Rekstrarafkoman umfram áætlun

Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum fyrir drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt uppgjörinu er rekstrarstaða A- og B-hluta betri en áætlun gerði ráð fyrir, þó að vísbendingar séu um aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Samstæðan í heild sinni sýnir jákvæða þróun, þar sem heildartekjur eru 6,8% yfir fjárhagsáætlun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarrekstrarkostnaður […]
Niðurstöður tilrauna lofa góðu

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu, segir í frétt á vef Matís. Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til […]
Hafa landað í sjö höfnum í síðustu átta túrum

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu á Djúpavogi á sunnudaginn. Skipin voru kölluð inn til löndunar vegna þess að það vantaði fisk til vinnslu í vinnslustöðvar Vísis í Grindavík. Vestmannaey var með um 60 tonn og Bergey með 44 tonn en aflinn fékkst á Breiðamerkurdúpi, Lónsbugtinni og í Sláturhúsinu. Drjúgur hluti aflans var ufsi. […]
Vel sótt minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa

Gærdagurinn var tileinkaður minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar stóðu fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Markmið minningarstundarinnar var að hvetja fólk til að staldra við og íhuga ábyrgð hvers og eins í umferðinni, en ekki síður að sýna þakklæti gagnvart þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og […]
Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]
Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]
Samgöngumál til umfjöllunar í bæjarráði

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði á fundi sínum í liðinni viku um stöðu samgöngumála, þar á meðal rekstur Herjólfs, flugáætlun og dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Áætlunarflug hefst um mánaðarmótin Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2026. Gert er ráð fyrir tæplega 22 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári. Á fundinum kom […]
Litríkur ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna

Í gær var frumsýndur í leikhúsinu ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan, byggður á ástsælli barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar frá 1986. Bókin naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hefur síðan lifað góðu lífi í huga margra. Leikfélag Vestmannaeyja setti verkið síðast upp fyrir um tuttugu árum og því var sannarlega tímabært að rifja upp þetta skemmtilega ævintýri á ný. […]
Fagmannakvöld Miðstöðvarinnar vel heppnað

Í gærkvöldi komu iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum saman í Miðstöðinni þar sem haldið var svokallað Fagmannakvöld. Boðið var upp á léttar veitingar og góða stemningu. Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hefur starfað í meira en 80 ár og hefur á þeim tíma byggt upp sterk og traust viðskiptasambönd við fjölda fyrirtækja, meðal annars Álfaborg, […]
Mæta botnliðinu á útivelli

Í dag lýkur 9. umferð Olísdeildar kvenna með tveimur leikjum. Í Garðabæ mætir Stjarnan liði ÍBV í Heklu Höllinni, þar sem heimastúlkur eru enn án sigurs og hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu átta leikjum sínum. Eyjaliðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir jafnmarga leiki og ætla sér að halda í […]