Strandveiðum er lokið

20250505_154451

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí.” Framangreindur texti birtist síðdegis í dag á vefsíðu Fiskistofu. Það er því ljóst að strandveiðitímabilinu þetta árið er lokið en strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra náðist ekki að afgreiða á Alþingi. Frumvarpið var lagt […]

ÍBV sækir Gróttu heim

Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum. Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið […]

Elvis kominn aftur til ÍBV

Elvis Mynd Ibvsp

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið. Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé fyrst og […]

Bergey landar í Eyjum og Vestmannaey í slipp

Bergey VE kom til heimahafnar í Eyjum í morgun með fullfermi. Aflinn var góð blanda af þorski, ýsu og ufsa. Systurskipið Vestmannaey er hins vegar í slipp á Akureyri en gert er ráð fyrir að það haldi til veiða um næstu helgi, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við […]

Skora á stjórnvöld að endurskoða málið

Hofnin TMS 20220630 084235 La 25

Útvegsbændafélag Vestmannaeyja lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri ákvörðun stjórnvalda að knýja í gegnum Alþingi með fordæmalausum hætti lagabreytingu um stórfellda hækkun á veiðigjaldi, þvert á aðvaranir fjölda fagaðila hjá hinu opinbera, sveitarfélaga, sérfræðinga og atvinnulífsins. Svona hefst ályktun Útvegsbændafélags Vestmannaeyja vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um veiðigjald. Enn fremur segir í ályktuninni að með […]

ÍBV tekur á móti Stjörnunni

Í kvöld hefst 15. umferð Bestu deildar karla með tveimur leikjum. Í þeim fyrri fær ÍBV Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvöll. Eyjaliðið í tíunda sæti með 15 stig en Stjarnan er í því fimmta með 21 stig. Í fyrri leik liðanna í Garðabæ fór ÍBV með sigur af hólmi 2-3 í stórskemmtilegum leik. Það má […]

Flogið yfir Eyjar

Heimaey Skjask Hbh Youtube

Í dag tökum við flugið yfir Vestmannaeyjar. Sérlega fallegt að sjá eyjuna í sumarbúningi. Upptöku og myndvinnslu annaðist Halldór B. Halldórsson. (meira…)

Hækkunin á Vestmannaeyjar slagi í hátt í tvo milljarða

Veidarf Bryggja

„Ég er bæði hissa á aðferðarfræðinni og látunum við að klára málið. Ég hef bent á það áður og það hefur verið bent á það með gögnum úr mörgum áttum hvaða skekkjur eru í frumvarpinu. Hvernig því var svo breytt á milli 1. og 2. umræðu var á kostnað Suðurkjördæmis og Norðausturkjördæmis. Hvernig þingmenn stjórnarflokkana […]

Næst skal greina uppbyggingu innviða

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir innviðauppbygging. Þar segir að mikilvægt sé að horfa til framtíðar og kortleggja tækifæri sem núverandi uppbygging öflugra fyrirtækja getur haft á samfélagið, m.a. gríðarleg fjárfesting í landeldi. Halda þarf utan um öll þau tækifæri sem skapast á næstu árum, draga úr hættunni á að missa af […]

Popúlistinn lætur kné fylgja kviði

Að hatast út í sjávarútveginn og almennt þá sem ganga vel í atvinnulífinu er eitt af sérkennum íslensku þjóðarinnar. Með slíkt hatur í handfarangrinum er líklegast ekkert sem fær ríkisstjórnina til að velta fyrir sér hvort hún sé á réttri leið í veiðigjaldamálinu, hvort þau hafi misreiknað sig eða hvort skynsamlegt sé að draga málið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.