Gáfu bæjarbúum jólasíld

Ísfélagið í Vestmannaeyjum hélt í dag í góða jólahefð sína og afhenti bæjarbúum jólasíldina. Fjölmargir mættu í portið á Strandveginum, þar sem starfsfólk Ísfélagsins tók hlýlega á móti Eyjamönnum og afhenti þeim þessa vinsælu jólagjöf. Hildur Zoega og hennar fólk hafa unnið af miklum metnaði og töfrað fram síld sem margir telja þá bestu sem […]
Endilega ræðum málin!

Það er mikilsvert að bæjarbúar – ekki síst unga fólkið – láti sér annt um bæinn sinn og veki máls á því sem þeim þykir að betur mætti fara. Mér þótti það því sérstakt gleðiefni að sjá ungan og duglegan mann sem ég kannast ágætlega við, Jóhann Inga Óskarsson, kveða sér hljóðs í bæjarmiðlunum – […]
Vilja reka Herjólf áfram

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að óska eftir framlengingu á samningi sveitarfélagsins og ríkisins um rekstur Herjólfs. Núgildandi samningur rennur út 31. desember 2026, en heimilt er að framlengja hann um tvö ár, til ársloka 2028. Sveitarfélagið þarf að senda tilkynningu til ríkisins í janúar 2026, óski það eftir að nýta sér framlengingarákvæði samningsins. Bæjarráð samþykkti […]
Nýjar reglur í kirkjugarðinum um minningarmörk

Sóknarnefnd Vestmannaeyjaprestakalls hefur samþykkt nýjar reglur um minningarmörk, uppsetningu þeirra, umhirðu og viðhald grafarsvæða, eins og fram kemur í frétt á vefsíðu Landakirkju. Reglurnar voru samþykktar á fundi nefndarinnar 24. nóvember sl. og eru settar í kjölfar þess að nýr duftkersgarður hefur verið tekinn í notkun í suðausturhluta garðsins. Í fréttinni segir að reglurnar séu […]
Úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur unnið úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga. Úttektin er unnin af íþróttateymi ráðuneytisins út frá gögnum úr umsóknarkerfi Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Úttektin byggir á gögnum áranna 2018–2024, en árið 2018 var farið að halda sérstaklega utan um kynskráningu. Á því tímabili voru 16.125 umsóknir sem uppfylltu úthlutunarreglur […]
Gleðileg gjöf til Félags eldri borgara

Í gærkvöldi afhenti Sigurjón Óskarsson Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum (FebV) nýtt leiktæki sem hann lét sérstaklega smíða fyrir félagið. Sigurjón bað svokallaða karla í skúrum, sem koma saman reglulega og fást við ýmis smíðaverk, um að taka að sér verkefnið. Tóku þeir vel í beiðnina og smíðuðu traust og glæsilegt leiktæki sem nú mun […]
Minning: Stefán Runólfsson

Mikill höfðingi er fallinn í valinn! Stebba Run þekktu þúsundir sem komu á vertíðar til Eyja. Hann varð verkstjóri hjá Einari ríka 16 ára að aldri og tók þátt í byltingunni þegar frystingin ruddi sér rúms og þeirri nýsköpun sem fleytti íslenskum sjávarútvegi og framleiðni hans í fremstu röð í heiminum. Það var þess vegna […]
Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð […]
ÍBV mætir Stjörnunni í dag

ÍBV leikur í dag gegn Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla þegar liðin mætast í Heklu Höllinni klukkan 17:00. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru í baráttu um dýrmæt stig. Leikurinn er sá fyrri af tveimur sem fara fram í deildinni í dag, en síðar í kvöld mætast FH og […]
Framkvæmdarúntur um Eyjar

Nokkur fjölbýlishús eru nú í byggingu í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson kíkti við í dag annars vegar á Tangagötuna og hins vegar í Áshamar þar sem nú er unnið að byggingu fjölbýlishúsa. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)