Vestmannaeyjabær úthlutar samfélagsstyrkjum

Í dag undirrituðu Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta árið 2026. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Fræðslu- og símenntunarmiðstöð vegna uppsetningar á leiksýningu fyrir fatlað fólk, […]
„Tími til að standa við loforðin“

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt samhljóða að bærinn taki þátt í verkefni sem snýr að því að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Eyja. Óskað hefur verið eftir aðkomu bæjarins að félagi sem standa á fyrir fjármögnun og framkvæmd jarðlagsrannsókna vegna mögulegra Eyjaganga, og hafa forsvarsmenn félagsins kynnt áform félagsins fyrir bæjarstjórn. Stofnframlag Vestmannaeyjabæjar verður allt […]
Sæta lagi á milli lægða

Bræla hefur haft veruleg áhrif á veiðar togaranna í Síldarvinnslusamstæðunni að undanförnu, að því er segir í frétt á heimsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að Vestmannaeyjatogararnir, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafi landað slöttum í Neskaupstað sl. fimmtudag og aftur á mánudag. Aflinn var blandaður, mest ýsa og þorskur í fyrri túrnum en að […]
Tvær ferðir til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir tvær ferðir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:00 og 20:15. Varðandi siglingar morgundagsins verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er ávallt hætta á að færa þurfi milli hafna og því er ekki æskilegt […]
Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi

Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi Miðflokksins eykst verulega í Suðurkjördæmi og er hann nú orðinn stærsti flokkur kjördæmisins með 30,8% fylgi. Samfylkingin mælist nú með 25,5% fylgi, og er þar með næststærsti flokkur kjördæmisins, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 20,9%. Flokkur fólksins tapar áfram fylgi í Suðurkjördæmi Samkvæmt nýjustu könnuninni, […]
Allir velkomnir á aðventukvöld Aglow

Aðventan er hafin og gott að stilla hugann og gefa sér tíma til að íhuga innihald hennar. Aðventukvöld verður í kvöld þar sem við beinum sjónum okkar að jólaboðskapnum. Í kvöld 3. desember hittumst við í safnaðarheimili Landakirkju kl. 19.30. Veglegar veitingar verða í boði og um kl. 20.00 mun Einar Igarashi nemandi Kittyar leika […]
Jólasveinarnir með glænýja sýningu!

Hann var ansi sérstakur viðmælandinn sem blaðamaður Eyjafrétta rakst á í vikunni, það var enginn annar en hinn uppátækjasami Hurðaskellir. Hann vildi endilega fræða blaðamann um nýja sýningu á Háaloftinu. “Ég er ótrúlega spenntur. Það er mjög gaman að fá að frumsýna þetta ævintýri hér í Eyjum. Ég meina, það er svo gott að komast […]
Orðið töluvert grunnt í Landeyjahöfn

Dýpið í og við Landeyjahöfn var mælt fyrr í dag og eins og myndin hér fyrir neðan sýnir er orðið töluvert grunnt í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að aðstæður í fyrramálið til siglinga til/frá Landeyjahöfn séu ekki hagstæðar vegna aðstæðna í höfninni. Því siglir Herjólfur fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá […]
Hversu lengi eigum við að bíða?

Í bráðum átta ár hafa samgöngur til Vestmannaeyja í besta falli staðið í stað. Oftast hafa þær þó færst til verri vegar. Flugsamgöngur eru orðnar svo rýrar að varla er hægt að tala um þær lengur. Dýpkun er óviðunandi. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á Landeyjahöfn. Það virðist ekkert í gangi. Tíminn er dýrmætur […]
Siglt í Landeyjahöfn á ný – uppfært

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 15:45. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að gefin verði út önnur tilkynning um framhaldið þegar niðurstöður dýptarmælinga í Landeyjahöfn liggja fyrir eftir kl. 14:00 í dag. Uppfært kl. 14.45. Herjólfur siglir […]