Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Tyrkjaran Ads 2

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Vilja láta vinna víðtækara áhrifamat

DSC_7648

Samtök sjávarútvegssveitarfélaga ítreka afstöðu sína og hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda og þeirra áhyggja sem samtökin hafa komið á fram færi við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Samtökin hvetja þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í þessum sveitarfélögum til hliðsjónar þegar unnið er að breytingum á […]

Fasteignamatið hækkar um 11,1%

hus_midbaer_bo

Nýtt fasteignamat fyrir árið 2026 liggur nú fyrir hjá Þjóðskrá. Fasteignamatið í Vestmannaeyjum hækkar um 11,1% milli áranna 2025 og 2026. Hækkar íbúðahúsnæði m.a. um 11,4% og atvinnuhúsnæði um 9,9% milli ára. Líkt og á mörgum stöðum á landinu hefur fasteignamat farið hækkandi í Vestmannaeyjum síðustu ár. Þetta kom fram á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. […]

ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]

Magdalena semur við ÍBV

Knattspyrnukonan unga Magdalena Jónasdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún er 17 ára á árinu. Magdalena hefur leikið upp alla yngri flokka ÍBV og hefur leikið þar fjölmargar stöður, nánast allar á vellinum. Nú leikur hún aðallega sem vinstri bakvörður en hún hefur gott vald á spyrnutækni með báðum fótum […]

Myndasyrpa frá göngumessu

Í gær var venju samkvæmt haldin göngumessa, en hefð er fyrir henni á Goslokahátíð. Messan hófst í Landakirkju og var gengið að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna þar sem sóknarnefnd bauð upp á súpu og brauð. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sáu um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sáu um bænahald við Stafkirkjuna. Óskar Pétur Friðriksson, […]

Tvö skemmtiferðaskip í Eyjum í dag

Tvo Skip 20250707 112459

Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle. Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það […]

Tónleikar í kvöld

Olga Vocal Ensemble verður á Íslandi í júlí með glænýja efnisskrá sem ber heitið ,,Fragments”. Olga mun halda tónleika í safnaðarheimili Landakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20:00 ásamt Karlakór Vestmannaeyja. Að efnisskránni, ,,Fragments”. Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan byrjar […]

Eftirlit með breytingum á gjaldskrá óviðunandi

varmad_cr_min

Eyjafréttir hafa fengið afhent skjal frá umhverfis- orku og loftlagsráðuneytinu. Skjalið var lagt fram af HS Veitum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum á gjaldskrá félagsins í Vestmannaeyjum.   Áður hafði ráðuneytið synjað Eyjafréttum um afhendingu skjalsins en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var sammála Eyjafréttum um mikilvægi þess að íbúar hafi tök á að afla sér gagna til […]

Fjör á föstudagstónleikum – myndir

Í gærkvöldi  voru tvennir tónleikar. Þeir fyrri voru í Eldheimum og þar voru flutt sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk undir yfirskrftinni: „Úr klassik í popp“. Var um aukatónleika að ræða þar sem það seldist upp á þá fyrri. Í Höllinni hélt Todmobile stórtónleika, þar sem var nánast húsfyllir og mikið stuð. Myndasyrpu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.