Áður kom fram í frétt Eyjafrétta að þrjú sýni frá Vestmannaeyjum væru til rannsóknar. Það er ekki rétt, misskilningur varð milli blaðamanns og viðmælanda um uppruna sýnanna.
Hjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sagði í samtali við Eyjafréttir að enn hafi ekkert staðfest smit af COVID-19 verið greint í Vestmannaeyjum.
Það eru aðilar í sóttkví í Eyjum en enginn í einangrun að sögn Hjartar.
Gestir á HSU hafa tekið eftir breyttu verklagi við innganga í heimsóknartímum. Um helgina voru allar hurðir stofnunarinnar læstar og gestum aðeins hleypt inn eftir samtal við starfsmann HSU. Miði hékk við inngang þar var fólk með kvef eða hósta beðið um að hafa samband í síma 1700. Hjörtur segir þetta verklag vera hluti af sóttvarnaraðgerðum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst