Eyjamaður haslar sér völl

Nökkvi Sveinsson, flugmaður, fyrrverandi knattspyrnumaður með ÍBV og Eyjapeyji haslar sér nú völl ásamt félögum sínum í viðskiptalífinu. Með honum í hópi eru Óskar Bragi Sigþórsson, flugmaður, og Þorvaldur Ingimundarson, atvinnumaður í líkamsrækt. Þremenningarnir hafa keypt hina þjóðþekktu verslun RB Rúm að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 1943 og starfa þar átta […]
Ný störf og aukin þjónusta koma inn í fjárhagsáætlun 2026

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt óformlegan fund með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins á þriðjudag þar sem farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og helstu forsendur hennar. Á fundinum kom fram að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna starfsemi sköpunarhússins, alls um 0,5 stöðugildi. Áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður vegna þess nemur um 5,5 milljónum króna á ári. […]
Skipulagsbreytingar við Ofanleiti auglýstar

Vestmannaeyjabær hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 við Ofanleiti, þar sem gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum athafnasvæðis AT-4, frístundabyggðar F-1 og landbúnaðarsvæðis L-4. Samhliða er auglýst nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæðið við Ofanleitisveg og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar á sama svæði. Tillögurnar eru unnar með umhverfismatsskýrslu sem liggur frammi með gögnunum. Breytingarnar […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá mætast Afturelding og ÍBV og er fyrrnefnda liðið á heimavelli. Mosfellingar í öðru sæti deildarinnar með 10 stig úr 6 leikjum en leikurinn í dag er lokaleikur sjöundu umferðar. Eyjamenn eru hins vegar í sjöunda sæti með 6 stig. Liðin mættust nýverið í bikarnum […]
Gríðalegt hagsmunamál fyrir íbúa Vestmannaeyja

Áætlað er að ný vatnsleiðsla, svokölluð NSL4 almannavarnalögn, verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Um er að ræða umfangsmikla og dýra framkvæmd sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að ríkið eigi að standa straum af, þar sem lögnin sé hluti af almannavörnum landsins. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar […]
Andlitsblindur

Það er vinalegt í Vestmannaeyjabæ. Haustið er komið og rútínan komin í fullan gang. Kótilettukvöldið í Höllinni, Lundaballið og Þorlákshöfn. Allt eins og það á að vera. Ég hef nú þegar náð að lifa af fjóra vetra í Eyjum og get með sanni sagt að það er ekkert leiðinlegt við veturinn í Vestmannaeyjum. Samfélagið hreinlega […]
Vara við áhrifum fjárlagafrumvarps á heimili og velferðarkerfi

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi komandi árs. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn ASÍ um frumvarpið, þar sem sambandið lýsir áhyggjum af áhrifum aðgerðanna á heimili landsins og velferðarkerfið í heild. Niðurskurður bitnar á veikustu hópunum Í umsögninni er vakin athygli á svonefndum „hagræðingaraðgerðum“ […]
Ísfisktogararnir með góðan afla

Ísfisktogararnir í Síldarvinnslusamstæðunni hafa bæði verið að veiðum fyrir austan og vestan landið að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og er að landa í Grindavík í dag. Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og var síðan að landa í Hafnarfirði í gær. Þá landaði Bergey VE í Neskaupstað í fyrradag. […]
Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu. Uppsetning heimila nú innifalin „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]
Vestmannaeyjar í dag

Einmuna blíða var í Eyjum í dag. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér til að mynda og fer hann með okkur vítt og breitt um Eyjuna. Byrjar hjá Urðavita, flýgur yfir Viðlagafjöru. Því næst á hafnarsvæðið og þar fáum við að sjá framkvæmdirnar á Gjábakkabryggju. Sjón er sögu ríkari. (meira…)