Nýtt tölublað Eyjafrétta: 44 síðna blað komið út

Næsta tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er fjölbreytt efni í blaðinu þar sem lesendur fá innsýn í mannlíf, framkvæmdir, atvinnulíf og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. fjallað um FÍV og sterka stöðu verkmenntunar í Eyjum, auk þess sem Safnahelgin sem fram undan er fær góðan sess. Þá er sagt frá […]
Safnahelgin: Dagskrá dagsins

Safnahelgin hefst í dag. Dagskráin hefst klukkan 13.30 og er síðasti viðburður dagsins klukkan 20.00. Setningin er í Stafkirkjunni klukkan 18.00. Hér að neðan gefur að líta dagskrá dagsins. Fimmtudagur 30. október 13:30 Safnahús: Ljósmyndadagur. Elstu myndir af Vestmannaeyjum, frá 19. öld og nýlega afhend mannamyndasöfn frá 20. öld dregin fram. 17:00 Opnun á ljósmyndasýningu […]
Jól í skókassa: Skil í Landakirkju til 31. október

Verkefnið Jól í skókassa stendur nú yfir. Markmið þess er að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma eða aðrar erfiðar aðstæður með jólagjöf sem send er í skókassa. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og hefur glatt ótal börn sem annars hefðu lítið eða ekkert fengið um jólin. Þátttakendur, bæði börn og fullorðnir, eru hvattir […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1620. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Fjárhagsáætlun næsta árs ber hæst á fundinum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar er beðist velvirðingar á þeim hljóðtruflunum sem eru að hrjá útsendinguna. „Unnið er að greiningu vandans, en allt bendir til bilunar […]
Landað fyrir árshátíðarferð

Þessa dagana eru ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni að landa áður en áhafnir þeirra halda í árshátíðarferð til Póllands. Á fréttasíðu Síldarvinnslunnar er greint frá aflabrögðum þeirra og hvar veitt hefur verið. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Grundarfirði sl. sunnudag. Aflinn var um 60 tonn, mest þorskur sem fékkst á Strandagrunni. Smári Rúnar Hjálmtýsson skipstjóri sagði að […]
Komið gott segir Njáll

Eftir átta ár í bæjarstjórn og sem formaður bæjarráðs Vestmannaeyja ætlar Njáll Ragnarsson, oddviti Eyjalistans, að láta gott heita í vor. Í ítarlegu viðtali við Eyjafréttir segir hann að ákvörðunin hafi verið tekin eftir mikla íhugun. „Í svona starfi verður maður að geta gefið sig hundrað prósent – annars er betra að sleppa því.“ Njáll […]
Safnahelgin hefst á morgun

Safnahelgin er fram undan og menningarlífið í Eyjum fer á fullt þegar söfn, gallerí og menningarhús bæjarins sameinast í fjölbreyttri og líflegri dagskrá. Gestir geta notið ljósmyndasýninga, tónleika, bókakynninga og fræðandi erinda, auk þess sem opnar vinnustofur og sýningar bjóða upp á einstaka innsýn í list og sögu Eyjanna. Safnahelgin er orðin fastur liður í […]
ÍBV mætir Gróttu í bikarnum

Bikarkeppni kvenna í handbolta hefst í kvöld með fimm leikjum. ÍBV sækir Gróttu heim í Hertz-höllina. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik. Grótta hefur byrjað tímabilið vel í Grill 66 deildinni og er með ungt og efnilegt lið sem leikur hraðan bolta. Liðið er í öðru sæti Grill-deildarinnar. Eyjakonur hafa […]
Duftreitur tilbúinn til notkunar í Kirkjugarði Vestmannaeyja

Nýr duftreitur hefur verið tekinn í notkun í Kirkjugarði Vestmannaeyja. Með því lýkur stækkunarferli garðsins sem staðið hefur yfir undanfarin ár, og markar þetta mikilvægt skref í umhverfisvænni og hagkvæmri nýtingu grafarsvæða. Kirkjugarður Vestmannaeyja hefur verið í stækkunarferli undanfarin ár og nú sér fyrir endann á því í bili. Í sumar var sáð í nýjan […]
Dömu- og herrakvöld handknattleiksdeildar ÍBV

Handknattleiksdeild ÍBV býður Eyjamönnum til tveggja stórviðburða um næstu helgi þegar bæði dömu- og herrakvöld verða haldin í Golfskálanum – og ljóst er að stemningin verður eftir því! Fyrst á dagskrá er dömukvöld handboltans sem fer fram föstudagskvöldið 31. október. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20:30. Veislustjóri verður Hrund Scheving. Einar Ágúst […]