Guðni Th. heimsótti Eyjar

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti Vestmannaeyjar sl. þriðjudag. Hann kom víða við í heimsókn sinni, ásamt Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra, sem tók á móti honum. Fyrst lá leiðin í grunnskólann og í framhaldi á Kirkjugerði og Sóla þar sem forsetinn skoðaði skólana og heilsaði upp á nemendur og starfsfólk. Nemendur í 5. bekk sýndu […]
Það er alltaf möguleiki

Þó að augu flestra handknattleiksáhugamanna beinist um þessar mundir að Þýskalandi þá hefjst einnig Asíuleikarnir í Barein í dag. Þar eiga Eyjamenn sína fulltrúa sem standa í ströngu í dag. Erlingur Richardsson þjálfari Sádí Arabíu hefur leik í dag þegar hann mætir Degi Sigurðssynin og félögum frá Japan. Erlingur er ekki eini Eyjamaðurinn á svæðinu […]
Sjóhreinsibúnaður tengdur landvinnslunni

Hafist var handa í gær við að tengja nýjan sjóhreinsibúnað við vatnskerfi landvinnslunnar Vinnslustöðvarinnar. Tækin eru í gámi sem komið var fyrir á sínum stað á athafnasvæðið fyrirtækisins og verða tekin í gagnið innan tíðar. Þeim er ætlað að breyta sjó í eins hreint drykkjarvatn og unnt er yfirleitt að fá! „Við leggjum rafmagn að […]
Tillaga um Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær en fyrir bæjarráði lágu vinnugögn úr ráðningarferli vegna stöðu framkvæmdastjóra stjórnsýlsu- og fjármálasviðs. Bæjarráð hefur tekið þátt í ráðningaferlinu ásamt starfsmönnum sveitarfélagsins og ráðgjafa frá Vinnvinn. Ferlið var unnið skv. verklagsreglum um ráðningar hjá Vestmannaeyjabæ. Í niðurstöðu um málið segir “Eftir ítarlegt ráðningarferli samþykkir bæjarráð að gera tillögu til […]
Lekaleit í Vestmannaeyjum

Þar sem neðansjávarvatnslögnin fyrir neysluvatn er mikið löskuð og lýst hefur verið yfir hættustigi Almannavarna er mikilvægt að undirbúa þann möguleika að lögnin gefi sig. Liður í því er að huga að vatnssparnaði með það að markmiði að neysluvatnsbirgðir dugi sem lengst hætti lögnin að skila vatni til Eyja. Þetta kemur fram í frétt á […]
Vestmannaeyjar á lista New York Times yfir staði til að heimsækja

Bandaríska tímaritið New York times birti í gær lista yfir 52 staði til að heimsækja árið 2024. Vestmannaeyjar er meðal þessara staða að mati dagblaðsins. Blaðamaðurinn Nicholas Gill skrifaði eftirfarndi umsögn um Vestmannaeyjar í blaðinu. “Ný rafmagnsferja tengir meginland Íslands við þennan litla eyjaklasa – Vestmannaeyjar – við suðurströnd landsins, þar sem stærsta lundabyggð heims […]
Breki kveður ÍBV

Breki Ómarsson hefur nýtt sér riftunarákvæði í samningi sínum við ÍBV og verður hann ekki áfram hjá félaginu. Þetta kemur fram í frétt á vefnum fotbolti.net. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið en gat fengið sig lausan. Breki er 25 ára sóknarmaður sem uppalinn er í Vestmannaeyjum og hefur til þessa […]
Dósasöfnun handknattleiksdeildar í kvöld

Þann 8. janúar 2024 verður hin árlega dósasöfnun handknattleiksdeildar ÍBV íþróttafélags. Gera má ráð fyrir því að okkar fólk fari af stað upp úr klukkan 18:00. Farið verður á milli húsa og safnað, en þeir sem ekki eru heima á þessum tíma geta skilið poka eftir fyrir utan hurðina hjá sér. Jafnframt er hægt að […]
Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs vegna málaflokks fatlaðra tæpir 36,9 milljarðar

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka áætluð framlög sjóðsins vegna málaflokks fatlaðs fólks á árinu 2024 um 5,8 milljarða króna og nema áætluð framlög sjóðsins vegna reksturs málaflokksins nú tæpum 36,9 milljörðum króna. Hækkunina má rekja til samkomulags sem ríki og sveitarfélög skrifuðu undir 15. desember 2023 um […]
Fullfermi landað eftir 36 tíma

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða aðfaranótt 2. janúar. Skipið hélt rakleiðis á Víkina og landaði síðan fullfermi í Eyjum 36 tímum síðar eða eftir hádegi á miðvikudag. Hér er um að ræða fyrstu löndun skips í Síldarvinnslusamstæðunni á árinu 2024. Afli Vestmannaeyjar var mest þorskur, ýsa og ufsi og var um ákaflega fallegan fisk […]