Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Skak Ads 20251124 190831

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]

Ísfisktogarar á Austfjarðamiðum

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE hafa að undanförnu lagt stund á veiðar á Austfjarðamiðum og hafa þeir allir landað í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar. Þórhallur Jónsson, skipstjóri á Gullver, sagði að landað hefði verið 76 tonnum á Seyðisfirði á mánudaginn. „Þetta var nánast eingöngu þorskur og ýsa. Við […]

Mikil áhrif á orkukostnað í Eyjum

DSC_1472

Landsnet stefnir að því að hætta að bjóða upp á skerðanlegan flutning rafmagns til Vestmannaeyja um næstu áramót, samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá HS Veitum um áhrif breytingarinnar á sveitarfélagið. Í svörum fyrirtækisins kemur fram að niðurfelling skerðanlegs flutnings muni hafa veruleg áhrif á rekstur […]

„Þýðir auðvitað bara betra verð“

„Svartur föstudagur þýðir auðvitað bara betra verð fyrir okkar viðskiptavini og því tilvalið að klára þau kaup sem fólk hefur verið að velta fyrir sér að fara út í,“ segir Björgvin Hallgrímsson, fjármálastjóri Miðstöðvarinnar í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að verslunin leggi almennt áherslu á hóflegt verð allt árið, en fái nú „smá aðstoð“ […]

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV er komið út

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2025 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við Guðmund Tómas Sigfússon þjálfara og leikmennina þau Helenu Heklu Hlynsdóttur og Sigurð Arnar Magnússon. Þá eru umfjallanir og myndir frá verkefnum deildarinnar í vor og sumar, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar. Ritstjóri blaðsins er Örn Hilmisson. Knattspyrnudeild vill þakka öllum styrktaraðilum […]

Fjárhagsáætlun bæjarins samþykkt samhljóða

DSC_6266

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt samhljóða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu bæjaryfirvalda. Þar segir enn fremur að tekjur séu varlega áætlaðar og ekki gert ráð fyrir að skatttekjur ársins 2026 verði hærri en raunskatttekjur þessa árs. Rekstrartekjur eru áætlaðar 10,4 ma.kr. og rekstrarútgjöld eru áætluð 9,99 ma.kr. á árinu 2026. […]

Vorlykt í lofti í lok nóvember

Það er vorlykt í lofti í lok nóvember, segir Halldór B. Halldórsson í yfirskrift nýs myndbands sem hann birtir í dag. Það viðraði svo vel eftir hádegi að Halldór ákvað að skella drónanum á loft yfir Heimaey. Kíkjum á myndbandið. (meira…)

Jarðrannsóknir milli lands og Eyja í bígerð

Búið er að stofna félag sem fær nafnið “Eyjagöng ehf.”. Félagið er stofnað til að leiða eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum um áratugaskeið. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmanni félagsins að tilefni stofnunarinnar sé niðurstaða starfshóps á vegum samgönguráðuneytisins frá árinu 2024, þar sem skýrt kom fram að brýnt væri að […]

Róbert Sigurðarson í eins leiks bann

Aganefnd Handknattleikssambands Íslands hefur úrskurðað Róbert Sigurðarson, leikmann ÍBV, í eins leiks bann eftir atvik í leik Vals og ÍBV í Olísdeild karla þann 22. nóvember sl.. Róbert hlaut útilokun með skýrslu í leiknum vegna þess sem dómarar töldu vera sérstaklega hættulega aðgerð og féll brotið samkvæmt þeirra mati undir reglu 8:6 a). Í kjölfarið […]

Innilaugin lokuð fram á næsta ár

Sundlaug Opf 20250320 203232

Framkvæmdir vegna viðhalds á hreinsikerfi innilaugar sundlaugarinnar hafa reynst mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Á vef Vestmannaeyjabæjar segir að upphafleg áætlun hafi gert ráð fyrir að verklok yrðu í byrjun desember, en vegna tafa sé nú stefnt að því að innilaugin opni aftur í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.