Ásmundur á fjarfundi Viljans

Í dag, sunnudag 19 apríl milli kl. 12.00-13.00 verður opin fundur Viljans á facebook. Þar verð gestur fundarins Ásmundur Friðriksson. Í tilkynningu um fundinn segir Ásmundur: “Ég mun svara fjölda spurninga frá stjórnendum fundarins og eins þeim sem fylgjast með á fésbókinni. Hvet þig til að vera með og senda mér fyrirspurn.” Hér má finna […]
Viðspyrna Vestmannaeyjabæjar

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 16. april sl., tillögur að viðspyrnu vegna þeirra efnahagslegu afleiðinga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur og gæti valdið. Tillögurnar innihalda þrjú einkennisorð; skjól, stöðugleika og sókn, fyrir íbúa, heimili, fyrirtæki og sveitarfélagið. Innihalda aðgerðirnar ýmsar ráðstafanir um lækkun og niðurfellingu gjalda, framkvæmda- og viðhaldsverkefni, samráð við íbúa og fyrirtæki, markaðsátak í ferðaþjónustu, aukin […]
Markaðsstarf og nýuppgötvuð færni í eldamennsku á veirutímum

„Sala frystra sjávarafurða í verslunum í Frakklandi hefur aukist um 108% frá því stjórnvöld settu á útgöngubann 17. mars 2020. Neytendur bregðast eðlilega við ástandinu með því að kaupa matvöru sem hægt er að geyma lengi og elda heima þegar veitingastaðir eru lokaðir. Þá sjáum við það gerast í verslunum að fólk er hvatt til […]
Eitt nýtt smit í Eyjum

Eitt smit hefur bæst við í Vestmannaeyjum og er heildarfjöldi smita því 104. Þeir sem hafa náð bata eru 79 og því aðeins 25 manns með virk smit. Í sóttkví eru 91. Aðilinn sem greindist er fjölskyldumeðlimur einstaklings sem hafði greinst áður og er því ekki um óvænt smit að ræða eða á nýjum stað […]
Akstur er ekki leikur, heldur dauðans alvara

Lögreglan í Vestmannaeyjum gerir upp undanfarnar vikur í pistli á facebook síðu sinni. En lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast á undanförnum vikum og tengjast helstu verkefni því almannavarnarástandi sem er á heimsvísu og snýr að COVID-19 faraldrinum. Verkefni lögreglu hafa meðal annars verið að aðstoða smitrakningateymi sóttvarnalæknis og almannavarna við að rekja smitleiðir […]
Ágætis vertíð en sérkennileg

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í gærmorgun og í kjölfarið var góðum afla landað úr systurskipinu Bergey VE. Heimasíðan ræddi við Birgi Þór Sverrisson, skipstjóra á Vestmannaey, og spurði hann hvernig veiðiferðin hefði gengið og einnig hvað hann vildi segja um vertíðina hingað til. „Það verður að segjast að þessi veiðiferð gekk vel. […]
Upptaka af bæjarstjórnarfundi

1558. fundur Bæjarstjórnar Vestmannaeyja fór fram í gær kl. 18:00 hér má sjá upptöku af fundinum og dagskrá fundarins. Dagskrá: Fundargerðir til staðfestingar 1. 202003006F – Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 321 Liðir 1-10 liggja fyrir til staðfestingar. 2. 202003013F – Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja – 248 Liðir 1-2 liggja fyrir til staðfestingar. 3. 202003011F […]
Lundinn er sestur upp

Hilmar Kristjánsson sá lunda í töluverðu magni seinnipartinn í dag bæði í Dalfjalli og í Klifinu. Eðlilegt er að fyrstu lunda verði vart um miðjan apríl og því hægt að segja að þessi vorboði sé mættur til Eyja á réttum tíma. (meira…)
Ekkert nýtt smit í 10 daga

Engin ný smit hafa greinst í Vestmannaeyjum síðan 6. apríl síðastliðinn. Samtals hafa 103 greinst með veiruna, 65 hafa náð bata og því eru 38 einstaklingar með virk smit. 127 eru í sóttkví. Á sunnudaginn rennur samkomubann miðað við 10 manns sitt skeið í Vestmannaeyjum. Á mánudag tekur við almenn takmörkun á samkomum sem gildir […]
Fyrir og eftir Covid

Samfélagið er þessa dagana í fastri hliðarlegu og undirritaður hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Erfitt er að neita því að um sögulega tíma er að ræða og að samheldnin og samstaðan í samfélaginu um að vernda okkar viðkvæmustu bræður og systur verið mögnuð. Við þekkjum öll frasann „fyrir og eftir gos“, […]