Full Landakirkja á tónleikum Ásgeirs Trausta í kvöld

Landakirkja var þéttsetin í kvöld þegar Ásgeir Trausti hélt aðventutónleika í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hans um landið nú í desember. Ásgeir flutti perlur úr sínum vinsælu lagasafni á nærgöngulan og hlýjan hátt, og skapaði einkar notalega stemningu í helgidóminum. Gestir nutu tónlistarinnar af innlifun og var stemningin í kirkjunni að sögn viðstaddra […]
Nýr yfirlæknir sjúkradeildar í Vestmannaeyjum

Magnús Böðvarsson tekur við stöðu yfirlæknis sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum frá og með 1. janúar 2026. Magnús er sérfræðilæknir með sérhæfingu í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands árið 1976 og hélt þaðan til Bandaríkjanna í sérfræðingsnám í almennum lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann hefur starfað sem nýrnalæknir frá árinu 1986, meðal annars […]
Hver er staða hitaveitusjóðsins?

Í framhaldi af greinaskrifum hér á Eyjafréttum sem m.a. vörðuðu stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar höfum við hjá Eyjafréttum ákveðið að taka saman peningalegar eignir bæjarins og rifja upp söluna á um 7% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2006. Bærinn var mjög skuldsettur 2006 Samkvæmt ársreikningi árið 2006 átti bærinn einungis 120 milljónir kr í handbært fé og skuldaði 1.500 milljónir ásamt því að leigja töluvert af […]
Heilsuræktarútboð í vinnslu

Unnið er að gerð nýrra útboðsgagna vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, segir í svari við fyrirspurn Eyjafrétta að búist sé við því að útboðið verði auglýst „öðru hvoru megin við áramótin“. Samkvæmt Jóni er ráðgjafi bæjarins nú að vinna að útboðsgögnum sem þurfa að uppfylla […]
Göfug orkuskipti í orði – öfug orkuskipti í verki

Síðastliðin þrjú ár hefur náttúran leikið aðalhlutverk í raforkumálum á Íslandi. Kaldir og úrkomulitlir vetur ollu skerðingum á raforku frá Landsvirkjun árin 2023 og 2024 og fram í febrúar 2025 en þá skipti náttúran um ham. Vorið og hlýindi komu snemma og innrennsli var með allra mesta móti í miðlunarlón. Þrátt fyrir afar lélegt upphaf […]
Töluvert ráðrúm til bætingar og vaxtar í Vestmannaeyjum

Það er stutt í kosningar og sést það vel á því að menn eru farnir að geysast út á ritvöllinn. Það er ánægjulegt, sér í lagi þegar að kröftugur tónn kemur úr óvæntri átt eins og í tilfelli Jóhanns Inga Óskarssonar. Það er einnig ánægjulegt vegna þess að upplifun mín af samtölum við bæjarbúa um […]
Gul viðvörun fram á kvöld

Veðurstofa Íslands gaf í gær út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til kl. 20.00 í kvöld. Í viðvörunarorðum segir: Norðaustan 15-23 m/s með hviðum upp í 35 m/s undir Eyjafjöllum austur í Mýrdal. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Þá gaf Herjólfur út í morgun […]
Bað pabba sinn um hjálp – hinn dreymdi um stærra heimili

Tveir spilarar voru heppnastir allra í Lottó um síðustu helgi þegar þeir skiptu með sér sjöföldum fyrsta vinningi og hlutu rúmlega 79,3 skattfrjálsar milljónir hvor. Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að annar vinningshafinn sé búsettur á Suðurnesjum, hinn á Norðurlandi og báðir keyptu miðana sína á netinu. „Hvorugt þeirra vissi af vinningnum þegar við […]
Kostnaður við Landeyjahöfn kominn yfir 10 milljarða

Ný eftirfylgniskýrsla Ríkisendurskoðunar um framkvæmda- og rekstrarkostnað Landeyjahafnar staðfestir að tvær af þremur ábendingum stofnunarinnar frá árinu 2022 hafa fengið viðhlítandi viðbrögð frá innviðaráðuneytinu og Vegagerðinni. Á sama tíma blasir við að umfangsmikil og dýr viðhaldsdýpkun muni halda áfram næstu ár, enda hefur heildstæð úttekt á framtíðarskipan hafnarinnar seinkað umtalsvert. Skýrslan, sem gefin var út […]
Minnihlutinn varar við þrengingum – meirihlutinn segir reksturinn traustan

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti nýverið fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri fór yfir uppfærða stöðu á fundi bæjarstjórnar og kom fram í framsögu að rekstur bæjarins verði áfram traustur, auk þess sem rekstrarafgangur hefur hækkað um 100 milljónir króna frá fyrri umræðu. Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir 395 milljóna króna afgangi í A-hluta bæjarsjóðs […]