Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku eftir að ljóst varð að fréttavefurinn Vísir hygðist fjalla um mál hans þar sem hann viðurkennir tilraun til vændiskaupa. Guðbrandur greinir sjálfur frá ákvörðun sinni í samtali við Vísi og segir hana tekna í ljósi alvarleika málsins og ábyrgðar sinnar sem kjörinn fulltrúi. Samkvæmt umfjöllun Vísis […]
Mikill áhugi á Eyjagöngum

Opinn kynningarfundur Eyjaganga ehf. var haldinn í Höllinni í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Þar kynnti stjórn félagsins stöðu verkefnisins, fyrirhugaðar jarðrannsóknir og næstu skref. Fundinum lauk með fyrirspurnum úr sal og var ljóst af umræðunum að mikill áhugi er meðal Eyjamanna á verkefninu. Staða verkefnisins og tímalína kynnt Stjórn Eyjaganga ehf. fór yfir […]
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV

Næstkomandi laugardag, 17. janúar, ætla meistaraflokkar ÍBV í handbolta að bjóða upp á saltfisksölu á Skipasandi. Í boði verða nætursöltuð þorskflök með roði á frábæru verði, 3.000 krónur á kílóið, og rennur allur ágóði í stuðning við starf og keppni meistaraflokkanna. Fram kemur í tilkynningu að sölutíminn verði frá kl. 14:00 til 15:30 og er […]
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar

Spretthópur um Kveikjum neistann skilaði tillögum sínum til mennta- og barnamálaráðuneytisins. Spretthópnum var ætlað að meta stöðu þróunar- og rannsóknarverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri og koma með tillögur að möguleikum í þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Mikil ánægja foreldra og skóla […]
Hvattning til Eyjamanna

Í kvöld kl. 20 verður haldinn kynningarfundur um væntanleg jarðgöng milli lands og Eyja. Ég hef átt því láni að fagna að geta fylgst með kraftaverka-mönnunum og frumkvöðlunum sem að verkefninu Eyjagöng standa úr stúkusæti, einstaklingar sem hafa lagt á sig ómælda sjálfboðavinnu í þágu samfélagsins okkar og velferð þess. Fundarhöld með stjórnendum stórra fyrirtækja, sveitastjórnum, […]
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Vestmannaeyjabær hefur gert samstarfssamning við LifeLine Health um heilsufarsskoðanir og heilsueflingu fyrir starfsfólk bæjarins. Verkefnið fer af stað í næsta mánuði og er markmiðið að styðja við heilbrigði, vellíðan og forvarnir með faglegri og einstaklingsmiðaðri nálgun. Verkefnið er í takt við mannauðsstefnu Vestmannaeyjabæjar þar sem lögð er rík áhersla á heilsueflingu, vellíðan og öryggi starfsmanna. […]
Handhafar Fréttapýramída 1992-95

Við höldum áfram að rifja upp hverjir hafa hlotið Fréttapýramídana í gegnum árin og það merkilega starf sem þar er heiðrað. Þótt miðað sé við tiltekið ár við val á handhöfum Fréttapýramída er jafnan litið til lengri tíma, enda eiga flestir verðlaunahafar að baki margra ára giftudríkt starf í Vestmannaeyjum. Sameiginlegt er að störf þeirra […]
ÍBV sækir ÍR heim

Leikir halda áfram í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld en þá fara fram tveir leikir í 13. umferð deildarinnar. ÍBV sækir ÍR heim í Skógarsel og hefst leikurinn klukkan 18:00. ÍBV situr í 2. sæti deildarinnar með 20 stig eftir 12 leiki og er jafnstigum toppliði Vals, en með lakari markatölu. Liðið hefur unnið […]
Siglt til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir eina ferð til Þorlákshafnar í dag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07.00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10.45. Gefin verður út tilkynning um kl. 15.00 varðandi siglingar seinni hluta dagsins. Ef gera þarf breytingar á áætlun verður það tilkynnt um leið og upplýsingar liggja fyrir. Á þessum árstíma er alltaf hætta á tilfærslu milli hafna […]
Nýkjörin stjórn Eyjalistans tekur til starfa

Það eru spennandi tímar framundan hjá Eyjalistanum. Á aðalfundi listans, sem haldinn var 7. janúar sl., voru stjórnarskipti og ný stjórn kjörin til starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá nýkjörinni stjórn. Ný stjórn Eyjalistans er þannig skipuð: Arna Huld Sigurðardóttir, formaður, Anton Örn Björnsson, varaformaður, Ingveldur Theodórsdóttir, gjaldkeri, Hildur Rún Róbertsdóttir, ritari og Sigurður […]