Myndband: Oddfellow stækkar

Brátt sér fyrir endann á umsvifamiklum framkvæmdum við félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Allt frá í fyrra hafa staðið yfir framkvæmdir á húsnæðinu og meðal annars er verið að byggja við austurgafl hússins. Halldór B. Halldórsson tók stöðuna á framkvæmdunum í gær og kynnti sér framvindu verksins. Myndband frá heimsókninni má sjá hér að neðan. (meira…)

Glæsilegir jólatónleikar í Höllinni – myndir

Jólastemningin var í hávegum höfð í Höllinni í gærkvöldi þegar haldnir voru glæsilegir jólatónleikar fyrir Eyjamenn og gesti. Dagskráin var sett upp sem flakk um tímann þar sem rifjuð voru upp jól fyrir gos í bland við sígild jólalög sem allir þekkja og vilja heyra á aðventunni. Tónleikarnir voru skemmtilegir og fjölbreyttir og skapaðist góð […]

„Göngin eru engin geimvísindi“

Thor Engla 20251121 103431

Hugmyndin um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja hefur oft verið afgreidd sem djörf draumsýn, en fyrir Þór Engilbertsson, stjórnarmann í Ægisdyrum blasir allt önnur mynd við. Að hans sögn hafa frumrannsóknir, jarðfræðigögn og kostnaðarforsendur legið fyrir í rúmlega tvo áratugi og sýnt að jarðgöng séu bæði tæknilega framkvæmanleg og þjóðhagslega hagkvæmt. Reynslan af Landeyjahöfn – stöðugur […]

Stuttir togaratúrar í leiðindaveðri

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE, Bergey VE og Jóhanna Gísladóttir GK lönduðu allir í Neskaupstað í gær að aflokinni stuttri veiðiferð. Vestmannaey og Bergey höfðu verið tvo daga að veiðum og Jóhanna Gísladóttir þrjá. Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá. Þar er rætt við skipstjóranna og þeir spurðir frekari frétta. Egill Guðni Guðnason á Vestmannaey sagði að þeir hefðu […]

Miðflokkurinn íhugar framboð í Eyjum

Miðflokkurinn hefur það til skoðunar að bjóða fram lista í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þetta kemur fram í samtali Eyjafrétta við Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Að sögn Karls Gauta finna forráðamenn flokksins fyrir miklum áhuga víða um land á því að Miðflokkurinn bjóði fram á fleiri stöðum en áður og segir hann […]

Misstu gám í sjóinn suður af landinu

Flutningaskipið Dettifoss missti gám í sjóinn í óveðri undan Suðurlandi snemma í gærmorgun, skömmu eftir að skipið lagði af stað frá Reykjavík áleiðis til Reyðarfjarðar. Gámurinn reyndist vera tómur og var Landhelgisgæslunni gert viðvart strax í kjölfarið. Frá þessu er greint á vef Austurfréttar, þar sem fram kemur að atvikið hafi átt sér stað í […]

Aðventukvöld ÁtVR í Bústaðakirkju – myndir

Aðventukvöld Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík var haldið í Bústaðakirkju í gærkvöldi. Þar komu margir Eyjamenn saman og áttu ánægjulega kvöldstund í aðdraganda jóla. Bræðratungbandið, þau Jónas Þórir píanóleikari, Rúnar Ingi Guðjónsson bassaleikari og formaður Átvr ásamt söngvurunum Guðrúnu Erlingsdóttur og Þorsteini Lýðssyni leiddu viðstadda í almennum söng. Þá flutti séra Þorvaldur Víðisson jólahugvekju og jólaguðspjallið var […]

Inflúensufaraldur á uppleið

Einstaklingar í áhættuhópum eru hvattir til að þiggja bólusetningu gegn inflúensu, einnig þótt þeir hafi þegar veikst af inflúensu í haust eða vetur. Heilbrigðisstofnanir og hjúkrunarheimili eru hvött til að gera eigin ráðstafanir varðandi almennar sóttvarnir til að minnka smitdreifingu innan stofnunar á flensutímanum svo sem varðandi heimsóknir, notkun andlitsgríma og handhreinsun. Inflúensan er fyrr á ferðinni en síðastliðna vetur, […]

Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]

Mesti vindur á Stórhöfða í þrjú ár

Djúp lægð gekk yfir sunnan vert landið í morgun, en Veðurstofan hafði gefið út gular viðvaranir. Veðrið er blessunarlega dottið niður í Eyjum þegar þessi frétt er skrifuð. Í facebook-færslu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings segir að heilt yfir höfum við haft heppnina með okkur að lægðin djúpa hafi ekki komið nær landi en raun ber vitni. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.