Ljósaganga á Eldfell í þágu Krabbavarnar

Um hundrað tóku þátt í göngunni.

Krabbavörn Vestmannaeyja stendur fyrir hinni árlegu ljósagöngu á Eldfell í dag klukkan 18:00. Markmið göngunnar er að sýna samstöðu með þeim sem greinst hafa með krabbamein, heiðra batahetjur og minnast þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Gengið verður upp Eldfell og er þátttakendum boðið að mynda ljósaröð upp fjallið með höfuðljósum, vasaljósum eða ljósum […]

Stefna á að klára 9.000 tonn fyrir jól

Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir síldveiðar félagsins hafa farið vel af stað á þessu hausti. „Við byrjuðum í síðustu viku á síldveiðum úr íslenska stofninum. Okkar heimildir eru um 13.700 tonn, en við vorum búnir að taka ca. 2.700 tonn fyrir austan í bland við veiðar úr norsk-íslenska stofninum,“ segir hann. Aðspurður um hvað Ísfélagið […]

ÍBV fær færeyskan markvörð

Færeyski knattspyrnumaðurinn Ari Petersen hefur gengið til liðs við ÍBV á eins árs lánssamningi frá færeyska félaginu KÍ Klaksvík. Í frétt á vefsíðu ÍBV segir að Ari sé 22 ára markvörður sem lék alla leikina fyrir færeyska U21 árs landsliðið í síðustu undankeppni. Þar segir jafnframt að Ari hafi leikið fyrir færeyska efstu deildarliðið 07 […]

Malbikað í dag

Malbikad 20210511 120806

Malbikunarvinnu miðar áfram í Vestmannaeyjum og segir Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjafréttir að unnið verði að verkinu í dag. Að sögn Brynjars er áformað að malbika bílastæðið við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, Hvítingaveg, portið hjá Vinnslustöðinni og á Kirkjuvegi eftir framkvæmdir HS Veitna. „Þeir stefna á að taka daginn í dag […]

Lögreglan í Eyjum rannsakar mál tengt svokölluðum „764“ hópi

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum sendu í dag frá sér aðvörun til foreldra vegna starfsemi svokallaðra „764“ ofbeldishópa. Tilefnið er mál sem kom nýverið upp í Eyjum þar sem ungmenni var með efni tengt hópnum í síma sínum. Í tilkynningunni segir að hóparnir nýti börn í annarlegum tilgangi, meðal annars til að hvetja þau […]

Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]

Rekstrarafkoman umfram áætlun

Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum fyrir drög að níu mánaða rekstraryfirliti fyrir sveitarfélagið. Samkvæmt uppgjörinu er rekstrarstaða A- og B-hluta betri en áætlun gerði ráð fyrir, þó að vísbendingar séu um aukinn kostnað á ýmsum sviðum. Samstæðan í heild sinni sýnir jákvæða þróun, þar sem heildartekjur eru 6,8% yfir fjárhagsáætlun fyrstu níu mánuði ársins. Heildarrekstrarkostnaður […]

Niðurstöður tilrauna lofa góðu

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu, segir í frétt á vef Matís. Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til […]

Hafa landað í sjö höfnum í síðustu átta túrum

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu á Djúpavogi á sunnudaginn. Skipin voru kölluð inn til löndunar vegna þess að það vantaði fisk til vinnslu í vinnslustöðvar Vísis í Grindavík. Vestmannaey var með um 60 tonn og Bergey með 44 tonn en aflinn fékkst á Breiðamerkurdúpi, Lónsbugtinni og í Sláturhúsinu. Drjúgur hluti aflans var ufsi. […]

Vel sótt minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa

Gærdagurinn var tileinkaður minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar stóðu fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Markmið minningarstundarinnar var að hvetja fólk til að staldra við og íhuga ábyrgð hvers og eins í umferðinni, en ekki síður að sýna þakklæti gagnvart þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.