Biðlistar í leikskólum: Stefnt að frekari fjölgun leikskólarýma

Biðlistar hafa myndast á leikskólum Vestmannaeyjabæjar og að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, er unnið markvisst að því að mæta eftirspurn. Inntaka leikskólabarna fer fyrst og fremst fram á haustin, og aftur í upphafi árs, og tókst bænum í september að taka inn öll börn sem voru orðin 12 mánaða þá, í samræmi […]
Önnur gul viðvörun og Herjólfur til Þorlákshafnar

Veðurstofan hefur gefið út aðra gula við vörun fyrir Suðurland. Einng er gul viðvörun á Suðaustulandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 15:00 og gildir hún til morguns, 1. des. kl. 05:00. Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-23 m/s, með vindhviður að 35-40 m/s við fjöll, hvassast undir Eyjafjöllum. Varasamt ökutækjum, sem taka á […]
Gul viðvörun og ábending frá Herjólfi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og á Faxaflóa. Í viðvörunarorðum fyrir Suðurland segir: Búast má við talsverðri sjókomu og takmörkuðu skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum. Staðbundar samgöngutruflanir líklegar. Viðvörunin fyrir Suðurland tók gildi í dag, 29 nóv. kl. 12:00 og gildir hún til morguns, 30 nóv. […]
Flogið fimm sinnum í viku til Eyja

Norlandair undirbýr nú að hefja áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja í byrjun næsta mánaðar. Flugið mun stytta ferðatímann verulega og bæta samgöngur til og frá Eyjum, að sögn Rúnu Bjarkar Magnúsdóttur, starfsmanns Norlandair. „Flug er mjög skilvirkur og fljótlegur samgöngumáti. Þessi flugleið styttir ferðatímann milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur umtalsvert,“ segir hún og bætir við að […]
Ljósin tendruð á jólatrénu á Stakkagerðistúni

Ljósin á jólatrénu á Stakkagerðistúni voru tendruð í gær við hátíðlega athöfn þar sem fjölmennt var og jólastemningin í fyrirrúmi. Dagskráin hófst á tónflutningi Lúðrasveitar Vestmannaeyja sem lék nokkur vel valin lög. Helga Jóhanna Harðardóttir, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpaði gesti og síðan tóku Litlu lærisveinar, undir stjórn Kitty Kovács, við og sungu jólalög. Þá flutti Viðar […]
Fundu enga myglu í Hamarsskóla

Vestmannaeyjabæ barst tilkynning frá skólastjóra Hamarsskóla rétt fyrir vetrarleyfi grunnskólans vegna grunsemda um mögulega myglu í skólanum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjafrétta höfðu þá komið fram áhyggjur af loftgæðum í ákveðnum rýmum og einn kennari farið í veikindaleyfi. Bæjarfélagið brást tafarlaust við tilkynningunni. Kallaðir voru til sérfræðingar til að framkvæma mælingar og meta hvort um myglu […]
Andlát: Stefán Runólfsson

Stefán Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 10. september 1933 og lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 27. nóvember sl.. Stefán hóf ungur að vinna við fiskvinnslu og 16 ára, hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri og var yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu á árunum 1953–1962. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur 1962–1963 og yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. […]
Næstu ferðir til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir enn fremur að brottför frá Vestmannaeyjum verði kl. 14:30, 17:00, 19:30 og 22:00, og frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 18:15, 20:45 og 23:15. Á morgun, laugardag, er stefnt á að sigla einnig til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun og þar til annað […]
Spurningum svarað um efnishleðslu í Goðahrauni

Talsverð óánægja hefur komið upp meðal íbúa í vesturbæ Vestmannaeyja vegna umfangsmikillar upphleðslu jarðefna á gamla þvottaplaninu í Goðahrauni. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af sjónmengun og áhrifum efnisins á nánasta umhverfi. Í kjölfar umfjöllunar á Eyjafréttum var Vestmannaeyjabæ send fyrirspurn um málið, þar sem meðal annars var spurt hver hefði veitt leyfi fyrir […]
„Sóknargjöld skipta Landakirkju gífurlegu máli“

Sóknargjöld hafa lengi verið til umræðu í samfélaginu, bæði hvað varðar upphæð, réttlæti og áhrif á starf kirkjunnar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við sr. Viðar Stefánsson, prest í Landakirkju um hvernig kerfið virkar, hversu mikið það skiptir söfnuðinn og hvað Eyjamenn ættu að hafa í huga áður en skráning í trúfélag er uppfærð þann 1. desember. […]