Minnisvarði í tilefni 50 ára gosloka var til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fyrir bæjarráði lágu drög að samningi milli menningar- og viðskiptaráðuneytis og Vestmannaeyjabæjar um verkefnastyrk til gerðar göngustígs yfir hraun að minnisvarða um eldgosið í Heimaey 1973. Þá lágu einnig fyrir ráðinu drög að viljayfirlýsingu á milli sömu aðila vegna framkvæmda við gerð umrædds göngustígs í samvinnu við forsætisráðuneytið. Málið hefur dregist og er á byrjunarstigi, á það eftir að fara í gegnum skipulagsferli áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst