Íslenskum hagsmunum fórnað í makrílsamningi

Utanríkisráðherra tilkynnti í dag að hún hefði undirritað samning við Bretland, Noreg og Færeyjar um skiptingu hlutdeildar á milli ríkjanna fjögurra í makríl. Samkomulagið gildir til ársloka 2028. Ekki er um heildstæðan samning strandríkja í makríl að ræða því utan samnings standa Grænland og Evrópusambandið, segir í tilkynningu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar segir jafnframt […]
Ábending frá Herjólfi

Dýpi og aðstæður til dýpkunar hafa verið óhagstæðar undanfarnar vikur og spá fyrir næstu daga er jafnframt óhagstæð. Dýpkun hefst um leið og aðstæður leyfa. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Siglingaáætlun Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]
Hallar verulega á Vestmannaeyjar í samgönguáætlun

Bæjarstjóri og hafnarstjóri Vestmannaeyja fóru nýverið yfir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 og fimm ára aðgerðaáætlun 2026–2030 í bæjarráði og framkvæmda- og hafnarráði. Í þeirri yfirferð kom fram að áætlunin halli verulega á Vestmannaeyjar þegar kemur að uppbyggingu samgönguinnviða. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar, þar sem farið er ítarlega yfir […]
Stuðningsmaður ÍBV með 13 rétta

Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fá þeir í sinn hlut tæpar 1.6 milljónir króna. Annar tipparinn er úr Vestmannaeyjum og styður ÍBV en hinn úr Reykjavík og styður við bakið á Íþróttafélagi Fatlaðra í Reykjavík. Báðir tippararnir tippuðu á að Arsenal myndi vinna Wolves og glöddust yfir tveim […]
Samið um nýja almannavarnavatnslögn til Eyja

Vestmannaeyjabær hefur undirritað samning við fyrirtækið SUBSEA 7 Ltd. um flutning og lagningu almannavarnavatnslagnar NSL-4 milli lands og Vestmannaeyja. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið meðal annars annast flutning lagnarinnar, útlagningu hennar og eftirlit með framkvæmdunum. Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða 12,7 kílómetra langa 8 tommu lögn, sem verður flutt frá […]
Ég man þau jólin…

Í dag eru níu dagar til jóla og því ekki úr vegi að setja í smá jólagír. Halldór B. Halldórsson setti saman skemmtilegt jólamyndband sem sýnir eyjuna okkar á marga vegu, en ávallt með jólaívafi. Kíkjum jólarúnt næstu þrjár mínúturnar, eða svo. (meira…)
Að halda áfram….

Krabbavörn Vestmannaeyja stóð fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell fimmtudaginn 20. nóvember. Ljósagangan er til að sýna samstöðu, samveru, samtakamátt og til að styðja við, heiðra eða minnast einstaklinga sem hafa fengið krabbamein En í fyrra mættu um eitt hundrað manns í frábæru veðri. Ákveðið var að gangan yrði farin í hvaða veðri sem er, […]
Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2025 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls., sama stærð og 2024, sem eru er stærstu og efnismestu Jólablöð Fylkis frá upphafi útgáfu þess fyrir 76 árum. Meðal efnis í blaðinu er hugvekja Kjartans Arnar Sigurbjörnssonar, sóknarprests í […]
Bæði meistaraflokkslið ÍBV í eldlínunni í dag

Það ser sannkallaður handboltasunnudagur framundan hjá ÍBV en bæði meistaraflokkslið félagsins eiga leik í Olísdeildunum í dag. Kvennalið ÍBV leikur fyrr um daginn þegar liðið sækir Selfoss heim í Set höllina í 11. umferð Olísdeildar kvenna. Karlaliðið leikur síðar um daginn á Akureyri þar sem Þór tekur á móti ÍBV í 15. umferð Olísdeildar karla, […]
Myndband: Oddfellow stækkar

Brátt sér fyrir endann á umsvifamiklum framkvæmdum við félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Allt frá í fyrra hafa staðið yfir framkvæmdir á húsnæðinu og meðal annars er verið að byggja við austurgafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í gær og kynnti sér framvindu verksins. Myndband frá heimsókninni má sjá hér að neðan. (meira…)