Íbúar á Hraunbúðum fengu góða sendingu um helgina

Við erum svo ánægð með hversu fallega veitingarmenn og konur í Vestmannaeyjum hugsa til okkar þessa dagana. Segir í frétt á vef Hraunbúða. “Á föstudag og sunnudag fengum við ljúffengar íssendingar úr Tvistinum frá Bigga Sveins og Lóu. Á laugardagskvöldið sendu Pizza 67 okkur öllum gómsætar pizzur sem slógu í gegn. Við erum svo innilega […]
Tilkynning frá aðgerðastjórn – þrjú ný smit í dag

Þrjú sýni til viðbótar hafa greinst jákvæð frá Vestmannaeyjum og eru staðfest smit á COVID-19 því orðin 57 talsins. Allir aðilarnir voru þá þegar í sóttkví og eru nú í einangrun. Fjöldi þeirra sem settir hafa verið í sóttkví er 594 og 173 hafa lokið sóttkví. Brýnt er fyrir fólki nú sem endranær að fara […]
Varðandi sýnatökur v. COVID-19

Sýnataka fer fram núna eftir hádegi í dag hjá þeim sem sendu inn svör við spurningalista v. COVID-19 sem kynntur var á vefmiðlum í Eyjum í gær. Nokkrir einstaklingar sem tóku þátt höfðu ekki samband eða hugsanlega reyndu að hafa samband. Vegna bilunar í símakerfi var ekki unnt að ná sambandi í gegnum símanúmerið 432-2500. […]
Til þeirra sem búið var að bjóða sýnatöku v. COVID-19 í dag

Til þeirra sem búið var að bjóða sýnatöku v. COVID-19 í dag: Vinsamlega hringið í 432-2501 til að fá tíma. Hitt númerið er fast á símsvarastillingu vegna bilunar og of tímafrekt að koma í gagnið. Innhringitími átti að vera milli 10 og 12 en verður framlengdur til 12:30 vegna þessa. (meira…)
Tilkynning vegna spurningalista sem birtur var í dag

COVID-19 – boð um sýnatöku sbr. spurningalista sem birtur var á vefmiðlum í Eyjum fyrr í dag: Einstaklingum með eftirtalin auðkenni er boðið að koma í sýnatöku á morgun, sunnudaginn 29. mars. Þeir sem vilja þiggja það geta hringt í síma 432-2500 milli kl. 10 og 12 í fyrramálið og þá fengið tíma í sýnatöku […]
Tilkynning frá aðgerðastjórn

Eitt smit hefur greinst til viðbótar í Vestmannaeyjum og eru staðfest smit því orðin 54. Aðilinn var ekki í sóttkví. Fjöldi einstaklinga sem hafa verið settir í sóttkví er orðinn 593 og hafa 136 lokið sóttkví. Niðurstaða hefur ekki borist vegna allra sýna sem send hafa verið til rannsóknar vegna tafa við vinnslu hjá LSH. […]
Tilkynning frá umdæmislækni sóttvarna

Eins og flestir Eyjamenn vita hafa margir einstaklingar greinst með COVID-19 smit í Vestmannaeyjum. Ýmsum sóttvarnaaðgerðum er beitt til að halda frekara smiti í skefjum. Markmiðið með þeim er m.a. að „greina fljótt – rekja fljótt – klukka fljótt“( í sóttkví/einangrun). Fá tilfelli hafa greinst síðustu 3 daga í Eyjum, en til að skoða betur […]
Tvisturinn býður í ísbíltúr

“Höldum í gleðina á erfiðum tímum og fáum okkur ís…FRÍTT” segir í færslu á facebook síðunni hjá Tvistinum. Þar verður Eyjamönnum boðið upp á að koma í bílalúguna í Tvistinum og þar sem þeir geta fengið barnaís í brauði ókeypis. Þetta kostaboð stendur Laugardag og Sunnudag (28.mars-29.mars) milli kl.13-17 á meðan birgðir endast. (meira…)
Páley gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisfélagsins

Gestur á laugardagsfundi verður Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri. Hún situr í aðgerðarstjórn almannavarnarnefndar og hefur því í nógu verið að snúast hjá henni undanfarna daga. Fundurinn mun fara fram á fésbókarsíðu Sjálfstæðisfélagsins og verður að venju á laugardegi kl.11:00. Gert er ráð fyrir að fundi sé lokið fyrir hádegi. Páley mun verða með erindi í beinni […]
Aukin þjónusta fyrir foreldra í forgangi

Grunnskóli Vestmannaeyja mun frá og með mánudeginum 30. mars, bjóða upp á skólavistun fyrir börn Foreldrar/forráðmanna sem eru í framlínustörfum og eiga rétt á forgangi fyrir nemendur í 1. – 4. bekk en Grunnskóli Vestmannaeyja hefur frá því að fjarkennsla hófst einungis tekið á móti börnum í 1. og 2. bekk í sömu stöðu. Þetta […]