ÍBV fær KA/Þór í heimsókn

Það verður spenna á parketinu í Olís deild kvenna í dag þegar ÍBV tekur á móti KA/Þór í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Leikurinn hefst klukkan 15:00. Bæði lið hafa sýnt góða takta í upphafi móts og ljóst að mikilvægt er fyrir þau að næla í stig á þessum tímapunkti, enda hart barist á toppi deildarinnar. ÍBV hefur […]
Bókakynningu Óla Gränz frestað til sunnudags

Bókakynningu Óla Gränz, sem fara átti fram í Eldheimum um helgina, hefur verið frestað til sunnudagsins 9. nóvember kl. 17:00. Á kynningunni mun Óli segja frá nýrri bók sinni Óli Gränz, þar sem raktar eru endurminningar hans úr fjölbreyttu og viðburðarríku lífi. Bókin er skráð af Guðna Einarssyni og gefin út af Bókaútgáfunni Hólum. Óli, […]
Bergey og Vestmannaey lönduðu í Grindavík

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir í Grindavík í morgun að afloknum stuttum veiðiferðum. Vinnslustöðvar Vísis þurftu á hráefni að halda og þá komu togararnir færandi hendi. Rætt er við þá Jón Valgeirsson skipstjóra á Bergey og Egil Guðna Guðnason skipstjóra á Vestmannaey á vef Síldarvinnslunnar. Jón sagði að farið hefði verið út […]
Klæðning Eldheima þolir illa veðráttuna

Klæðning Eldheima er á köflum verulega illa farin og hafa nú verið hafnar aðgerðir til að fjarlægja þá hluta sem verst standa. Frá þessu er greint á vef Vestmannaeyjabæjar. Bent á áskoranir strax í upphafi Byggingu Eldheima lauk árið 2014 og var húsið lokaverkefni arkitektsins Margrétar Kristínar Gunnarsdóttur í arkitektanámi hennar í Árósum. Ytra byrði […]
Á snurvoð, færum og síld

Óli Gränz er heiti endurminninga Carls Ólafs Gränz, iðnmeistara og gleðigjafa, frá Vestmannaeyjum. Hann fæddist í Eyjum 16. janúar 1941 og var áberandi í bæjarlífinu. Óli segir frá æsku sinni og uppvexti, þátttöku í atvinnulífi og pólitík, einkamálum, prakkarastrikum og því þegar hann og Hjálmar Guðnason sáu upphaf Heimaeyjargossins. Bókin er 315 bls. og prýdd […]
Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni

Hvers vegna er ríkisstjórnarflokkunum að því er virðist alveg sama um íbúa landsbyggðarinnar? Líklega er svarið það að þessir flokkar meta stöðuna þannig að fylgi þeirra í höfuðborginni sé mikilvægara en annað fylgi, enda er stefna þeirra að fjölga þingmönnum á suðvesturhorninu á kostnað landsbyggðarinnar. Ef horft er yfir það sem ríkisstjórnin hefur gert og […]
Mikil viðurkenning fyrir Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki framúrskarandi iðn- eða verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 4. nóvember. Verðlaunin eru veitt árlega til að heiðra framúrskarandi starf í íslensku menntakerfi. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Að auki er veitt […]
Okkar verk að skapa nýja möguleika og tækifæri

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur vakið athygli vítt um land fyrir áhugaverð verkefni sem það hefur komið í framkvæmd. Má þar m.a. nefna yfirgripsmiklar rannsóknir og veiðar á rauðátu og möguleikum á vinnslu hennar. Veiðar á bolfiski í gildrur sem önnur þekkingarsetur hafa sýnt áhuga á. Loks er það kafbátaverkefnið, samstarfsverkefni Bresku haffræðistofnunarinnar og Þekkingarsetursins. Hörður Baldvinsson er […]
Ástríða, þrautseigja og Vestmannaeyjar í forgrunni

Líf og saga Vestmannaeyja fengu á sunnudaginn fallega umgjörð í Sagnheimum þegar tvær konur með sterk tengsl við samfélagið kynntu bækur sínar. Annars vegar var það knattspyrnukonan og Eyjakonan Margrét Lára Viðarsdóttir, sem kynnti ævisögu sína Ástríða fyrir leiknum. Hins vegar Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og nú rithöfundur sem stígur nú fram sem spennusagnahöfundur með bókina Diplómati deyr. Þrautseigja og eldmóður rauður þráður […]
Mæta botnliðinu á útivelli

Í kvöld hefst 9. umferð Olís deildar karla er fram fara fjórir leikir. Í fyrsta leik kvöldsins mætast ÍR og ÍBV og er leikið í Skógarseli. ÍR-ingar hafa farið illa af stað og eru á botninum með aðeins 1 stig úr fyrstu átta leikjunum. Eyjaliðið er hins vegar í efri hluta deildarinnar, nánar tiltekið í […]