Úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur unnið úttekt á Ferðasjóði íþróttafélaga. Úttektin er unnin af íþróttateymi ráðuneytisins út frá gögnum úr umsóknarkerfi Ferðasjóðs íþróttafélaga. Frá þessu er greint í tilkynningu frá ráðuneytinu. Úttektin byggir á gögnum áranna 2018–2024, en árið 2018 var farið að halda sérstaklega utan um kynskráningu. Á því tímabili voru 16.125 umsóknir sem uppfylltu úthlutunarreglur […]
Gleðileg gjöf til Félags eldri borgara

Í gærkvöldi afhenti Sigurjón Óskarsson Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum (FebV) nýtt leiktæki sem hann lét sérstaklega smíða fyrir félagið. Sigurjón bað svokallaða karla í skúrum, sem koma saman reglulega og fást við ýmis smíðaverk, um að taka að sér verkefnið. Tóku þeir vel í beiðnina og smíðuðu traust og glæsilegt leiktæki sem nú mun […]
Minning: Stefán Runólfsson

Mikill höfðingi er fallinn í valinn! Stebba Run þekktu þúsundir sem komu á vertíðar til Eyja. Hann varð verkstjóri hjá Einari ríka 16 ára að aldri og tók þátt í byltingunni þegar frystingin ruddi sér rúms og þeirri nýsköpun sem fleytti íslenskum sjávarútvegi og framleiðni hans í fremstu röð í heiminum. Það var þess vegna […]
Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr Epal

Stundum velti ég því fyrir mér hvernig daglegt umhverfi bæjarstjórnar lítur út í samanburði við raunveruleikann sem fjölskyldur í Vestmannaeyjum búa við. Þeir mæta til starfa í einu glæsilegasta stjórnsýsluhúsi landsins, leggja bílnum fyrir framan nýuppgert hús sem kostaði verulegar fjárhæðir og ganga inn á parket sem minnir helst á innlit í þáttum á borð […]
ÍBV mætir Stjörnunni í dag

ÍBV leikur í dag gegn Stjörnunni í 13. umferð Olísdeildar karla þegar liðin mætast í Heklu Höllinni klukkan 17:00. Um er að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið sem eru í baráttu um dýrmæt stig. Leikurinn er sá fyrri af tveimur sem fara fram í deildinni í dag, en síðar í kvöld mætast FH og […]
Framkvæmdarúntur um Eyjar

Nokkur fjölbýlishús eru nú í byggingu í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson kíkti við í dag annars vegar á Tangagötuna og hins vegar í Áshamar þar sem nú er unnið að byggingu fjölbýlishúsa. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Minningargjöf og samfélagsstyrkur renna til velferðar heimilisfólks Hraunbúða

Hollvinasamtök Hraunbúða í Vestmannaeyjum hafa undanfarna daga fengið veglega styrki sem renna í áframhaldandi starf til að efla lífsgæði heimilisfólks. Í gær afhentu börn Þóru Magnúsdóttur, Dídíar heitinnar, samtökunum rausnarlega peningagjöf í minningu móður sinnar. Samtökin þakka fjölskyldu Dídíar innilega fyrir hlýhug og stuðning. Samhliða barst samtökunum 300 þúsund króna styrkur frá Vestmannaeyjabæ úr verkefninu […]
Góður gangur í Íslandssíld og Kap komin í jólafrí

Veiðar á Íslandssíld hafa gengið vel hjá Vinnslustöðinni í haust og vinnsla verið nokkuð samfelld þrátt fyrir breytilegt veðurfar síðustu daga. Þetta segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisks hjá Vinnslustöðinni, í samtali við Eyjafréttir. Að hans sögn hófust síldveiðar í lok október og hafa bæði Gullberg og Huginn verið á miðunum síðustu daga. „Í Huginn eru […]
Þorlákur Árnason hættur sem þjálfari ÍBV

Þorlákur Árnason hefur sagt upp stöðu sinni sem þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu, en ákvörðunin tók gildi strax við afhendingu uppsagnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV. Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV segir í tilkynningunni að hún harmi ákvörðun Þorláks, en þakkar honum jafnframt fyrir góð störf á liðnum misserum og þann árangur sem náðist á […]
Stýrihópum falið að skoða hagræðingarleiðir

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs um skipan tveggja stýrihópa sem eiga að fara yfir mögulegar hagræðingarleiðir innan sveitarfélagsins. Annar hópurinn mun fjalla um hagræðingu á umhverfis- og framkvæmdasviði. Í honum sitja Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri sviðsins, Rannveig Ísfjörð byggingarfulltrúi, Dóra Björk Gunnarsdóttir hafnarstjóri, Helga Jóhanna Harðardóttir aðalmaður í framkvæmda- og hafnarráði og […]