Snókerinn hefst í Eyjum

20240907 161707

Skráning er hafin í fyrsta snókermót vetrarins en það er hið árlega Karl Kristmanns mót. Um er að ræða einstaklings forgjafarmót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Það er tómstundaráð Kiwanis klúbbsins Helgafell sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Karl Kristmanns. Á Facebook er hópur sem heitir Klúbbasnóker í Eyjum. Snókerunnendur eru […]

Ríkið ásælist enn úteyjarnar

2vestmannaeyjar

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur fyrir hönd íslenska ríkisins afhent óbyggðanefnd endurskoðaðar þjóðlendukröfur vegna eyja og skerja umhverfis landið. Kröfulýsingarnar og upplýsingar um málsmeðferðina er að finna á vefsíðu óbyggðanefndar. Þar er m.a. að finna samantekt lögmanna ríkisins um endurskoðunina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá óbyggðanefnd. Þar segir ennfremur að sett hafi verið sett upp kortasjá um kröfurnar. […]

Samið um flug til Eyja

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Vegagerðin hefur samið við Mýflug ehf. um flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja mánuðina desember til febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að boðin hafi verið út flugleiðin Reykjavík – Vestmannaeyjar í júní síðastliðinum og barst eitt tilboð í verkið, frá Mýflugi ehf.  Tilboðið hljóðaði upp á tæpar 108 m.kr. fyrir þriggja ára tímabil.  Um […]

Eyjamenn fá Hauka í heimsókn

Ibv Kari 23 OPF DSC 1547

Þrír leikir fara fram í sjöttu umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Haukum. ÍBV í sjöunda sæti deildarinnar með 5 stig eftir fimm leiki. Haukarnir eru hinsvegar búnir að leika leik meira, en þeir eru í þriðja sæti með 7 stig. Flautað er til leiks klukkan 19.00 í Íþróttamistöðinni […]

Kirkjugerði 50 ára

Kirkjugerdi 24 Tms IMG 6244

Leikskólinn Kirkjugerði er 50 ára í dag, 10. október. Á vef Vestmannaeyjabæjar ritar Íris Róbertsdóttir grein vegna tímamótana. Grein Írisar má lesa í heild sinni hér að neðan, en rétt er að geta þess að í tilefni afmælisins verður opið hús á Kirkjugerði í dag milli kl: 15.00 og 16.00. Til hamingju með daginn Við […]

Ísleifur kveður Ísland

Isleifur Last Opf 1024 20241009 172157

Síðdegis í dag hélt áhöfn Ísleifs VE úr heimahöfn. Ferðin markar tímamót þar sem siglt verður með skipið utan til niðurrifs. Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri segir í samtali við Vinnslustöðvar-vefinn að ferðinni sé heitið til Esbjerg í Danmörku. „Þetta eru um 1000 mílur. Við áætlum að vera fjóra sólarhringa á leiðinni.” segir hann. Undanfarnar vikur hefur verið […]

Skulu upplýsa um launakjör framkvæmdastjóra

hog_herj_21

Í lok september kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli er varðar ákvörðun Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. um að synja beiðni um aðgang að ráðningarsamningum fram­kvæmda­stjóra félagsins og út­gerðarstjóra þess. Beiðnin var lögð fram 4. mars 2024 og henni synjað 16. apríl sama ár, með þeim rökum að gögn­in féllu undir 1. málsl. 1. mgr. […]

Niðurgreiðsla ríkisins hækkar

HS_veitur_24_20240226_144125

Niðurgreiðsla ríkisins á vatni frá kyntum hitaveitum hækkar frá og með 1. október og á það við um viðskiptavini HS Veitna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins segir að áskoranir hafi verið í rekstrinum tengt auknum orku- og flutningskostnaði til framleiðslunnar. Segir ennfremur að yfir 90% af kostnaði við heitavatnframleiðslu séu orkukaup og hefur […]

Jóný hannar Hljómeyjarplattann

Síðastliðið vor þegar undirbúningur Hljómeyjar var í fullum gangi kom upp sú hugmynd af færa þeim húsráðendum sem hafa opnað stofur sínar þakklætisvott fyrir þeirra framlag til Hljómeyjar-hátíðarinnar. Hljómeyjarbræður fóru af stað og hittu listakonuna Jóný til að bera undir hana hvort við gætum unnið saman til að útbúa einstakt listaverk fyrir hvern og einn. […]

„Ótrúlegur hraði“

default

Vel gengur hjá iðnaðarmönnunum sem byggja upp á Vinnslustöðvarreitnum. Húsið verður tveggja hæða um 5.600 fermetrar og mun hýsa saltfiskvinnslu á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. „Í dag var steyptur annar hluti af þremur í plötunni. Þeir stefna svo á að steypa þriðja partinn í næstu viku.“ segir Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.