Stærð hafnarinnar hamlar skipakomum til Vestmannaeyja

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja fundaði í gær þar sem framkvæmdastjóri greindi frá erindi Vestmannaeyjahafnar til Vegagerðarinnar vegna framtíðarþróunar hafnarinnar en þar kemur fram að þróun flutningaskipa og farþegaskipa hefur verið þannig að stærð og athafnasvæði hafnarinnar er farið að hamla komum skipa til Vestmannaeyja. Farið var fram á samstarf með Vegagerðinni til að meta framtíðarmöguleika […]
Sjávarútvegur – kjölfesta atvinnulífsins

Sjávarútvegurinn hefur í gegnum aldanna rás verið undirstöðuatvinnugrein landsins. Líkt og núverandi seðlabankastjóri Dr. Ásgeir Jónsson lýsti vel þá hefur sjávarútvegur verið ,,brimbrjótur tækniframfara og nýsköpunar í íslensku hagkerfi”. Sjávarútvegurinn hefur með frumkvöðlastarfsemi sinni verið ein frumforsenda framþróunar og aukinnar hagsældar íslensks samfélags svo lengi sem elstu menn muna. Sjávarútvegur er hreyfiafl framfara Vestmannaeyjar eru […]
Óli Jóns gefur út sína þriðju bók

Í dag kemur út þriðja bókin eftir rithöfundinn Ólaf Jónsson bókin er líkt og fyrri bækur sett saman af nokkrum smásögum. Óli sagði í samtali við Eyjafréttir að bókin væri góð blanda af spennusögum og venjulegum sögum. Óli er spenntur fyrir útkomu bókarinnar en hún hefur verið í vinnslu í nokkur ár en síðasta bók […]
Nýr landgangur fyrir Herjólf

Unnið er að útboði á uppsetningu á nýrri landgöngubrú fyrir Herjólf. Þetta staðfesti G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar í samtali við Eyjafréttir. Landgangurinn var smíðaður í Póllandi og kom með skipinu til landsins á síðasta ári. Ekki hefur unnist tími til að setja upp nýja landganginn en til stendur að koma honum upp nú þegar […]
Engin hátíðarhöld sumardaginn fyrsta

Þar sem enn er í gildi samkomubann vegna veiruógnar hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að fella niður hátíðarhöld í tilefni af sumardeginum fyrsta þann 23. apríl næst komandi. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar er fólk hvatt til að fagna deginum með fjölskyldu sinni eða þeim allra nánustu og virða fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. (meira…)
Eitt nýtt smit – var ekki í sóttkví

Síðdegis í dag bættist við eitt staðfest smit og er heildarfjöldi staðfestra smita í Vestmannaeyjum því orðinn 105. Aðilinn var ekki í sóttkví en möguleg tengsl eru við þekkt smit. Þá hafa 92 náð bata og því aðeins 13 manns með virk smit. Sex eru í sóttkví í Vestmannaeyjum og hafa þeir aldrei verið eins […]
Sýnatökur með tilliti til mótefnamælinga

Síðustu daga hafa farið fram sýnatökur í Vestmannaeyjum fyrir m.a. fyrirhugaðar mótefnamælingar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Þeim sem hafa lokið einangrun og sóttkví vegna COVID-19 hefur verið boðið að koma og er búið að taka sýni (blóðsýni og háls- og nefkoksstrok) hjá um 500 manns. Ekki hefur náðst í alla og hugsanlega eru einhverjir sem ekki […]
Bæjarskrifstofurnar opna afgreiðslu að nýju

Ákveðið hefur verið að opna að nýju afgreiðslu bæjarskrifstofanna (Bárustíg, Rauðagerði og Tæknideildina) milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Kemur sú ákvörðun til með að gilda frá og með mánudeginum 20. apríl 2020, þar sem hertar aðgerðir í Vestmannaeyjum féllu úr gildi 19. apríl 2020. Opnun annarra stofnana bæjarins verður áfram með sama […]
Mitt, þitt og okkar allra

Við erum að upplifa viðsjárverða tíma nú um þessar mundir, um það er engum blöðum að fletta. Við upplifum einhvers konar óvissu og jafnvel ugg um framtíðina. Hvað er fram undan? Hvernig verður þetta þegar covidfaraldurinn er um garð genginn? Þessar spurningar og aðrar áþekkar leita sífellt á hugann þessa dagana. Við þessar aðstæður fer […]
Vinnslustöðin heldur kröfunni til streitu

Fimm útgerðarfélög af sjö hafa dregið kröfur sínar á hendur ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta til baka. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum heldur skaðabótakröfu sinni til streitu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, sagði í samtali við Kristján Kristjánsson í þættinum Sprengisandi í morgun að verið sé að hugsa málin. Í ljósi þess að fimm útgerðarfélög hafa […]