Opnar sýningu í Gallerí Fold Vínarborg

Sýningin “Minningar um landslag” á verkum Bjarna Ólafar Magnússonar opnar á morgun, föstudag kl. 18 hjá Gallerí Fold Vínarborg í samstarfi við Art.Passage.Spittelberg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Gallerí Fold. Verkin á sýningunni eru unnin með vaxlitum á pappír í byrjun árs 2025. Listamaðurinn leikur sér bæði með minni og minningar. Landslagið er þekkt […]
Mikið um að vera í Safnahúsinu um sjómannadagshelgina

Það verður mikið um að vera í Safnahúsinu um sjómannadagshelgina. Einn liður í sjómannadagskránni er að opna dyrnar að fágætissal Safnahúss en þar verður tekið á móti gestum föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13-17. Í dag, uppstigningardag, kl. 14 opnar Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja myndlistarsýningu í Einarsstofu í Safnahúsi Vestmannaeyja. Sýningin er samsýning félagsmanna og […]
Tónleikar Kórs Vídalínskirkju í Landakirkju

Sunnudaginn 8. júní nk. kl. 17:00 heldur Kór Vídalínskirkju úr Garðabæ tónleika í Landakirkju í Vestmannaeyjum. Með á tónleikunum verður Kór Landakirkju og munu kórarnir syngja saman nokkur lög undir stjórn kórstjóranna, Jóhanns Baldvinssonar og Kitty Kovács. Á efnisskránni verða þekkt íslensk kórlög, m.a. lög úr ferð kórsins til Ungverjalands síðastliðið sumar, en einnig nýrri lög […]
ÍBV og FH mætast í Eyjum

Heil umferð verður leikin í Bestu deild karla í dag á uppstigningardag. Í Eyjum mætast ÍBV og FH. Eyjamenn hafa átt erfitt uppdráttar í síðustu leikjum. Hafa ekki náð að landa sigri í fjórum síðustu leikjum í deildinni. FH-ingar hafa hins vegar verið að rétta úr kúttnum eftir erfiða byrjun. Eyjaliðið varð fyrir blóðtöku þegar […]
Sjómennskan í fjóra ættliði

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Af því tilefni tökum við nú púlsinn á sjómannslífinu. Rætt er við þá feðga Jón Atla Gunnarsson, skipstjóra á Gullberginu og Hákon Jónsson, stýrimann á Drangavík á fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að stundum sé talað um að sjómennska sé fjölskylduarfur sem heldur áfram til næstu kynslóðar. Það á vissulega […]
„Stór áfangi náðist í dag”

Í dag var greint frá því á stór áfangi hafi náðst hjá Laxey þegar steyptur var botninn í fyrsta fiskeldiskerið í áfanga 2 í Viðlagafjöru. „Þetta táknræna skref markar upphaf sýnilegrar uppbyggingar kerjanna, þó svo að vinna við áfangann hafi hafist snemma á þessu ári. Í hvert ker fara um 200 rúmmetrar af steypu og […]
Leikskólastarfsmaður sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV í dag. Þar segir enn fremur að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og er til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar sem og hjá mannauðsstjóra bæjarins. Haft er eftir […]
Leggja allt kapp á að leysa málið

Vestmannaeyjabær hefur sent frá sér tilkynningu vegna heilsuræktar við Íþróttamiðstöð. Þar segir að Vestmannaeyjabær hafi óskað eftir tilboðum í mars/apríl í uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og óskaði jafnframt eftir tilboði í rekstur núverandi heilsuræktar þar til ný aðstaða verður tilbúin. Ósk um tilboð í rekstur núverandi heilsuræktar var til að tryggja að […]
Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]
„Þetta var stutt og laggott”

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hefði gengið vel. „Þetta var stutt og laggott. Fínasta veður og ágætis veiði. Við byrjuðum á Péturseynni og tókum þar þrjú eða fjögur hol. Síðan færðum við okkur á Ingólfshöfðann og þar […]