Kanna dýpið og Álfsnes á leiðinni

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott […]
Fengu 348 fyrirspurnir frá einum einstaklingi

Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023 voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess var 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið. […]
Mæta Haukum á útivelli

Karlaliðið leikur sinn fyrsta leik eftir EM pásu gegn Haukum á þeirra heimavelli. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna truflana á samgöngum. ÍBV situr um þessar mudir í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Leikurinn hefst á Ásvöllum klukkan 16:00. (meira…)
Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum vonbrigðum með stöðu dýpkunarmála

Umræða um samgöngumál fór fram á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar sem hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin […]
Leikir morgundagsins frestast

Leik Hauka og ÍBV í Olís karla hefur verið frestað vegna þess að ÍBV á ekki tök á því að komast uppá land í tæka tíð, Leikurinn fer því fram sunnudadinn 4.febrúar 16:00. Leik ÍBV og Hauka í Olís deild kvenna hefur verið frestað þar sem Haukar komast ekki til Vestmannaeyja í tæka tíð. Nýr […]
Fella niður ferðir í dag og fyrramálið

Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs, þ.e. Föstudag frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45 og Laugardag frá Vestmannaeyjum kl 07:00 […]
Vilja vinnubúðir á Lifró lóðinni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í lok síðasta mánaðar þar lá fyrir umsókn um leyfi fyrir vinnubúðum við Strandvegur 81-85 um er að ræða lóðina sem áður hýsti Lifrarsamlag Vestmannaeyja. Það er Vinnslustöðin hf. sem sækir um tímabundið leyfi fyrir starfsmannabúðum á lóð sinni Strandvegi 81-85, sótt er um leyfi til 3 ára í samræmi við […]
Suðvestanhríð brestur á um sunnan- og vestanvert landið

Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag. Búast má við éljagangi og suðvestan hvassviðri allt frá Breiðafirði austur fyrir Hornafjörð. Suðvestanhríð brestur á um sunnan- og vestanvert landið í dag. Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi klukkan 9 fyrir Breiðafjarðarsvæðið, en klukkan 11 á Faxaflóa, Höfuðborgarsvæðinu, […]
Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]
Hvasst með snjókomu og skafrenningi eftir hádegi

Í dag, miðvikudaginn 31. janúar, er í gildi gul viðvörun hjá Veðurstofu Íslands. Samkvæmt viðvörun mun vera all hvasst veður með snjókomu og skafrenningi sem spáð er að byrji um klukkan 12:00 og standi til klukkan 17:30. Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur íbúa til að ganga frá öllu lauslegu og fara varlega í umferðinni, sérstaklega ef […]