Fylgi flokkanna í Eyjum

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 16. maí. Eyjafréttir fengu Maskínu til að gera skoðanakönnun í nóvember 2024. Þar var Fyrir Heimaey með mesta fylgið meðal þeirra sem tóku afstöðu, eða 40,7%, og Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 40% fylgi. Eyjalistinn var með 18,7% fylgi. Óákveðnir voru hins vegar 30%. Meirihlutinn fallinn samkvæmt nýrri könnun Eyjafréttir hefur undir höndum skoðanakönnun […]
Komu inn vegna veðurs

Togarar Síldarvinnslusamstæðunnar hafa landað í sínum heimahöfnum síðustu dagana. Jóhanna Gísladóttir GK landaði í Grindavík á laugardag, Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu í Vestmannaeyjum í gær og Gullver NS er að landa á Seyðisfirði í dag. Á fréttasíðu fyrirtækisins er farið yfir veiðiferðir skipanna. Einar Ólafur Ágústsson, skipstjóri á Jóhönnu Gísladóttir, lét vel af […]
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi

Árlegur tekjumunur á skerðanlegum flutningi og forgangsflutningi raforku nemur um 140 milljónum króna eftir að tveir nýir sæstrengir voru lagðir til Vestmannaeyja, en með þeim varð raforkuöryggi í Eyjum með því besta sem gerist á landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsnet vegna umræðu um aukinn raforkukostnað fyrirtækja á borð við Vinnslustöðina og Herjólf. […]
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“

Foreign Monkeys hafa gefið út þriðju breiðskífu sína, III, sem er nú aðgengileg á Spotify og öðrum streymisveitum, auk þess að koma út á vínyl og geisladisk. Platan er afrakstur sex ára vinnu og markar stórt skref í áframhaldandi þróun sveitarinnar. III er þétt og kraftmikil með þétt riff og sterka húkka. Hljóðritun fór fram […]
Úttekt á fasteignagjöldum ársins

Fasteignaskattprósenta lækkaði hjá meirihluta sveitarfélaga milli áranna 2025 og 2026. Hjá rúmlega þriðjungi sveitarfélaga er fasteignaskattasprósenta óbreytt milli ára en ekkert sveitarfélag hækkar. Þrátt fyrir það hækka fasteignagjöldin í langflestum tilvikum í krónum talið vegna hærra fasteignamats. Hækkanirnar eru í mörgum tilfellum umfram hækkun verðlags. Þegar hækkanir fasteignagjalda eru skoðaðar frá árinu 2023 má finna dæmi um […]
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin

Félagið Eyjagöng ehf., sem undirbýr gerð jarðganga á milli lands og Eyja, hefur tryggt sér stóran hluta af 200 milljóna króna fjármögnunarmarkmiði sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að ólíkt mörgum öðrum þróunarverkefnum, er hér ekki einungis um loforð að ræða, því lykilfjárfestar hafa þegar gengið frá greiðslu á hlutafé […]
Loðnu að finna á stóru svæði

Loðnumæling Hafrannsóknastofnunar sem staðið hefur yfir frá í upphafi síðustu viku er nú langt komin. Í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun segir að einungis eigi eftir að fara yfir takmarkað svæði út af Vestfjörðum sem rannsóknaskipin Árni Friðriksson og Þórunn Þórðardóttir eru að sinna, en mælingum veiðiskipanna Heimaeyjar, Polar Ammassak og Barða er lokið fyrir austan land […]
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að efna til íbúakosningar um mögulega uppbyggingu á þróunarsvæðinu M2 í miðbæ Vestmannaeyja, sem fór undir hraun í gosinu árið 1973. Kosningin verður ráðgefandi og fer fram samhliða sveitarstjórnarkosningum laugardaginn 16. maí 2026. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarstjórnar eftir að því var vísað þangað frá bæjarráði. Lagagrundvöllur og […]
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut á dögunum Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag til menntamála í Vestmannaeyjum. Menntun er ein mikilvægasta fjárfesting sem samfélag getur lagt í. Hún snýst ekki aðeins um námskrár og próf, heldur um að byggja upp hæfni, sjálfstraust og framtíð – bæði einstaklinga og samfélagsins alls. Á síðasta ári hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin 2025 […]
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt að skipa samninganefnd til að fara yfir samning um rekstur Herjólfs við Vegagerðina. Málið kom til umræðu í bæjarstjórn í kjölfar fundar bæjarráðs með Vegagerðinni vegna óskar sveitarfélagsins um framlengingu á gildandi samningi. Samkvæmt 9. grein samningsins óskaði Vestmannaeyjabær eftir framlengingu hans. Vegagerðin taldi sig hins vegar ekki geta orðið við […]