Búnir á síldveiðum í bili

Vinnslustöðin lauk um síðustu helgi vinnslu frá síðustu löndunum af norsk-íslenskri síld og hefur þar með formlega lokað þeirri vertíð. „Við kláruðum að vinna restina af NÍ-síldinni um helgina,“ segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu fyrirtækisins. Hann segir að nú séu teknar við kolmunnaveiðar og eru skipin farin til veiða. „Bátarnir eru á kolmunna […]
Hafna öllum ásökunum

Fyrirtækið Kubbur ehf. staðfestir að embætti héraðssaksóknara hafi framkvæmt húsleit hjá fyrirtækinu í gær vegna gruns um brot á samkeppnislögum. Í tilkynningu sem birtist á vef fyrirtækisins í morgun kemur fram að yfirheyrslur hafi jafnframt farið fram yfir stjórnendum Kubbs vegna málsins. „Kubbur ehf. hafnar öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum,“ segir í tilkynningunni. Fyrirtækið […]
Álfsnes lengur í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í og við Landeyjahöfn undanfarnar vikur, verður lengur í slippnum í Hafnarfirði en upphaflega var áætlað. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. Álfsnes fór í slipp á mánudaginn vegna bilunar sem kom upp í skipinu, eins og fram kom í frétt Eyjafrétta í […]
Bæjarráð samþykkir hagræðingu í fræðslumálum

Í kjölfar nýrra kjarasamninga Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti bæjarráð Vestmannaeyja á fundi sínum tillögur um hagræðingu í fræðslumálum. Markmið tillagnanna er að mæta auknum kostnaði samninganna án þess að skerða þjónustu við nemendur. Á 3236. fundi bæjarráðs var skipaður faghópur til að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um mögulegar hagræðingar. […]
Rannsaka ætluð brot fyrirtækja í úrgangsþjónustu

Embætti héraðssaksóknara framkvæmdi í dag húsleitir og aðrar rannsóknaraðgerðir vegna ætlaðra brota tveggja fyrirtækja á markaði fyrir úrgangsþjónustu. Aðgerðirnar eru hluti af rannsókn sem byggir á kæru Samkeppniseftirlitsins og beinast að meintum brotum starfsmanna fyrirtækjanna á samkeppnislögum. Fram hefur komið að fyrirtækin sem um ræði séu Terra og Kubbur. Rannsaka samráð um tilboð og markaðsskiptingu […]
Ársþing SASS: Farsæld barna og byggðaþróun í brennidepli

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) stendur nú yfir í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri í Skaftárhreppi. Um 100 fulltrúar frá öllum 15 sveitarfélögum á Suðurlandi sækja þingið, ásamt alþingismönnum, starfsmönnum samtakanna og öðrum opinberum starfsmönnum. Meginmarkmið þingsins er að móta sameiginlegar tillögur og ályktanir í hagsmunagæslu fyrir landshlutann í heild. Á þinginu í ár er sjónum […]
Ágæt aflabrögð hjá ísfisktogurunum

Ísfisktogararnir í eigu Síldarvinnslusamstæðunnar hafa verið á góðu róli í vikunni og allir skilað góðum afla. Samkvæmt upplýsingum á vef Síldarvinnslunnar hafa skipin landað víða, bæði á Austfjörðum og Suðvesturlandi, og eru skipstjórar almennt ánægðir með aflabrögð. Bergey VE landað tvisvar í vikunni Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergey VE, segir að landað hafi verið tvisvar […]
Hex Hex Dyeworks með litríka pop-up búð í Safnahúsinu

Áhugi á handavinnu breyttist í litríkt ævintýri þegar Ásdís Björk Jónsdóttir og Elfar B. Guðmundsson stofnuðu Hex Hex Dyeworks, sem framleiðir handlitað garn úr völdum efnum. Næsta laugardag opna þau litla pop-up búð í anddyri Safnahússins, þar sem gestir geta kynnt sér garnið og handverkið á bak við það. Hex Hex Dyeworks er lítið fjölskyldufyrirtæki […]
Lífleg skákkennsla hjá Taflfélagi Vestmannaeyja

Skákkennsla fyrir krakka í Grunnskóla Vestmannaeyja er hafin og hefur farið vel af stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Taflfélagi Vestmannaeyja. Kennslan hófst um miðjan september og fer fram á laugardögum frá kl. 10:30–12:00 í húsnæði félagsins að Heiðarvegi 9, á jarðhæð. Á haustönn 2025 hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag þar […]
Gagnrýnir bæinn vegna tafa og framkvæmda — bæjarráð hafnar beiðni um kaup

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur hafnað beiðni Þrastar Johnsen um að sveitarfélagið kaupi eignir við Skólaveg 21B og Sólhlíð 17, verði byggingarleyfi fyrir þær ekki veitt. Málið tengist áralangri deilu um byggingarheimildir og aðgengi að Alþýðuhúsinu, sem Þröstur segir hafa orðið fyrir tjóni vegna framkvæmda. Götur lokaðar og aðgengi torveldað Í erindi Þrastar Johnsen, sem hann sendi […]