Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við franska miðjumanninn Kevin Bru. Hann hefur fengið leikheimild með liðinu og mun leika með ÍBV út yfirstandandi keppnistímabil. Þessu er greint frá í frétt á heimasíðu ÍBV.
Kevin hefur leikið fjölda landsleikja fyrir Máritíus sem er eyríki á Indlandshafi. Foreldrar hans eru þaðan. Áður hafði hann verið í U18 og U19 landsliðum Frakklands.
Fyrsta leikinn sinn spilaði hann fyrir Rennes þegar hann var sautján ára. Þá lék hann einnig fjögur tímabil með Ipswich í Championship deildinni þar sem hann spilaði hátt í 100 leiki.
Í lok fréttar býður ÍBV Kevin velkominn til Vestmannaeyja.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst