Nýju kojurnar að verða klárar (Myndir)

Undanfarna daga hafa starfsmenn frá FAST í Póllandi unnið í Herjólfi við að setja upp auka svefnrými um borð en kojurnar komu til landsins um mánaðarmótin. Verkið hefur verið að mestu unnið að næturlagi og því ekki tafið ferðir Herjólfs. Um er að ræða 32 svefnrými en við það rúmlega tvöfaldast fjöldi svefnrýma um borð […]
Erfiðasta hafsvæði sem maður sækir á

Huginn Ve er á leiðinni til Kyllibegs á Írlandi með 1.900 tonn af kolmunna. Aflann fengu þeir vsv af Írlandi um 730 sjómílur frá Vestmannaeyjum. „Við lögðum af stað rétt fyrir miðnætti og reiknum með að vera þarna í fyrramálið þetta er 300 sjómílna sigling héðan af miðunum,“ sagði Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri í samtali við Eyjafréttir. Þetta fyrsti túrinn á þessu ári. […]
Blátindur á uppleið

Nú standa yfir aðgerði við að ná Blátindi VE upp úr Vestmannaeyjahöfn. Óskar Pétur er að sjálfsögðu á staðnum og sendi okkur þessar myndir. Búið er að rétta bátinn af og vinna hafin við að koma honum á flot. (meira…)
ÍBV og Haukar mætast í Laugardalshöll – 3-7 í bikartitlum

ÍBV og Haukar mætast í undanúrslitum Coca cola bikarsins í dag klukkan 18:00. Liðin mættust síðast í undanúrslitum 2018 þá viðureign vann ÍBV og stóð að lokum uppi sem bikarmeistari. ÍBV hefur níu sinnum leikið í undanúrslitum og þrisvar sinnum orðið bikarmeistari. Haukar eiga öllu ríkari bikarhefð en liðið hefur 19 sinnum leikið í undanúrslitum […]
Afleiðingar lokunar alvarlegar

Þeir aðilar innan sjávarútvegsins sem Morgunblaðið hefur rætt við hafa verulegar áhyggjur af því hvaða afleiðingar það kann að hafa fyrir fyrirtæki sem reka fiskvinnslu fari svo að fyrirtækin verði lokuð í tvær vikur vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. „Þetta yrði högg fyrir þjóðarbúið,“ segir einn útgerðaraðili. Aðrir hafa lýst því að þungbært gæti orðið fyrir […]
Saga og grindarspik – Baldvin Harðarson í Sagnheimum

Grindhvaladráp í Færeyjum er aldagömul hefð Eyjamaðurinn Baldvin Harðarson hefur búið í Færeyjum í mörg ár og hefur síðustu árin verið í hlutastarfi hjá Aðalræðisskrifstofu Íslands í Þórshöfn. Þar taka þau á móti hópum frá Íslandi og segir hann Íslendinga áhugasama um sögu Eyjanna og grindhvaladráp Færeyinga sem er aldagömul hefð hjá frændum okkar. Allt […]
Fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum Herjólfs

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að fjarlægja sængur, teppi og kodda úr gistirýmum ferjunnar. Þetta er gert með það í huga að minnka smithættu farþega og starfsfólks. Þetta mun taka í gildi frá og með 8. mars 2020. Farþegar eru jafnframt beðnir um […]
Einstaklingar í sóttkví í Eyjum (uppfært)

Áður kom fram í frétt Eyjafrétta að þrjú sýni frá Vestmannaeyjum væru til rannsóknar. Það er ekki rétt, misskilningur varð milli blaðamanns og viðmælanda um uppruna sýnanna. Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að enn hafi ekkert staðfest smit af COVID-19 verið greint í Vestmannaeyjum. Það eru aðilar í […]
Boðuð verkföll hafa víðtæk áhrif í Vestmannaeyjum

Meirihluti félaga í öllum aðildarfélögum BSRB hafa samþykkti boðun verkfalls. Verkfallsaðgerðir munu hefjast mánudaginn 9. mars, takist samningar ekki fyrir þann tíma. Boðaðar verkfallsaðgerðir lýsa sér þannig að þorri félagsmanna hjá ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg leggja niður störf á ákveðnum dögum. Þessi hópur mun leggja niður störf dagana 9. og 10. mars, 17. […]
Mikilvægt að landsmenn allir komi að framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar

Bæjarráð Vestmannaeyja fundaði í gær en til umræðu var meðal annars beiðni Alþingis um umsagnir um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Frestur til að senda inn umsagnir er til 19. mars 2020. Bæjarráð fagnaði þingsályktunartillögu um atkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri og telur mikilvægt að landsmenn allir geti sagt hug sinn […]