Býður upp á nýja leið til að skoða Eldfell

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók nýverið fyrir skipulagsbreytingar vegna minnisvarða á Eldfelli í tilefni af 50 ára gosloka-afmæli. Lögð var fram tillaga á vinnslustigi að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfismati áætlunar, greinargerð og uppdrætti vegna nýrrar deiliskipulagstillögu og umhverfismat áætlana. Heildarstefna skipulagsáætlananna er sú sama en gögnin hafa þó tekið einhverjum breytingum vegna breytinga […]

ÍBV mætir HK í bikarnum

Eyja 3L2A2868

Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Powerade bikar kvenna í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins tekur HK á móti ÍBV í Kórnum. ÍBV í fimmta sæti Olísdeildar kvenna en HK leikur í Grill 66 deildinni og er þar í öðru sæti. Flautað verður til leiks klukkan 18.00 í Kórnum. Leikir dagsins: Dagur Tími Leikur […]

ÍBV fær markaskorara frá Leikni

Omar Sowe Mynd Ibvsport

Knattspyrnumaðurinn Omar Sowe hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. Hann kemur til liðs við félagið frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur leikið síðustu tvö tímabil. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV segir að Omar sé 24 ára framherji frá Gambíu. Hann skoraði 25 deildarmörk í 41 leik fyrir Leikni á tveimur síðustu leiktíðum. […]

Áfram landað fyrir austan

sjomadur_bergey_opf_22

Tveir togarar Síldarvinnslusamstæðunnar lönduðu á Seyðisfirði í gærkvöldi og í morgun. Í gærkvöldi kom Bergur VE með fullfermi. Jón Valgeirsson skipstjóri segir að aflinn hafi mest verið ýsa, en veitt var á Gerpisflaki og á Gula teppinu. „Segja má að túrinn hafi gengið vel í alla staði,” segir Jón. Bergur hélt á ný til veiða […]

Mikill fjársjóður

DSC 2729

„Við hjónin undirrituðum nýlega samning við Vestmannaeyjabæ um að allt efni Eyjatónleikanna yrði falið Sagnheimum til varðveislu. Síðan var ákveðið að við myndum afhenda það formlega á safnahelginni og halda um leið smá erindi um sögu tónleikanna og veita innsýn í það sem við erum að fela safninu til varðveislu.” segir Bjarni Ólafur Guðmundsson en […]

Heillaði Eyjamenn með söng sínum

DSC 2621

Ein skærasta söngstjarna Grænhöfðaeyja Tidy Rodrigues söng í gær fyrir Eyjamenn hina heillandi músík Cabo Verde eyjanna, þar sem afrískur ryþmi blandast portúgalskri fado tónlist með hrífandi hætti. Jafnframt var kynning á þessum framandi eyjum sem allt of fáir þekkja. Um undirleik sá Hljómsveit Magnúsar R. Einarssonar og nágrennis, sem er auk Magnúsar skipuð þeim […]

Síðasta ferð dagsins fellur niður

IMG 6188

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn og því er næsta ferð á áætlun síðasta ferð kvöldsins, þ.e.  Brottför frá Vestmannaeyjum kl 19:30 og brottför frá Landeyjahöfn kl 20:45. Að því sögðu fella eftirfarandi ferðir niður, þ.e. frá Vestmannaeyjum kl 22:00 og frá Landeyjahöfn kl 23:15. Biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Hvað […]

Hverjir færu á þing úr Suðurkjördæmi?

Althingishus Tms Cr 2

Á föstudaginn birti Gallup könnun á fylgi flokka sem bjóða fram til Alþingis. Gerð var netkönnun dagana 1.-31 október. Ef við skoðum Suðurkjördæmi sérstaklega í þessari könnun má sjá að Sjálfstæðisflokkur hefur mest fylgi, eða 22,3%. Næst mesta fylgið hefur Miðflokkurinn sem hefur 21,6%, og þar fast á eftir er Samfylkingin með 19,4%. Þar á […]

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi í Ásgarði í dag

Listi D Sudurkj 24

Fjórir efstu frambjóðendur á lista Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi, þau Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins mæta í Ásgarð í dag klukkan 16.00 og fara þar yfir áherslur sínar og flokksins í komandi þingkosningum.  En með Guðrúnu verða þau Ingveldur Anna Sigurðardóttir varaþingmaður og lögfræðingur, sem skipar þriðja sætið og Gísli  “okkar” […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.