Spennandi úrval gestakokka á Matey

Það er spennandi úrval gestakokka sem mætir á Sjávarréttahátíðina MATEY sem haldin verður í annað skiptið að þessu sinni dagana 21.-23. september. Hátíðin var fyrst haldin í fyrra og stóð svo sannarlega fyrir sínu þar sem veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum tóku höndum saman og vöktu athygli á fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er […]
ÍBV og HK mætast í Kórnum

ÍBV mætir liði HK í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag, mánudaginn 28. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 17 stig úr 20 leikjum, en HK í því áttunda með 24 stig. Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og […]
Lífmassi makríls ekki minni síðan 2007

Niðurstöður frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sýna að lífsmassi makríls hefur ekki mælst minni síðan árið 2007 á Norðaustur-Atlantshafi. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 1. júli til 3. ágúst í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Vístitala lífmassa makríls var metin á 4,3 milljón tonn sem er 42% lækkun frá […]
Frítt á leik ÍBV og FH í boði Ísfélagsins

Eyjakonur mæta liði FH í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli á morgun, sunnudaginn 27. ágúst, klukkan 14:00. Leikurinn er sá síðasti áður en deildinni verður skipt upp. Grillið verður á sínum stað og Ísfélagið býður frítt á völlinn. ÍBV er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig úr 17 leikjum á meðan FH-ingar sitja […]
IKEA opnar í Friðarhöfn?

Óprúttinn aðili eða óprúttnir aðilar settu upp skilti við seiðastöðina í botni Friðarhafnar með áletruninni „hér opnar IKEA”. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru ekki áform hjá forsvarsmönnum seiðaeldisstöðvarinnar að opna IKEA verslun í botni Friðarhafnar og því um augljóst grín að ræða. Samkvæmt öðrum heimildum fréttastofu þá hafa þeir óprúttnu sett upp skiltið í skjóli nætur […]
Athyglisverð verkefni útskriftarnema

Það er við hæfi að sýna lokaverefni 10. bekkinga í Grunnskóla Vestmannaeyja frá síðasta vori. Þau sýndu lokaverkefni sín í sal Grunnskólans og kom á óvart hversu fjölbreytt þau voru. Af öðrum verkefnum má nefna að Teitur Sindrason, Hákon Tristan Bjarnason og Benóný Þór Benónýsson spurðu, hvernig hafa yfirburðir heimavalla áhrif á frammistöðu liða í […]
Farsímanotkun nú óheimil í Grunnskóla Vestmannaeyja

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur ákveðið að banna nemendum með öllu að nota farsíma í skólanum. Þó nokkrir skólar á landinu hafa gert hið sama og hefur bann á símum í skólum verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV, boðaði farsímabannið á setningu skólans í Íþróttamiðstöðinni fyrr í dag. „Við létum vita […]
Ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga

Drög að nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og efla þannig sveitarsjórnarstigið. Skoða má drög að reglugerð um íbúakosningar í […]
Strákarnir fá Fylki í heimsókn

ÍBV tekur á móti liði Fylkis í Bestu deild karla í fótbolta í dag, sunnudaginn 20. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16:15 á Hásteinsvelli. Eyjamenn sitja í tíunda sæti deildarinnar og Fylkir í því níunda. Liðin eru jöfn stiga eftir að hafa spilað 19 leiki og úr þeim tryggt sér 17 stig hver. (meira…)
Séra Magnús messar í dag

Sr. Magnús Björn Björnsson, sem leysir þá Sr. Guðmund og Sr. Viðar af þessa dagana, predikar í Landakirkju í dag. Athöfnin hefst stundvíslega 11:00. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, segir í tilkynningu á fréttavef Landakirkju. (meira…)