Bæjarstjórnarfundur í gegnum fjarfundarbúnað

Boðað hefur verið til 1556. fundar í bæjarstjórn Vestmannaeyja, var það gert í gær á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar en fundur inn fer fram á morgun 19. mars 2020 og hefst hann kl. 18:00. Athygli vakti að í fundarboðinu er þess getið að fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar segir að allir bæjarfulltrúar […]

Leikskólanum Sóla lokað tímabundið

Starfsmaður Sóla hefur greinst með kórónuveirusýkingu en viðkomandi hefur ekki verið við störf undanfarna daga í skólanum. Í samráði við umdæmislækni sóttvarna, aðgerðastjórn og rakningarteymi hefur þó verið tekin ákvörðun um að loka leikskólanum á meðan málið er skoðað nánar. Þetta er gert í því skyni að hindra mögulega útbreiðslu smits. Um er ræða úrvinnslukví […]

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur leiðbeiningar vegna COVID-19

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær áhrif heimsfaraldurs Covid-19 á samfélagið í Vestmannaeyjum, bæði á mannlíf og atvinnulíf. Ljóst er að ýmsar afleiðingar eiga eftir að koma fram og fyrirséð að þær munu hafa áhrif bæði á einstaklinga og fyrirtæki. Nú þegar ríkisstjórnin hefur undirbúið aðgerðir sem miða að því að draga úr efnahagslegum […]

Landsbankinn gerir breytingar á afgreiðslutíma

Landsbankinn hefur ákveðið að gera tímabundnar breytingar á afgreiðslutíma í hluta af útibúum bankans á landsbyggðinni. Breytingarnar taka gildi í dag 18. mars 2020. Afgreiðslutími er styttur í útibúum bankans  og verður Landsbankinn í Vestmannaeyjum opin frá kl. 10-15 í stað 9-16. (meira…)

Tillögurnar ekki til bóta fyrir Vestmannaeyjar

Bæjarráð ræddi á fundi sínum í gær úthlutað aflamarki til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands. Er aflamarkið, sem er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund, dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum, línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Á síðasta ári var […]

Óheimilt að funda öðruvísi en í fjarfundabúnaði

Bæjarráð fundaði í hádeginu í dag og voru viðbrögð vegna veiruógnunar fyrsta mál á dagskrá. Bæjarstjóri fór yfir viðbrögð bæjarins við Covid-19 faraldrinum. Bæjaryfirvöld vinna í nánu samráði við Almannavarnarnefnd og sóttvarnalækni umdæmisins. Allar aðgerðir bæjarins taka mið af tilmælum þessara embætta. Útbúin hefur verið sérstök viðbragðsáætlun Vestmannaeyjabæjar og viðbragðsáætlanir nokkurra stofnana sem lagðar voru […]

Íris í sóttkví

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, tilkynnti það á facebook síðu sinni að hún væri komin í sóttkví ásamt eiginmanni og dóttur. Hún segir ástæðuna vera þá að hún fékk vin í heimsókn sem seinna greindist smitaður. “En það er enginn veikur og allir hressir; ennþá að minnsta kosti” segir Íris. “Ég er búin að koma upp nýrri […]

Mannvit bauð lægst í úttekt á Landeyjahöfn

Ríkiskaup fyrir hönd Samgöngu‐ og sveitarstjórnarráðuneytisins óskaði eftir tilboðum í úttekt á Landeyjahöfn þann 5. mars. Um er að ræða svo kallað örútboð. Úttektin byggir á þingsályktunartillögu um óháða rannsókn á Landeyjahöfn sem samþykkt var á Alþingi í byrjun desember. Þar kemur m.a. fram að eftirfarandi spurningum skuli svarað: Er hægt að gera þær úrbætur […]

Íslandsbanki styttir opnunartíma

Í ljósi aðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að stytta opnunartíma útibúsins tímabundið í 12.30-15.00. Viðskiptavinum er bent á að nýta sér stafrænar lausnir Íslandsbanka, s.s. Íslandsbankaappið og netspjallið á  islandsbanki.is. Beðist er velvirðingar á óþægindunum. (meira…)

Breyting á áætlun Herjólfs og veitingasala lokar

Í ljósi aðstæða hefur verið ákveðið að breyta siglingaáætlun Herjólfs frá og með miðvikudeginum 18.mars nk. falla niður ferðir kl: 22:00 frá Vestmannaeyjum og 23:15 frá landeyjahöfn úr áætlun tímabundið. Ef sigla þarf til Þorlákshafnar haldast öruggu ferðirnar þær sömu en brottfarartímar breytast. 17:00 ferðin færist til 15:30 frá Vestmannaeyjum. 20:45 ferðin færist til 19:15 […]