Fastur liður fyrir aðventu

Nú er sá tími kominn þar sem byrjað er að undirbúa jólaljósin í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Skapa þau líkt og áður fallega og friðsæla aðventu- og jólastemningu í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan ræðir Halldór B. Halldórsson stuttlega við þá félaga sem sjá um að tengja ljósin ár hvert. Að þessu sinni markar atburðurinn tímamót […]
100 milljarða framkvæmd

Laxey hlaut þessa viðurkenningu á hátíðarkvöldi Þjóðmála í vikunni og kemst í hóp ekki minni aðila en Amoraq (AMTQ) sem fékk viðurkenninguna í fyrra og Oculis (OCS) sem fékk viðurkenninguna árið á undan en þessi fyrirtæki eru í dag talin í hópi mestu vaxtafélaga í íslensku kauphöllinni. Uppbyggingin hjá Laxey er einnig sennilega ein mesta […]
Fræðsluráð leggur til útboð á skólamáltíðum

Fræðsluráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um að fara í formlegt útboð á skólamáltíðaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Sami aðili hefur séð um heitar skólamáltíðir í Eyjum frá árinu 2008, en talið er að forsendur hafi breyst og tímabært að endurmeta fyrirkomulagið. Á fundi fræðsluráðs fór framkvæmdastjórinn yfir stöðu mála. Kom […]
Samferða í nær hálfa öld

Auðbjörg Sigurþórsdóttir og Ragnheiður Hanna Sigurkarlsdóttir hafa unnið saman í fiski frá árinu 1980 og eru meðal þeirra sem nú kveðja Leo Seafood. Á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar hefur verið birt ítarlegt viðtal við þær þar sem þær líta um öxl, rifja upp vertíðir og vináttu og segja frá tilfinningunum þegar kveðjustundin rennur upp. Viðtalið má lesa […]
Lóðum við Miðgerði og Helgafellsbraut úthlutað

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur úthlutað lóðum við Helgafellsbraut 22–26 og Miðgerði 1–11 að loknum útdrætti úr hópi umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út 13. nóvember síðastliðinn og bárust nokkrar umsóknir um hverja lóð. Samkvæmt vinnureglum Vestmannaeyjabæjar um úthlutun byggingarlóða hafa einstaklingar forgang að einbýlis-, par- og tvíbýlislóðum. Fyrirtæki falla því út úr útdrætti fyrir þær lóðir […]
ÍBV mætir Val í dag

Í dag lýkur 11. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV mætir Val í N1 höllinni. Stjarnan sigraði Fram 33:24 í Úlfarsárdal í deildinni í gærkvöldi. Með þeim úrslitum er staðan í deildinni orðin mjög jöfn á milli liða í miðjum hluta töflunnar. Nú stendur aðeins einn leikur eftir í 11. umferð – stórleikur Vals og ÍBV […]
Sesar semur við ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Sesar Örn Harðarson hefur gengið til liðs við ÍBV frá nágrönnum okkar á Selfossi. Hann er 19 ára sóknarmaður sem kemur til með að auka breidd liðsins fram á við á komandi leiktíð. Fram kemur í tilkynningu á vef félagsins að Sesar geri tveggja ára samning við knattspyrnudeildina. Hann lék í 13 leikjum Selfoss […]
Rafmagnslaust í Eyjum – uppfært

Rafmagnslaust er í Vestmannaeyjum þessa stundina. Í stuttri tilkynningu frá stjórnstöð Landsnets segir að verið sé að vinna í því að koma rafmagni aftur á bæinn. Beðið er frekari upplýsinga frá Landsneti og verður þessi frétt uppfærð um leið og þær berast. Uppfært kl. 16.50: Tengivirkið í Vestmannaeyjum er komið aftur í rekstur, segir í […]
Jólasveinaklúbbur og Birgitta Haukdal á Bókasafninu

Frá og með morgundeginum og fram að jólum verður sannkölluð jólastemning á Bókasafni Vestmannaeyja. Börnum gefst tækifæri til að taka þátt í skemmtilegum Jólasveinaklúbbi þar sem lestur og leikur fara saman. Að auki er barnabókahöfundurinn Birgitta Haukdal, væntanleg í heimsókn á safnið til að lesa, syngja og skapa notalega stund með krökkunum. Hér fyrir neðan […]
Breytingin liður í því að bæta þjónustu við íbúa

Breytingar eru framundan hjá World Class í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Frá og með mánudeginum næstkomandi verður opnað klukkan 06:15 á morgnana og jafnframt hefjast framkvæmdir við verulega stækkun á núverandi æfingasal. Frá og með mánudeginum 24. nóvember mun World Class opna kl. 06:15. Breytingin er liður í því að bæta þjónustu við íbúa og koma enn […]