar hans byggðu. Foreldrar hans eru Sigurjón Jónsson, símritari í Eyjum sem fór til Loftleiða sem […]

Herjólfur – Aldrei fleiri farþegar

Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. kom á fund bæjarráðs á þriðjudaginn og gerði grein fyrir starfsemi félagsins síðustu mánuði, m.a. farþegafjölda. Fram kom að alls voru fluttir 83.754 farþegar í júlí, sem er það mesta í einum mánuði frá upphafi. Til samanburðar voru fluttir 79.102 farþegar í júlí 2016, sem kemst næst. Í fundargerð […]

Vatnsleiðslan – Árni Matt stóð með Eyjamönnum 2008

Neitun innviðaráðuneytisins frá 14. júlí um fjárstuðning ríkisins við lagningu nýrrar vatnsleiðslu milli lands og Eyja er blaut tuska í andlit Vestmannaeyinga. Bréf ráðuneytisins var tekið fyrir í bæjarráði á þriðjudaginn þar sem niðurstaðan var hörmuð. „Viðræður milli aðila hafa staðið yfir í meira en ár og meðan á þeim stóð voru bundnar miklar vonir […]

Guðbjörg Sól lofar hressilegu og fjölbreyttu félagslífi

„Ég er á félagsfræðibraut og valdi hana vegna þess að ég sé fyrir mér að námið henti því sem ég sé fyrir mér að gera að loknu stúdentsprófi,“ segir Guðbjörg Sól Sindradóttir sem stefnir á stúdentspróf í vor eftir þriggja ára nám. Guðbjörg hefur í mörg horn að líta, ekki aðeins í námi því hún […]

Bliki VE kominn á land

Bliki VE sem sökk í Klettsvík í Vestmannaeyjum á sunnudagsmorguninn náðist upp í dag. Var honum lyft af botnin um með flotbelgjum og dreginn ínn í höfnina. Þar hífði stór krani í eigu Eimskips hann á land. Enginn var um borð þegar Bliki sökk og ekki er vitað um orsakir. Bliki VE er í eigu […]

Töpuðu stórt á móti Þróttarkonum

Eyjakonur lentu á vegg þegar þær mættu Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í kvöld. Eftir nokkuð góða byrjun tóku heimakonur öll völd og röðuðu inn mörkum. Endaði leikurinn með fimm mörgum Þróttar gegn einu marki ÍBV. Skellur eftir gott gengi í undanförnum leikjum. Með sigrinum komust Þróttarkonur upp í þriðja sæti en ÍBV er í því […]

Framkvæmda- og hafnarráð – Stytting Hörgaeyrargarðs – Stærri skip

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs  var samþykkt að stytta Hörgaeyrargarð, nyrðri hafnargarðinn um allt að 90 metra. Með því fæst meira pláss til að taka inn skip og auðvelda innsiglingu þeirra.. Vestmannaeyjahöfn fékk Vegagerðina til að kanna hvaða möguleikar væru innan hafnar varðandi snúning á stærri skipum.  Með því að breikka innsiglingarennuna mun það auðvelda […]

Rebekka Rut að byrja í tíunda bekk

Rebekka Rut Rúnarsdóttir er fædd 2007 og fer í tíunda bekk GRV á komandi skólaári. Hún er ánægð með árin níu sem hún hefur stundað nám við skólann. Sátt við kennarana og hún hlakkar til að setjast í tíunda bekk sem markar tímamót í lífi ungmenna á Íslandi. „Helsti kostur skólans er fjölbreytt nám og […]

Matís – Leynast grænir frumkvöðlar framtíðar í þínum skóla?

Grænir frumkvöðlar framtíðar (GFF) er fræðsluverkefni hjá Matís sem ætlað fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er opið öllum skólum landsins og hefur Matís opnað fyrir skráningar fyrir skólaárið 2022- 2023. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.