Sjómannaforinginn í forystusveit lífeyrissjóða

“Ég var til sjós í 30 ár, byrjaði sextán ára en hef unnið í landi frá því árið 2007 og safnað lífeyrisréttindum sem ég sé í Lífeyrisgáttinni hver orðin eru. Hvar stæði maður án þessara réttinda sem áunnist hafa á starfsævinni? Ekki er ríkisvaldinu að treysta, svo mikið er víst. Skerðing lífeyris almannatrygginga sýnir það […]

Ólíkir skólar fyrir ólíka einstaklinga

Skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verður áfram undirstaða íslenska skólakerfisins. Á dögunum samþykkti Alþingi frumvarp sem festir í sessi faglega umgjörð um starfsemi lýðskóla. Til þessa hefur ekki verið nein löggjöf í gildi um slíka skóla. Meiri fjölbreytni – minna brottfall Hlutverk lýðskóla er fyrst og fremst að búa nemendur undir […]

Farþegar í bifreiðum munu fara með inn á bíladekk

Nú liggur fyrir að nýja Vestmannaeyjaferjan Herjólfur getur farið að hefja siglingar samkvæmt siglingaáætlun félagsins. Næstu daga verður unnið að frágangi og undirbúningi fyrir rekstur í nýju ferjunni. Stefnt er að taka rennsli með áhöfn næstkomandi þriðjudag og miðvikudag. Dagarnir verði nýttir til að reyna á hafnaraðstöðu og breytingar sem þar hafa verið gerðar. Ef allt gengur […]

Sumarmorgunn í Herjólfdal

Ólafur F. Magnússon hefur gefið út nýtt lag við ljóð langafa síns, Magnús Jónsson á Sólvangi. söngkona sem einnig er ættuð frá Vestmannaeyjum syngur langið. Með laginu sagðist Ólafur vera heiðra minningu langafa síns. „Sumarmorgunn í Herjólfdal er ljóð eftir langafa minn, Magnús Jónsson á Sólvangi. Ég kynntist ljóðinu ekki fyrr en á ættarmóti Sólvangsættar (afkomenda […]

Það hafa komið góðir kafl­ar

Skip­um er að fjölga á mak­rílmiðunum suður af Vest­manna­eyj­um þessa dag­ana. Dagamun­ur er á veiðinni, góður afli hef­ur feng­ist suma daga en slak­ur aðra. Það ræðst nokkuð af veðrinu. Hug­inn VE fór fyrst­ur til mak­ríl­veiða á miðunum suður af Eyj­um, fyr­ir um hálf­um mánuði, og skip Vinnslu­stöðvar­inn­ar Kap VE og Ísleif­ur VE, hafa einnig stundað […]

Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik. Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við […]

Hvítu tjöldin í Herjólfsdal – skipulag

Eins og í fyrra þarf að sækja þarf um “lóð” fyrir hvítu tjöldin inná  á www.dalurinn.is. Skrá sig þar inn og fylla út upplýsingar sem beðið er um. Opnað verður fyrir skráningu 16. júlí. Mikilvægt er að allir reitir sé fylltir út svo að umsókn sé gild. Nauðsynlegt er að vita nákvæma breidd á tjaldinu áður […]

Breyting á framkvæmdaáætlun í Landeyjahöfn

Vegagerðin hefur ákveðið að fresta breytingu á hafnarmynni Landeyjahafnar til næsta sumars. Til stóð að útbúa plön fyrir dælukrana á endum hafnargarðanna  á grjótfylltum stáltunnum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hefja átti dælingu síðla árs 2020 með nýjum dælubúnaði, sem keyptur hefur verið til landsins og er áfram miðað við að svo geti orðið. Dælubúnaðurinn […]

180 manns sáu systurnar í gær

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum og segja umönnunaraðilar þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið var að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í fyrir gesti til þess að sjá nýjustu íbúa Vestmannaeyja. Heimsóknirnar verða vel vaktaðar af starfsmönnum Sea life trust svo […]

Útkall í uppgræðslu í Eldfelli

Sjálfboðsliðar dreifa áburði og fræi í hlíðum Eldfells fimmtudaginn 11. júlí kl. 17:30 með Guðmundu Bjarnadóttur í broddi fylkingar. Landgræðslan í Eldfelli á rætur að rekja til ákvörðunar Vinnslustöðvarinnar um að veita 10 milljónir króna til verksins í tilefni sjötugsafmælis síns 2016 í samstarfi við Vestmannaeyjabæ. Uppgræðsluverkefnið hefur verið í tvö ár og verður því […]