Mynd að komast á nýjan Herjólf

Smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju gengur samkvæmt áætlun. Komin er mynd á nýju ferjuna enda skrokkurinn nú tilbúinn og allt útlit fyrir að ferjan verði afhent Vegagerðinni þann 22. september líkt og stefnt hefur verið að. Skrokkurinn er tilbúinn en hurðarnar er verið að smíða. Innanfrágangur er hafinn rétt eins og málun skrokksins. �?ótt skrokkurinn sé nú […]
Vestmannaeyjabörn til Noregs, 45 árum seinna

Í tilefni 90 ára afmælis Íslendingafélagsins í �?sló var ákveðið koma á endurfundum allra barna frá Vestmannaeyjum sem fóru til Noregs árið 1973 og þeirra sem tóku á móti börnunum eða komu á einhvern hátt að ferðinni. Guðrún Erlingsdóttir er ein af fimm sem eru í undirbúningsnefnd. Hvaðan kom hugmyndin og af hverju var ákveðið […]
Bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu

SÍBS Líf og heilsa er forvarnaverkefni um heilbrigði og lífsstíl þar sem SÍBS ásamt Samtökum sykursjúkra, Hjartaheill og Samtökum lungnasjúklinga bjóða almenningi ókeypis heilsufarsmælingu í samstarfi við heilbrigðisstofnanir og sveitarfélög. Fagfólk frá heilsugæslunni verður á staðnum og veitir ráðgjöf og eftirfylgd. Mældur er blóðþrýstingur, blóðfita, blóðsykur, súrefnismettun og fleira, auk þess sem þátttakendum er boðið […]
Sigurlás �?orleifsson skólastjóri er látinn

Maðurinn sem lést uppi á Heimakletti í gærkvöldi og var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar, var Sigurlás �?orleifsson, skólastjóri Grunnskólans í Vestmannaeyjum. Sigurlás hefði orðin 61 árs, þann 15. júní næstkomandi og lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn. Sigurlás var skólastjóri við GRV í fimm ár en hefur starfað við skólann í fjöldamörg ár, bæði […]
Vörulína frá ORA sú besta á sjávarútvegssýningunni Brussel

Iceland´s Finest vörulínan frá ORA var valin vörulína ársins á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem fram fer í þessari viku. Vörulínan inniheldur vörurnar Creamy Masago Bites, Crunchy Caviar Bites og Rich Langoustine Soup. Tilkynnt var um vinningshafa við hátíðlega athöfn í sýningarhöllinni í Brussel. Eyjapeyinn Jóhannes Egilsson er útflutningsstjóri hjá ORA og tók á móti verðlaununum. […]
Eyjamenn komnir yfir í einvíginu gegn Haukum

ÍBV lagði Hauka að velli í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla sem fram fór í kvöld, lokatölur 24:22. �?að voru heimamenn í ÍBV sem tóku frumkvæðið í leiknum og héldu Hauka-liðinu frá sér með naumri forystu til að byrja með. �?egar flautað var til hálfleiks var munurinn hins vegar fjögur mörk og hefði […]
Meðvitundarlaus maður sóttur uppá Heimaklett

Núna fyrr í dag fannst maður meðvitundarlaus uppá Heimakletti. Björgunarsveitin var kölluð til ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti manninn. Eyjafréttir höfðu samband við lögreglu sem staðfesti þetta en vildi ekki tjá sig frekar um málið eða líðan mannsins. (meira…)
Fíkniefni fundust við þrif á veitingastað

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni hjá lögreglunni þegar við þrif á einum af veitingstöðum bæjarins um helgina fundust ætluð fíkniefni sem talið að sé um 10 gr. af amfetamíni að talið er. Ekki er vitað hver er eigandi efnanna. Einn þjófnaður var tilkynntur lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða þjófnað […]
Landakirkju gospel á vorhátíð

Vorhátíð Landakirkju verður haldin sunnudaginn 29. apríl nk. Á hátíðinni kennir ýmisa grasa en hún hefst með fjölskyldumessu á sunnudagsmorgun kl. 11:00 þar sem Sunday School Party Band mun leika undir söng kirkjugesta, biblíusagan verður á sínum stað og mikið verður sprellað. Að lokinni messu býður sóknarnefnd kirkjugestum í grillaðar pulsur og með því og […]
Eyjamenn fá Hauka í heimsókn í dag

ÍBV og Haukar mætast í Vestmannaeyjum í dag kl. 18:30 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Eins og allir vita hafa viðureignir þessara liða verið ótrúlega spennandi undanfarin ár og gera má ráð fyrir að það verði eins núna. Haukar eru með mikla breidd og hafa verið að koma sterkir inn að undanförnu […]