Stelpurnar mæta Blikum í dag

Eyjakonur mæta liði Breiðabliks í Bestu deild kvenna klukkan 14:00 í dag, sunnudaginn 20. ágúst, á Kópavogsvelli. Breiðablik situr í 2. sæti deildarinnar með 33 stig úr 16 leikjum á meðan ÍBV situr í því áttunda með 17 stig. Leikurinn verður sýndur á Besta deildin 2. (meira…)

Erlingur nýr landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu

Erlingur Birgir Richardson sem hætti þjálfun ÍBV í vor hefur skrifað undir eins ár samning um þjálfun karlalandsliðs Sádi Arabíu í handbolta, er fram kemur í frétt á vefsíðu Handbolti.is. Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslendingur þjálfar í Sádi Arabíu og er Erlingur staddur þar núna til að ganga frá lausum endum. Nú tekur […]

Menn óðu hér eld og brennistein fyrir samfélagið 

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var haldin fyrstu helgina í ágúst árið 1973 eins og löng hefð er fyrir. Hún fór þó ekki fram í Herjólfsdal eins og að vanda, að þessu sinni var ekki unnt að halda hana í Herjólfsdal vegna ösku sem lá yfir dalnum enda eldgos nýafstaðið á Heimaey. Þrátt fyrir gosið var ákveðið að […]

„Hvítu tjöldin“

Eyjamenn flytjast nær oftast búferlum yfir Þjóðhátíð þegar tjaldborg rís í Herjólfsdal fyrir þrjá daga á ári. Tjöldin eru nú nýlega flest öll aftur komin í geymslu eftir vel heppnaða hátíð, þó einhver tjaldanna hafi ákveðið að halda gleðinni áfram og skemmta sér aukalega á Menningarnótt í Reykjavík. Þannig er í dagskrá hátíðarinnar auglýst „hvítt […]

Steypa upp lífsíur fyrir seiðastöðina

Uppbyggingin hjá ILFS heldur áfram en þessa dagana er verið að steypa upp lífsíur (e. biofilters) fyrir RAS2 og RAS3. Frá þessu er greint í frétt á vef félagsins. „RAS (Recirculating Aquaculture System) kerfið í seiðastöðinni nýtir lífsíur til að hreinsa vatn stöðvarinnar fyrir endurnýtingu en úrgangur sem myndast í ferlinu er hreinsaður úr í fráveitukerfi stöðvarinnar […]

Kevin Bru til liðs við ÍBV

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við franska miðjumanninn Kevin Bru. Hann hefur fengið leikheimild með liðinu og mun leika með ÍBV út yfirstandandi keppnistímabil. Þessu er greint frá í frétt á heimasíðu ÍBV. Kevin hefur leikið fjölda landsleikja fyrir Máritíus sem er eyríki á Indlandshafi. Foreldrar hans eru þaðan. Áður hafði hann verið í U18 og U19 […]

Lúxustúrar, góður afli og rjómablíða

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir sl. miðvikudag. Bergur í Vestmannaeyjum en Vestmannaey í Grindavík. Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að tveir síðustu túrar skipsins hafi gengið afar vel. „Við lönduðum karfa sl. laugardag og vorum með fullfermi. Þá vorum við að veiðum við Eldey og á […]

Sísí Lára klárar tímabilið með ÍBV

ÍBV hefur á síðustu vikum borist liðsstyrkur fyrir lokakaflann í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið stendur í ströngu þar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Leiknar verða 18 umferðir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming, í þeim efri eru leiknar fimm umferðir en þrjár í neðri. ÍBV er […]

Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telu­sila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]

Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega

Gríðarlegt vikurfok í kjölfar eldgossins 1973 olli tjóni á húsum, bílum og gróðri á Heimaey. Ástandið var svo slæmt sums staðar að fólk íhugaði að flytja burt. Ýmislegt var reynt til að hefta fokið en árangurinn lét á sér standa. Haustið 1975 sendi Gísli J. Óskarsson kennari Viðlagasjóði tillögur að uppgræðslu vikursvæðanna. Þær voru samþykktar, […]