Samningur um vetrardýpkun í Landeyjahöfn framlengdur

Samningur við Björgun ehf. um vetrardýpkun í Landeyjahöfn hefur verið framlengdur til 15. febrúar nk. Herjólfur siglir nú í Landeyjahöfn, dýpi verður mælt í vikunni. Fljótlega má síðan vænta samnings um frekari vetrardýpkun eftir að þessum samningi við Björgun lýkur. Björgun verður með viðveru í Þorlákshöfn þegar veður leyfir ekki dýpkun í Landeyjahöfn eða ef […]
Leitar að örnefnavitringum

Undanfarin ár hefur farið fram mikil vinna hjá Landmælingum Íslands við söfnun og skráningu örnefna. Vitneskja um staðsetningu örnefna er víða að tapast og til að bjarga þessum menningarverðmætum frá glötun er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu þeirra. Mikilvægt er að vinna með staðkunnugum heimamönnum og hafa starfsmenn Landmælinga Íslands […]
Íþróttamiðstöðin lokar kl. 13:00 laugardaginn 1. Febrúar

Laugardaginn 1. Febrúar lokar íþróttamiðstöðin kl 13:00 vegna framkvæmda. Svenni Hjörleifs og hans menn ætla að skipta um vatnslagnir 😉 Framkvæmdir ganga vel og mun Siggi múrari færa sig yfir í kvennaklefann fyrir helgi. Eins og sést á myndunum eru klefarnir farnir að líkjast 5 stjörnu lúxus heilsulind. Þegar Viðar Togga kikti á klefann sagði […]
Er þessi fjölmiðill hlutlaus?

Fjölmiðlar hafa fjórða valdið eins og það er kallað. Vald til að halda aftur af valdaöflum og stjórnvöldum með frjálsri og opinni fjölmiðlun. Frjáls og opin fjölmiðlun er þó ekki samnefnari yfir hlutlausa fjölmiðlun. Ræturnar Fjölmiðlun á Íslandi á sér mjög sterkar rætur í útgáfu flokksblaða sem er eins langt frá hlutlausri fjölmiðlun og mögulegt […]
Þrumur trufluðu nátthrafna í Vestmannaeyjum

Nátthrafnar í Vestmannaeyjum urðu varir við nokkuð háværar drunur í nótt rétt fyrir klukkan þrjú. Um var að ræða þrumur frá tveimur eldingum sem mynduðust suð-vestan við Vestmannaeyjar sú fyrri klukkan 2:49 og síðari 2:56 samkvæmt veðurstofu Íslands. Viðmælandi sem hafði samband við Eyjfréttir þótti þetta óþægileg upplifun í ljósi nýlegra frétta frá Reykjanesskaganum. Margir […]
Opinn fundur um hagsmuni Eyjamanna!

Í kvöld, þriðjudag, kl. 20:15 verð ég með opinn fund í Akóges. Meginefni fundarins verða þau málefni þar sem hagsmunir bæjarbúa eiga beinan og daglegan snertiflöt við ríkisvaldið; samgöngumál, heilbrigðisþjónusta, framhaldsmenntun og mál sem snúa að sýslumannsembætti og lögreglu. Að ógleymdu því sem snýr að atvinnustarfseminni í bænum – ekki síst sjávarútvegi og fiskveiðistjórnun auk […]
Grétar Þór klár – óvíst með Sigurberg og Tedda

Olísdeild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld klukkan 18:30, þegar ÍBV tekur á móti Val. Valsmenn voru á mikilli siglingu í deildinni fram að hléi og hafa á að skipa sterku liði og því ljóst að verkefnið er krefjandi. Við heyrðum í Kristni Guðmundssyni og spurðum hann út í ástandið á hópnum […]
Byrjað að steypa við stúkuna

Hafist var handa í mogun að steypa viðbyggingu við áhorfendastúku við Hásteinsvöll. Í viðbyggingu verður komið fyrir búningklefum ásamt aðstöðu. Það er verktaka fyrirtækið Steini og Olli sem annast framkvæmdina en áætlað er að taka aðstöðuna í gagnið í sumar skv. því sem kemur fram á heimasíðu ÍBV, ibvsport.is. (meira…)
Tekist á um tjaldsvæði

Á fundi í bæjarstjórn síðasta fimmtudag lá fyrir til umræðu og staðfestingar skipulag tjaldsvæða á þjóðhátíð en Eyjafréttir hafa áður fjallað um málið. Meirihluti bæjarstjórnar er hlynntur því að skoða að framtíðar tjaldsvæði fyrir Þjóðhátíð verði á Þórsvelli. Tekið verði upp samtal við ÍBV íþróttafélag um málið og gerð verði tilraun með tjöldun á vellinum […]
Hrært í byggðapottunum

Byggðapottarnir svonefndu, 5,3 prósent allra aflaheimilda, hafa verið umdeildir og margt er óljóst um gagnsemi þeirra. Starfshópur um heildarendurskoðun mun vera langt kominn með vinnu sína. Samtök sunnlennskra sveitarfélaga (SASS) segja „gríðarlega mikilvægt að farið verði í ýtarlega greiningu á árangri á 5,3% veiðiheimildunum, svo hægt sé að átta sig á núverandi stöðu, hverju veiðiheimildirnar […]