Orðið töluvert grunnt í Landeyjahöfn

Dýpið í og við Landeyjahöfn var mælt fyrr í dag og eins og myndin hér fyrir neðan sýnir er orðið töluvert grunnt í höfninni. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að aðstæður í fyrramálið til siglinga til/frá Landeyjahöfn séu ekki hagstæðar vegna aðstæðna í höfninni. Því siglir Herjólfur fyrri ferð dagsins til Þorlákshafnar. Brottför frá […]
Hversu lengi eigum við að bíða?

Í bráðum átta ár hafa samgöngur til Vestmannaeyja í besta falli staðið í stað. Oftast hafa þær þó færst til verri vegar. Flugsamgöngur eru orðnar svo rýrar að varla er hægt að tala um þær lengur. Dýpkun er óviðunandi. Engar hugmyndir eru uppi um breytingar á Landeyjahöfn. Það virðist ekkert í gangi. Tíminn er dýrmætur […]
Siglt í Landeyjahöfn á ný – uppfært

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag, og er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30 og frá Landeyjahöfn kl. 15:45. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að gefin verði út önnur tilkynning um framhaldið þegar niðurstöður dýptarmælinga í Landeyjahöfn liggja fyrir eftir kl. 14:00 í dag. Uppfært kl. 14.45. Herjólfur siglir […]
Arnar Breki framlengir við ÍBV

Eyjamaðurinn Arnar Breki Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um þrjú ár. Frá þessu er greint í frétt á vefsíðu ÍBV. Arnar er 23 ára sóknarmaður sem hefur leikið í Vestmannaeyjum allan sinn feril, bæði með ÍBV og KFS. Þrátt fyrir ungan aldur hefur þessi frábæri og duglegi leikmaður leikið 140 leiki fyrir […]
Góð afkoma á þriðja ársfjórðungi

Ísfélag hf. skilaði góðri afkomu á þriðja ársfjórðungi 2025. Skýrist það einkum af því að annars vegar gengu veiðar og vinnsla á makríl mjög vel og hins vegar aflaði Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, vel á tímabilinu, að sögn Stefáns Friðrikssonar forstjóra. Heildarafli skipa Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi var 35.300 tonn, talsvert meiri en í […]
Ný menningarstefna í vinnslu

Um þessar mundir fer fram vinna við gerð menningarstefnu fyrir Vestmannaeyjabæ. Fyrr á árinu var skipaður starfshópur sem í sitja Gígja Óskarsdóttir safnstjóri Sagnheima, Kári Bjarnason forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja, Kristín Jóhannsdóttir safnstjóri Eldheima og Sigurhanna Friðþórsdóttir verkefnisstjóri. Vinnan gengur vel og stefnt er á að henni ljúki á fyrri hluta næsta árs. Tekin hafa verið […]
Revíuhefðin og Mzungu heilluðu gesti

Tveir rithöfundar buðu gestum á Bókasafninu upp á áhugaverðar bókakynningar sl. laugardag, þar sem bæði menningarsaga og nýskáldaðar frásagnir fengu að njóta sín. Silfuröld revíunnar – ný bók Unu Margrétar Jónsdóttur Una Margrét Jónsdóttir kynnti bókina Silfuröld revíunnar, þar sem hún rekur sögu íslensku revíunnar á tímabilinu 1957–2015. Í verkinu fjallar hún einnig um kabaretta, […]
Styrktargjöf Kiwanisklúbbsins Helgafells til Heimaeyjar

Kiwanisklúbburinn Helgafell hefur veitt Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð, rausnarlega styrktargjöf. Í frétt á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar segir að fjárhæðin verði meðal annars nýtt til kaupa á ýmiss konar tækjum, auk aðstöðu- og vinnubúnaðar sem mun efla daglegt starf stöðvarinnar. Þá segir í fréttinni að Heimaey þakki Kiwanisklúbbnum Helgafelli innilega fyrir veglega styrkveitinguna. (meira…)
Laxey – Kafli 4: Vinnsla hafin

Það eru ákveðin augnablik í uppbyggingu fyrirtækis sem marka ekki bara framvindu, heldur einnig tímamót um að fyrirtækið sé komið á næsta stig í þróun og vexti. Fyrsta slátrunin hjá Laxey er einmitt slíkt augnablik. Eftir mikin undirbúning, hönnun, framleiðslu og þolinmæði er vinnslan komin af stað og með henni hefst nýr kafli í sögu […]
Biðlistar í leikskólum: Stefnt að frekari fjölgun leikskólarýma

Biðlistar hafa myndast á leikskólum Vestmannaeyjabæjar og að sögn Jóns Péturssonar, framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs, er unnið markvisst að því að mæta eftirspurn. Inntaka leikskólabarna fer fyrst og fremst fram á haustin, og aftur í upphafi árs, og tókst bænum í september að taka inn öll börn sem voru orðin 12 mánaða þá, í samræmi […]