Fyrsta ferð dagsins til Þorlákshafnar

DSC_4117

Herjólfur siglir fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna þar. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Ferðir kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 hafa verið felldar niður. Hvað varðar siglingar fyrir seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning kl. 15:00, segir í tilkynningu frá Herjólfi […]

Handverksmarkaður – myndband

Handverksm 2024 Hbh

Líkt og greint var frá fyrr í dag hér á Eyjafréttum er glæsilegur handverksmarkaður í Höllinni um helgina. Hann hófst í dag og er einnig opinn á morgun, sunnudag. Halldór B. Halldórsson leit við þar og að sjálfsögðu hafði hann myndavélina með í farteskinu. (meira…)

Sjávarútvegur er burðarás landsbyggðar

sjonum_DSC_7447_min

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa ráðist í verulegar fjárfestingar á undanförnum árum. Þau hafa fjárfest í nýjum skipum og búnaði um borð, í húsnæði og hátæknibúnaði fyrir vinnslu, í nýsköpun og vöruþróun, í dreifileiðum og markaðssetningu. Allar þessar fjárfestingar eru nauðsynlegar og hafa verið ráðandi þáttur í að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar, stuðlað að aukinni verðmætasköpun, dregið úr […]

HK rúllaði yfir ÍBV

Eyja 3L2A7572

ÍBV mætti í gærkvöldi HK á útivelli. Eyjamenn fyrir leikinn um miðja deild en HK í næstneðsta sæti. Jafnræði var með liðunum framan af og var staðan í leikhléi 13-12 heimamönnum í vil. Þegar líða fór á síðari hálfleikinn jókst munurinn og lítið gekk upp hjá ÍBV. fór svo að HK vann öruggan átta marka […]

12.124 blaðsíður í lestrarátaki Lubba

barn_ad_lesa

Þann 1. nóvember ár hvert stendur leikskólinn Kirkjugerði fyrir lestrarátaki Lubba. Átakinu – sem lauk á Degi íslenskar tungu þann 16. nóvember – felst í því að foreldrar lesa heima fyrir börn sín og skila svo inn Lubbabeinum fyrir hverja bók sem lesin var. Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að í ár hafi […]

Frá Styrktarsjóði Landakirkju

Jolatre TMS 20211218 164852

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Brinks bauð best

ithrottam

Fyrsti áfangi viðbyggingar við íþróttamiðstöðina er að fara af stað, en nýbyggingin mun hýsa búningsklefa. Vestmannaeyjabær óskaði nýverið eftir verðtilboðum í jarðvinnu og lagnir fyrir bygginguna. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Þar kemur fram að tvö tilboð bárust í verkið. Gröfuþjónustan Brinks bauð 43.871.000 kr. og HS Vélaverk bauð 49.164.690 […]

Í blíðu yfir Eyjum

Yfir Hofn Midbæ Hbh Skjask 1124

Gott veður hefur verið í Eyjum í gær og í dag. Sannkölluð blíða. En samt minnir veturinn á sig með kuldatíð og frosti. Áfram er gert ráð fyrir kuldatíð. „Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 syðst á morgun. Bjart að mestu og frost 0 til 7 stig.” segir í nýrri spá Veðurstofunnar fyrir Suðurland. Halldór B. […]

ÍBV sækir HK heim

Eyja 3L2A7580

Ellefta umferð Olísdeildar karla hófst í gærkvöld með sigri Fram á Stjörnunni. Umferðin klárast í kvöld með fimm leikjum. Í Kórnum taka heimamenn í HK á móti ÍBV. HK í næstneðsta sæti deildarinnar með 5 stig. Eyjamenn eru með 11 stig í sjötta sæti. Kári Kristján verður fjarri góðu gamni í kvöld en hann tekur […]

Krefjandi fyrsti túr í skipstjórastóli

Valtyr Bjarnason Nov 2024 EV

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Skipstjóri á Vestmannaey í veiðiferðinni var Valtýr Bjarnason en þetta var hans fyrsti túr í skipstjórastólnum. Valtýr er Eyjamaður og hefur verið annar stýrimaður á Vestmannaey undanfarin ár og leyst af sem fyrsti stýrimaður en nú kom að því að hann settist í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.