Helltu niður 1000 lítrum af bjór

Afleiðingar heimsfaraldursins gætir víða í samfélaginu. Blaðamaður hjó eftir því í síðustu viku að þeir félagar á Brothers Brewery sögðu frá því á samfélagsmiðlum að þeir neyddust til að hella niður umtalsverðu magni af bjór sökum ástandsins. Við höfðum samband við Hlyn Vídó Ólafsson, bruggara og spurðum hann út í þetta mál og stöðuna almennt […]

Aldur er bara tala

EYJAMAÐURINN Nýverið opnaði ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa sem heitir Aldur er bara tala www.aldurerbaratala.is. Síðan er einnig á fésbókinni https://facebook.com/aldurerbaratala Markmið síðunnar er að gefa eldri aldurshópum tækifæri til að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf um mál er þá varða hvar sem þeir eru búsettir á landinu en mikil fjölgun er í hópi […]

Ljósin tendruð á jólatré á Stakkó

Vegna takmarkana er ekki hægt að hafa hefðbundna athöfn við tendrun jólaljósanna á trénu okkar en að sjálfsögðu munum við gera þetta eins gleðilegt og aðstæður leyfa. Kveikt verður á jólatrénu á Stakkó laugardaginn 28. nóvember kl 16:00 og verða upplýsingar varðandi útsendingu af viðburðinum birtar á vef Vestmannaeyjabæjar. Ekki er ætlast til að fólk […]

Yfirlýsing frá almannavarnanefnd Vestmannaeyja

Almannavarnanefnd Vestmannaeyja lýsir alvarlegum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi er varðandi þyrlur Landhelgisgæslunnar en fyrir liggur að frá og með miðnætti á morgun, miðvikudaginn 25.11.2020, verður engin þyrla til taks hjá Gæslunni í a.m.k. tvo daga. Þetta er með öllu óviðunandi og getur ógnað öryggi íbúa í Vestmannaeyjum og sjófarenda ekki síst í því […]

Ási í Bæ mættur á bryggjuna

Í dag luku starfsmenn Ísfélagsins uppsetningu á bronsstyttu af skáldinu, sjómanninum og tónlistarmanninum, Ása í Bæ við flotbryggjurnar á smábátasvæðinu. Um er að ræða styttu af Ása í raunstærð þar sem hann situr á steini. Einnig hefur bekk verið komið fyrir við styttuna þar sem hægt er að hlusta á lög og sögur frá Ása […]

Enginn er í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum

Smitum á landinu fer fækkandi og virðist hafa náðst utan um faraldurinn. Þetta er þó ekki búið og geta aðstæður breyst hratt eins og við þekkjum. Okkur hefur gengið vel hér í Vestmannaeyjum og vonum við auðvitað að svo verði áfram þannig að við getum notið aðventunnar og aðdraganda jólanna á sem eðlilegastan hátt. Við […]

Loksins lækningatæki sem vinnur á sjóveiki og annarri ógleði

Reliefband, lækningatæki sem vinnur gegn ógleði og uppköstum, er komið á markað hér á landi. Reliefband er á stærð við úr og er fest á úlnlið með armbandi. „Tækið örvar miðtaug í úlnlið með vægum rafpúlsi og virkjar taugakerfi líkamans til að hafa temprandi áhrif á þann hluta heilans sem skapar ógleðitilfinningu,“ sagði Ólafur Hauksson […]

Fluttu til Eyja með þrjú börn og tvö störf

Hjónin Sveinn Ágúst Kristinsson og Tanja Dögg Guðjónsdóttir fluttu til Vestmannaeyja í sumar með börnin sín þrjú Unni Björk, Þórunni Emelíu og Hrannar Bent. Það var ekki allt því þau fluttu einnig með sér vinnuna sína. Sveinn vinnur við innkaup hjá Marel og Tanja starfar sem sérfræðingur á launadeild hjá Hrafnistu. Þau hafa búið og […]

Landeyjahöfn opnaði á Eyjar

Ingólfur Jóhannesson hefur unnið hjá Hugvit hf í tæp 20 ár, þar af hefur hann verið staðsettur í Vestmannaeyjum í rúmlega 12 ár en þau hjónin fluttu til Eyja í maí 2008. Ingó eins og hann er kallaður er giftur Fjólu M. Róbertsdóttur og saman eiga þau tvo drengi Jóhannes Esra og Róbert Elí. Ingó […]

Frábært fyrir strákana mína að upplifa frelsið í Eyjum

Þórey Ágústsdóttir hefur starfað hjá forvera Advania frá því árið 2006 ef frá eru talin tvö ár þar sem hún vann fyrir Valitor. Hún flutti með starfið sitt til Vestmannaeyja í júní á síðasta ári. Með í för voru þrír hreinræktaðir Eyjapeyjar eins og hún segir sjálf, 10 ára tvíburarnir Lýður Aron og Ágúst Breki […]