Krefjandi fyrsti túr í skipstjórastóli

Valtyr Bjarnason Nov 2024 EV

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Skipstjóri á Vestmannaey í veiðiferðinni var Valtýr Bjarnason en þetta var hans fyrsti túr í skipstjórastólnum. Valtýr er Eyjamaður og hefur verið annar stýrimaður á Vestmannaey undanfarin ár og leyst af sem fyrsti stýrimaður en nú kom að því að hann settist í […]

Fyrsta skóflustungan tekin á laugardag

Vidbygging Ithrottahus 2024 Vestm Is

Fyrsti áfangi viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina er að fara af stað. Byggingin mun hýsa búningsklefa. Í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fyrsta skóflustungan verði tekin á laugardaginn nk. kl. 10:30. Boðið verður upp á léttar veitingar í anddyri Íþróttamiðstöðvar að skóflustungu lokinni og verða myndir og teikningar af hönnun til sýnis. Allir/öll velkomin, segir í […]

Kári í tveggja leikja bann

Eyja 3L2A8985

Aganefnd HSÍ hefur dæmt Kára Kristján Kristjánsson í tveggja leikja bann vegna leikbrota hans í leik Hauka og ÍBV í Poweraid-bikar karla. Nefndin skoðaði bæði leikbrot hans í leik gegn Fram annars vegar og Hauka hins vegar. Með úrskurði aganefndar komst aganefnd að þeirri niðurstöðu að leikmanninum verði ekki refsað vegna meints leikbrots í leik […]

Pílufélag Vestmannaeyja hlaut samfélagsstyrk Krónunnar

Samfelagsstyrkur 2024 Eyjar

Krónan gekk nýlega frá vali á þrettán samfélagsverkefnum víða um land sem Krónan styrkir á þessu ári til góðra verka. Meðal þeirra sem hlutu styrk er Pílufélag Vestmannaeyja til að styrkja og efla starf yngri flokka í félaginu. Pílufélag Vestmannaeyja er áfengis- og vímuefnalaust félag sem leggur mikla áherslu á að bjóða börnum, ungmennum og […]

Kynna skipulagsáætlanir vegna listaverks

Á vef Vestmannaeyjabæjar eru í dag kynntar skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi vegna listaverks eftir Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmælis. Skipulagstillögurnar eru […]

Sverrir nýr formaður ÍSF

IMG 5989

Á dögunum var haldinn aðalfundur Íslenskra saltfiskframleiðenda (ÍSF). Félagið – sem stofnað var árið 2008 – er vettvangur framleiðenda saltaðra fiskafurða, til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og stuðla að rannsóknum og þróun í greininni. Fyrirtækjum í söltun sjávarafurða hefur fækkað mjög á undanförnum árum en engu að síður er enn til staðar öflug framleiðsla […]

Ég mótmæli

Líklega verður fundarins í höllinni síðasta miðvikudag minnst sem leiðinlegasta fundi allra tíma, nema kannski ef undan er skilinn hvítþvottafundur dýralæknanna Sigurðar Inga og Bergþóru Þorkelsdóttur í Akóges 13. mars sl. Einu sinni voru kosningafundir lifandi, skemmtilegir og vel sóttir. Mönnum heitt í hamsi og létu flakka. Fundarformið kappræður í sjónvarpssal er ekki heppilegt á […]

Samgöngur og lagnamál – hvað annað skiptir máli?

Á íbúafundi með oddvitum í Suðurkjördæmis í Höllinni um daginn kom fram að öll framboðin ætla að standa með Eyjafólki. Öll vilja tryggar samgöngur milli lands og Eyja auk þess sem leysa þarf lagnamálin, bæði hvað varðar vatn og rafmagn. Ályktun fundarins var skýr og skilaboðin frá Eyjamönnum mikilvæg. Nokkuð samþykki var milli framboða á […]

Enn og aftur um minnisvarðann, eða listaverkið á Eldfelli

Eldfell Yfir Cr

Nú er í kynningarferli listaverk sem setja á upp á Eldfell. Upphaflega var þetta reyndar kynnt sem minnisvarði en nú skal listaverk kalla, skiptir þó kannski ekki öllu, en snýst líklega að mestu að því að sýna listamanninum virðingu.  Í þeim kynningargögnum sem liggja fyrir er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem […]

Fréttin var sú ágæt ein

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Eins og maður verður oft hryggur þegar illar fréttir berast alls staðar að úr heiminum, verður maður glaður þegar góðar fréttir berast. Þannig barst okkur afar góð frétt í morgun. Góða fréttin var sú að annað skiptið í röð hafa stýrivextir verið lækkaðir, og þó nokkuð. Þetta er gert nú vegna þess að verðbólgan er […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.