Guðlaugur Þór kl. 12 og Þórdís Kolbrún kl. 20 í Ásgarði

Þriðjudagar eru flugferðadagar okkar Eyjamanna og munu tveir ráðherra í ríkisstjórn Íslands nýta sér það á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar og eiga fundi við okkur í Ásgarði. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra hittir okkur á súpufundi í hádeginu, kl. 12:00 og ræðir við okkur sína málaflokka sem og flokksstarfið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, […]
Ráðherra vill að óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. Þetta kemur fram í aðsendri grein ráðherrans á Vísi. Þar segir Þórdís fréttir síðustu daga hafa bent til þess að hún hafi persónulega ákveðið að sölsa undir sig eyjar á Breiðafirði, […]
Minnisvarði á byrjunarstigi

Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fyrir bæjarráði lágu drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á milli sömu aðila vegna […]
Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna gengur vel

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna var til umræðu á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í liðinni viku. Umsjónarfélagsráðgjafi fór yfir stöðuna. Vestmannaeyjabær er að hefja sitt þriðja ár í að vinna eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna en opnað var fyrir umsóknir í byrjun árs 2022. Innleiðing hefur gengið vel. Heildarfjöldi mála […]
Aftuelding í heimsókn

Leikið er í Olís deild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu klukkan 14:00. ÍBV stelpurnar eru í fjórða sæti deildarinnar eftir 15 leiki. Afturelding er í sjöunda og næst neðsta sætinu með 6 stig úr 17 leikjum. Karlaliðið leikur svo norðan heiða í dag gegn KA, leikurinn hjá strákunum hefst klukkan […]
FÍV er stofnun ársins 2023

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut í gær viðurkenningu í könnun Sameykis um stofnun ársins 2023. FÍV er fyrirmyndarstofnun og er í fyrsta sæti í flokki minni stofnanna. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hefur síðastliðinn áratug verið með þeim efstu í þessari könnun og þetta er í þriðja sinn sem skólinn fær viðurkenningua „Stofnun ársins“. Við í FÍV erum […]
ÍBV fékk Hauka úr hattinum

ÍBV og Haukar drógust saman í undanúrslitum Poweradebikars karla þegar dregið var í hádeginu í dag en undanúrslitaleikirnir fara fram í Laugardalshöll miðvikudaginn 6. mars. Leikurinn hefst klukkan 20.15. Fyrr þennan sama dag mætast Stjarnan og Valur. Stefnt er á að flauta til leiks klukkan 18 í Laugardalshöll. Úrslitaleikurinn fer svo fram laugardaginn 9. mars. […]
Vilja setja upp nýja tækni ölduvirkjana við Vestmannaeyjar

Fyrir bæjarráði í vikunni lá erindi frá Haf Afli sem er nýstofnað orkufyrirtæki sem staðsett er í Vestmannaeyjum. Fyrirtækið hyggst setja upp og reka nýja tækni ölduvirkjana við Íslandsstrendur og er áhugi fyrir því að taka fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum með forrannsóknum sem lúta að því að kanna hvort og hvar hagkvæmar staðsetningar gætu verið […]
Ófriður Óbyggðanefndar

Óbyggðanefnd tók til starfa árið 1998. Nefndinni var ætlað að kanna og skera úr um hvaða landsvæði teljast til þjóðlendna. Hver væru mörk þjóðlendna og eignalanda bænda. Bændum var talin trú um að þetta væri þeim til hagsbóta. Bændur hafa verið hlynntir því að skýra óvissu. Það stóð til að þetta tæki bara fáein ár […]
Notendum frístundastyrks fjölgar milli ára

Farið var yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2023 á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Um 856 börn á aldrinum 2 – 18 ára eiga rétt á frístundastyrk. Árið 2023 voru alls 672 börn sem nýttu sér styrkinn eða 78,6%. Árið 2022 voru alls 617 börn sem nýttu sér styrkinn þannig að um fjölgun er […]