Flugeldaverð óbreytt hjá Björgunarfélagi Vestmannaeyja

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur ákveðið að hækka ekki verð á flugeldum milli ára. Að sögn Adólfs Þórssonar, umsjónarmanns flugeldasölu hjá félaginu, er ákvörðunin meðvituð og ætluð sem þakklætisvottur til bæjarbúa fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt félaginu í gegnum árin. Aðspurður hvernig flugeldasalan gangi í ár segir Adólf að salan fari jafnan rólega af stað, […]

Magnaðar myndir af dalalæðu yfir Eyjum

default

Þær eru æði sérstakar og magnaðar myndirnar sem Halldór B. Halldórsson, myndasmiður náði af dalalæðunni sem lá yfir Eyjunum í morgun. „Ég náði þessum myndum rétt áður en að allt hvarf í þoku,” segir Halldór í samtali við Eyjafréttir en glugginn var ekki langur sem Halldór hafði. Á vef Wikipedia segir að Dalalæða (eining nefnd […]

Kynntu flugelda með glæsilegri sýningu – myndir

Í gærkvöldi var Björgunarfélag Vestmannaeyja með flugeldakynningu. Á kynningunni var meðal annars sýnt úrval vinsælla flugelda, þar á meðal Tungubrenna, Fjarskipti, Snjóflóð, Björgunarhundar, Eyjatertan og Kaka ársins, auk fleiri vara. Allar flugeldavörur félagsins má skoða og kaupa í vefversluninni á eyjar.flugeldar.is, þar sem einnig er hægt að ganga frá kaupum og sækja flugeldana síðar á […]

Stefna á siglingu í Landeyjahöfn

landeyjah_her_nyr

Herjólfur stefnir á að sigla eina ferð til Landeyjahafnar í kvöld. Samkvæmt tilkynningu félagsins verður brottför frá Vestmannaeyjum kl. 18:00, en um er að ræða breytta brottförartíma frá því sem áður var áætlað kl. 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn verður kl. 19:45. Dýpi var mælt fyrr í dag og samkvæmt niðurstöðum hafa aðstæður ekki versnað frá […]

Skattabreytingar á árinu 2026

Peninga

Um áramót taka gildi ýmsar skattabreytingar sem snerta bæði heimili og fyrirtæki í landinu. Tekið verður upp kílómetragjald á öll ökutæki, samhliða því að olíu- og bensíngjöld verða felld niður. Þá verða gerðar ýmsar verðlagsuppfærslur á gjöldum auk þess sem vörugjöld af ökutækjum breytast talsvert. Í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu er fjallað um helstu […]

Hógværð er í kjarna kristinnar trúar

„Enginn í mannkynssögunni hefur haft jafn mikil áhrif og Jesús og þannig verður það á meðan kristin kirkja er til í heiminum. Aðventuna nýtum við nú til að undirbúa komu hans á sama tíma og við hægjum vonandi á okkur og íhugum merkingu komu hans og litla barnsins í jötunni fyrir líf okkar og trú,“ […]

Jólakveðja

Ég hef alltaf elskað aðventuna, jólin og stemminguna sem umvefur allt á þessum árstíma. Alveg sérstaklega jólaljósin sem færa okkur birtu og yl á dimmasta tíma ársins. Tíma sem við notum oft til að sýna þakklæti. Þessi árstími  minnir okkur á gleði og kærleika en líka á þær áskoranir sem við höfum unnið úr á árinu […]

Charles elskaði Ísland og Íslendinga

John Quist, fyrrverandi samstarfsmaður og einn af tveimur umboðsmönnum dánarbús Rupert Charles Loucks, kom til Íslands í síðustu viku með fimm málverk sem Charles – eins og flestir þekktu hann – arfleiddi Safnahúsinu í Vestmannaeyjum.  „Það var hans eindregna ósk að þessi verk færu aftur heim til Íslands,“ segir John Quist í samtali við Eyjafréttir. „Charles hafði djúpa tengingu […]

Gleðileg jól

Stjórn, starfsfólk og eigendur Eyjasýnar óska lesendum sínum, Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Fréttavakt Eyjafrétta verður venju samkvæmt í gangi um jól og áramót. Ef þú hefur fréttaskot þá er tölvupóstfangið: frettir@eyjafrettir.is. Klukkan 18 verða jólin hringd inn í Landakirkju og jólafögnuðurinn byrjar. Sú nýbreytni verður í ár að streymt verður frá aftansöngnum […]

Hversu miklu eyða Eyjamenn í jólagjafir?

Íbúar í Vestmannaeyjum verja að jafnaði 7,58% af ráðstöfunartekjum heimila í jólagjafir samkvæmt nýrri samantekt frá Nordregio, sem kortleggur jólagjafaeyðslu á Norðurlöndum eftir sveitarfélögum. Meðalráðstöfunartekjur heimila í Vestmannaeyjum eru metnar á 3.391 evru á mánuði, sem jafngildir um 500 þúsund krónum, miðað við gengi evru. Af þeirri upphæð fara að jafnaði um 257 evrur, eða […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.