Segja enga innstæðu fyrir auknum strandveiðum

Frestur til að sækja um leyfi til strandveiða rann út á miðnætti og Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 684 báta. Miðað við þann fjölda er ljóst að engar aflaheimildir verða til staðar svo standa megi við það loforð stjórnvalda að strandveiðibátar megi sækja sjó í 48 daga. Ætla má að aflinn verði 25 þúsund […]
Sumarið heilsar með hvassviðri

Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Þá er ekki úr vegi að líta til veðurs. Í nýrri veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir: Austan 5-13 og bjart með köflum, en 8-15 á morgun, hvassast syðst. Hiti 5 til 10 stig í dag en að 14 stigum á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan […]
Þurftu að beita neyðarstöðvun til að forðast árekstur

Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Vísir.is greinir frá. Þar segir […]
Mæta KR í næstu umferð

Í gær var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Eyjamenn í pottinum eftir góðan sigur á Víking Reykjavík í síðustu umferð. ÍBV mætir í næstu umferð KR-ingum og fer leikurinn fram á heimavelli KR. Leikirnir fara fram dagana 14. og 15. maí. (meira…)
Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út á áttunda tímanum í kvöld að íbúðarhúsi á Brekastíg. Að sögn Friðriks Páls Arnfinnssonar, slökkviliðsstjóra var eldurinn staðbundinn í eldhúsi, en mikill reykur í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang. „Það gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og við tók að reykræsta húsið,” segir Friðrik Páll. Aðspurður um […]
Fór yfir stöðuna í sjávarútvegi

Á morgun verður aðalfundur Ísfélagsins. Fram kemur á heimasíðu félagsins að fimm einstaklingar séu í kjöri til aðalstjórnar en framboðsfrestur er liðinn og er því sjálfkjörið í stjórn sem er óbreytt á milli ára. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Einar Sigurðsson, Guðbjörg Matthíasdóttir, Gunnar Sigvaldason, Steinunn H. Marteinsdóttir og Sigríður Vala Halldórsdóttir. Þá er lagt […]
Vicente Valor aftur til Eyja

Knattspyrnuráð ÍBV hefur náð samkomulagi við KR að Vicente Valor verði á ný leikmaður ÍBV. Vicente sem er 26 ára miðju- og sóknarmaður yfirgaf ÍBV að lokinni síðustu leiktíð en hefur nú snúið aftur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Vicente lék í 7 leikjum fyrir KR en hann hafði áður leikið í […]
Ekki rukkað fyrir málma og verð á gleri lækkar

Terra hefur tilkynnt um breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. Á vef fyrirtækisins segir að frá og með 22. apríl muni ný verðskrá taka gildi á móttökustöð Terra umhverfisþjónustu í Vestmannaeyjum auk þess mun félagið breyta innheimtuaðferð á næstu misserum. Félaginu þykir leitt hvernig umræðan hefur þróast að undanförnu, enda endurspeglar hún ekki þann […]
Á ferðinni suður á eyju

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á útsýnisferð um suðurhluta Heimaeyjar. Þar ber m.a. fyrir kalkúnarnir sem fjallað var um hér á Eyjafréttum um páskana. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Náði 10 þúsund sippum á tveimur tímum

Í gær, á föstudaginn langa tók sr. Viðar Stefánsson fram sippubandið og sippaði til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja. Hann hafði gefið það út að hann ætlaði að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu og treysti hann á áheit bæjarbúa til söfnunar fyrir Krabbavörn. Viðar sippaði 879 sipp umfram 10.000 til að vera alveg öruggur með þetta. Ótrúlegt […]