Eyjarnar landa á Austfjörðum

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa verið að veiðum austur af landinu að undanförnu. Rætt er við skipstjórana á fréttasíðu Síldarvinnslunnar í dag. Fyrst var haft samband við Einar Ólaf Ágústsson á Jóhönnu Gísladóttur GK þegar skipið var að landa á Djúpavogi sl. sunnudag. „Við erum með fullfermi núna og það er mest þorskur og ýsa. Aflann […]
Lítið dýpi í Landeyjahöfn

Eftir siglingu Herjólfs til Landeyjahafnar í morgun er ljóst að dýpi í höfninni er of lítið til að hægt sé að halda uppi siglingum til og frá Landeyjahöfn nema við kjöraðstæður. Á myndinni hér fyrir neðan sést dýpið í höfninni. Herjólfur mun því sigla til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum verður […]
Fjórir seiðaskammtar komnir í ræktun hjá Laxey

Rúmt ár er nú liðið síðan fyrsti skammtur af seiðum var fluttur í áframeldi í Viðlagafjöru og hefur ræktunin aukist jafnt og þétt á þeim tíma. Síðan þá hafa þrír hópar bæst við og eru nú alls fjórir seiðaskammtar í eldi, auk þess sem vinnsla er hafin. Samkvæmt upplýsingum sem Laxey birtir á Facebook-síðu sinni […]
Raforkuverð gæti þrefaldast hjá Herjólfi

HS Veitur hafa tilkynnt Herjólfi ohf. að Landsnet hyggist færa félagið af taxta fyrir ótrygga orku yfir á forgangstaxta, þar sem tveir rafstrengir til Vestmannaeyja eru nú komnir í gagnið. Slík breyting myndi þýða verulega hækkun á raforkuverði fyrir rekstur ferjunnar; úr 4,49 krónum á kWst í 16,13 krónur á kWst. Í fundargerð stjórnar Herjólfs […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Á Suðurlandi tekur viðv-runin gildi í fyrramálið kl. 06:00 og gildir til kl. 12:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-25 m/s og vindhviður staðbundið yfir 35 m/s, hvassast syðst á svæðinu. Varasamt ferðaveður. Suðurland […]
Ein ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi

Herjólfur mun sigla eina ferð til Landeyjahafnar fyrir hádegi í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðir dagsins kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falli niður. Á þessum árstíma er ávallt hætta á færslu […]
ÍBV tekur á móti FH

ÍBV fær FH í heimsókn í kvöld þegar liðin mætast í 14. umferð Olísdeildar karla í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við góðri stemningu í húsinu þar sem bæði lið eru í hörkubaráttu um mikilvæg stig fyrir jólafrí deildarinnar. Um er að ræða fyrsta leik kvöldsins í umferðinni, en þétt dagskrá […]
Full Landakirkja á tónleikum Ásgeirs Trausta í kvöld

Landakirkja var þéttsetin í kvöld þegar Ásgeir Trausti hélt aðventutónleika í kirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferð hans um landið nú í desember. Ásgeir flutti perlur úr sínum vinsælu lagasafni á nærgöngulan og hlýjan hátt, og skapaði einkar notalega stemningu í helgidóminum. Gestir nutu tónlistarinnar af innlifun og var stemningin í kirkjunni að sögn viðstaddra […]
Nýr yfirlæknir sjúkradeildar í Vestmannaeyjum

Magnús Böðvarsson tekur við stöðu yfirlæknis sjúkradeildar Sjúkrahússins í Vestmannaeyjum frá og með 1. janúar 2026. Magnús er sérfræðilæknir með sérhæfingu í lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands árið 1976 og hélt þaðan til Bandaríkjanna í sérfræðingsnám í almennum lyflækningum og nýrnasjúkdómum. Hann hefur starfað sem nýrnalæknir frá árinu 1986, meðal annars […]
Hver er staða hitaveitusjóðsins?

Í framhaldi af greinaskrifum hér á Eyjafréttum sem m.a. vörðuðu stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar höfum við hjá Eyjafréttum ákveðið að taka saman peningalegar eignir bæjarins og rifja upp söluna á um 7% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2006. Bærinn var mjög skuldsettur 2006 Samkvæmt ársreikningi árið 2006 átti bærinn einungis 120 milljónir kr í handbært fé og skuldaði 1.500 milljónir ásamt því að leigja töluvert af […]