Þrettándinn í dag

Í dag 6. janúar er þrettándinn en nafn dagsins er stytting úr þrettándi dagur jóla og almennt kallaður síðasti dagur jóla. Þrettándagleði ÍBV verður hins vegar haldin næstkomandi föstudag og þá kveðja Eyjamenn formlega jólin. Halldór B. Halldórsson setti drónann á loft í blíðunni í dag og myndaði Vestmannaeyjar. Myndbandið má sjá hér að neðan. […]
Undirbúa frumvarp um áframhaldandi ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán

Unnið er að lagafrumvarpi sem tryggir almenningi áframhaldandi heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán í samanlagt tíu ár. Þetta er í samræmi við áform sem kynnt voru í fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar í október sl. Í kynningunni kom fram að stefnt væri að því að gera heimildina varanlega og fyrirsjáanlega, en undanfarin ár hefur hún verið […]
Grímuball Eyverja – verðlaun, gleði og glaðningur

Hið árlega grímuball Eyverja verður haldið með hefðbundnum hætti á þrettándanum, 9. janúar, í Höllinni kl. 14. Miðaverð er 500 krónur. Jólasveinar mæta á svæðið og gleðja börnin með glaðningi. Veitt verða verðlaun fyrir flotta búninga og líflega framkomu, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Stefnt að fullri áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum

Herjólfur stefnir á að sigla fulla áætlun til Landeyjahafnar frá og með morgundeginum, að því er segir í tilkynningu frá skipafélaginu. Samkvæmt tilkynningunni verður siglt samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjar: 07:00 – 09:30 – 12:00 – 14:30 – 17:00 – 19:30 – 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn: 08:15 – 10:45 – 13:15 – 15:45 – […]
Unnið að uppfærslum á vefsíðu Eyjafrétta

Á næstu dögum verður unnið að uppfærslum á vefsíðu Eyjafrétta. Það er mögulegt að einhverjir smávægilegir hnökrar komi upp á meðan. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum og þökkum sýnda þolinmæði. (meira…)
Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]
Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]
Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru […]
„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]
Gengur ágætlega að dýpka

Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega. Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: […]