Sumarhugvekja við Hraunbúðir

Vestmannaeyjabær ákvað að bjóða öldruðum einstaklingum á hjúkrunarheimilinu og á sjúkradeildinni upp á gleði og söng í dag. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að bæjarsjóri ávarpaði hópinn áður en séra Viðar Örn flutti hugvekju, söngsveitin Stuðlar fluttu nokkur lög á meðan félagar í skátafélaginu faxa stóð heiðursvörð. Var þetta gert í tilefni að […]

Kæri Eyjamaður

Ferðamálasamtök Vestmannaeyja fagna sumri þrátt fyrir mjög sérstakar aðstæður og frekar óljóst og dapurlegt útlit hvað varðar straum ferðamanna til landsins og Vestmannaeyja. Síðasta ár heimsóttu Ísland um 2,3 milljónir ferðamanna, það liggur fyrir að algjört hrun verði í þessum hópi. Vestmannaeyjar hafa ekki dregið nógu stóran hluta þessa hóps erlendra ferðamanna til sín og […]

Yndislega eyjan mín, sumargetraun úr Safnahúsi

Íbúar Vestmannaeyja vita að við búum á fallegasta staðnum sem finnanlegur er í þessum vindbarða heimi. Sigurgeir Jónasson ljósmyndari hefur tekið 3-4 milljónir ljósmynda af eyjum og ótrúlegum fjölda þeirra sem þar búa og hafa búið undanfarna áratugi. Í tilefni sumarkomunnar er boðið upp á ferð um eyjar, ferð sem sýnir kunnuglega staði frá óvenjulegu […]

Slipptöku Herjólfs frestað

Til stóð að Herjólfur færi í slipp í lok apríl en af því verður ekki vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Um ábyrgðarskoðun er að ræða en ekki liggur ný tímasetning fyrir eða hversu lengi skipið verður úr umferð þegar þar að kemur að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar framkvæmdastjóra Herjólfs OHF. Ýtarlegt viðtal er við Guðbjart í […]

Ágreiningur um skipulagsmál

Deiliskipulag á athafnasvæði AT-1 við Græðisbraut var til umræðu á fundir umhverfis og skipulagsráðs á mánudag. Lögð var fram að nýju tillaga að deiliskipulagi fyrir hluta athafnasvæðis AT-1 og miðsvæðis M-1, dags. 8. júlí 2019. Tillagan var auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 17. júlí – 28. ágúst 2019. Þá lögð fram […]

Golfklúbburinn opnar á sumarflatir

Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV segir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. (meira…)

Við erum öll mengunarvarnir

Mengunarvarnaáætlun Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær þar kom fram að reglulega berast fréttir af fugladauða í fjörum í kringum Vestmannaeyjar. Forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum segir í grein á vefmiðlum að olían eigi að einhverjum hluta uppruna sinn innan hafnar en að vandamálið sé stærra. Framkvæmdastjóri hefur fundað tvisvar […]

Verulegur tekjumissir fyrir höfnina

Komur farþegaskipa árið 2020 voru til umræðu á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Framkvæmdastjóri fór yfir bókanir vegna farþegaskipa árið 2020. Fram kom að bókaðar voru 83 komur en vegna ástandsins í heiminum hafa þegar 19 komur verið afbókaðar og tekur fjöldinn breytingum svo til daglega. Ljóst er að tekjumissir hafnarinnar verður verulegur ef […]

Sóttkví og tíðarfar seinkar íbúðum fyrir fatlaða

Á fundi bæjarráðs í gær fór bæjarstjóri yfir bréf Magnúsar Sigurðssonar, f.h. Steina og Olla um stöðu framkvæmda við byggingu íbúða fyrir fatlaða við Strandveg 26. Vegna tíðarfars í vetur hefur uppsteypu hússins seinkað og vegna sóttkvíar starfsfólks fyrirtækisins í vor er ljóst að enn frekari seinkun verður á afhendingu hússins sem átti að afhendast […]

Varaafl í Vestmannaeyjum stendur til bóta

Bæjarráð fundaði í hádeginu í gær þar sem meðal annars var til umræðu úrbætur á varaafli í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri gerði grein fyrir svarbréfi sem henni barst frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra við bréfi bæjarstjóra um nauðsyn á úrbótum á varaafli í Vestmannaeyjum, þar sem m.a. kom fram að úrbóta er þörf ef ekki eigi að skapast […]