Vestmannaeyjabær úthlutar samfélagsstyrkjum

radhustrod_ráðhús_merki_cr

Í dag undirrituðu Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar og Hrefna Jónsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta árið 2026. Hæsta styrkinn að þessu sinni hlaut Fræðslu- og símenntunarmiðstöð vegna uppsetningar á leiksýningu fyrir fatlað fólk, […]

„Tími til að standa við loforðin“

Oddvitar Sudurkj 2025 Fin

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt samhljóða að bærinn taki þátt í verkefni sem snýr að því að kanna fýsileika jarðganga milli lands og Eyja. Óskað hefur verið eftir aðkomu bæjarins að félagi sem standa á fyrir fjármögnun og framkvæmd jarðlagsrannsókna vegna mögulegra Eyjaganga, og hafa forsvarsmenn félagsins kynnt áform félagsins fyrir bæjarstjórn. Stofnframlag Vestmannaeyjabæjar verður allt […]

Sæta lagi á milli lægða

Bræla hefur haft veruleg áhrif á veiðar togaranna í Síldarvinnslusamstæðunni að undanförnu, að því er segir í frétt á heimsíðu fyrirtækisins. Þar segir enn fremur að Vestmannaeyjatogararnir, Bergey VE og Vestmannaey VE, hafi landað slöttum í Neskaupstað sl. fimmtudag og aftur á mánudag. Aflinn var blandaður, mest ýsa og þorskur í fyrri túrnum en að […]

Tvær ferðir til Landeyjahafnar

Bidrod Bbilar Herj 2022

Herjólfur siglir tvær ferðir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00 og 19:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:00 og 20:15. Varðandi siglingar morgundagsins verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er ávallt hætta á að færa þurfi milli hafna og því er ekki æskilegt […]

Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi

Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi Miðflokksins eykst verulega í Suðurkjördæmi og er hann nú orðinn stærsti flokkur kjördæmisins með 30,8% fylgi. Samfylkingin mælist nú með 25,5% fylgi, og er þar með næststærsti flokkur kjördæmisins, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 20,9%. Flokkur fólksins tapar áfram fylgi í Suðurkjördæmi Samkvæmt nýjustu könnuninni, […]

Allir velkomnir á aðventukvöld Aglow

aglow

Aðventan er hafin og gott að stilla hugann og gefa sér tíma til að íhuga innihald hennar. Aðventukvöld verður í kvöld þar sem við beinum sjónum okkar að jólaboðskapnum. Í kvöld 3. desember hittumst við  í safnaðarheimili Landakirkju kl. 19.30. Veglegar veitingar verða í boði og um kl. 20.00 mun Einar Igarashi nemandi Kittyar leika […]

Jólasveinarnir með glænýja sýningu!

Jólasveinar

Hann var ansi sérstakur viðmælandinn sem blaðamaður Eyjafrétta rakst á í vikunni, það var enginn annar en hinn  uppátækjasami Hurðaskellir. Hann vildi endilega fræða blaðamann um nýja sýningu á Háaloftinu. “Ég er ótrúlega spenntur. Það er mjög gaman að fá að frumsýna þetta ævintýri hér í Eyjum. Ég meina, það er svo gott að komast […]

Orðið töluvert grunnt í Landeyjahöfn

herjolfur_lan_062020

Dýpið í og við Landeyjahöfn var mælt fyrr í dag og eins og myndin hér fyrir neðan sýnir er orðið töluvert grunnt í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að aðstæður í fyrramálið til siglinga til/frá Landeyjahöfn séu ekki hagstæðar vegna aðstæðna í höfninni. Því siglir Herjólfur fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá […]

Hversu lengi eigum við að bíða?

Í bráðum átta ár hafa samgöngur til Vestmannaeyja í besta falli staðið í stað. Oftast hafa þær þó færst til verri vegar. Flugsamgöngur eru orðnar svo rýrar að varla er hægt að tala um þær lengur. Dýpkun er óviðunandi. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á Landeyjahöfn. Það virðist ekkert í gangi. Tíminn er dýrmætur […]

Siglt í Landeyjahöfn á ný – uppfært

landeyjah_her_nyr

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 15:45. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að gefin verði út önnur tilkynning um framhaldið þegar niðurstöður dýptarmælinga í Landeyjahöfn liggja fyrir eftir kl. 14:00 í dag. Uppfært kl. 14.45. Herjólfur siglir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.