Vel sótt minningarstund um fórnarlömb umferðarslysa

Gærdagurinn var tileinkaður minningu þeirra sem látið hafa lífið í umferðinni. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fleiri viðbragðsaðilar stóðu fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Markmið minningarstundarinnar var að hvetja fólk til að staldra við og íhuga ábyrgð hvers og eins í umferðinni, en ekki síður að sýna þakklæti gagnvart þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og […]

Góð gjöf frá Kiwanisklúbbnum Helgafelli til Bjargsins

Kiwanisklúbburinn Helgafell afhenti nýverið Bjarginu á Hraunbúðum rausnarlega gjöf í formi fjögurra nýrra stillanlegra vinnuborða sem munu nýtast eldri borgurum sem sækja dagdvölina í daglegu starfi. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að gjöfin sé liður í áframhaldandi stuðningi Kiwanisklúbbsins við samfélagið, þar sem lögð er áhersla á að efla aðstöðu barna, ungmenna og fjölskyldna. […]

Sköpunarhús: Stefnt að því að starfsemin hefjist fljótlega eftir áramót

default

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja þann 11. nóvember sl. kynnti Eyrún Haraldsdóttir, verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála, uppfærðar hugmyndir um verkefnið Sköpunarhús. Málið hefur verið til umfjöllunar hjá bæjaryfirvöldum undanfarna mánuði. Sköpunarhús verður nýr vettvangur fyrir skapandi starf ungs fólks í Eyjum. Þar munu ungmenni geta fengið aðgang að aðstöðu, tækjum og faglegri leiðsögn til […]

Samgöngumál til umfjöllunar í bæjarráði

Flug Ernir Farthegar Jan 2024 Tms Lagf

Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði á fundi sínum í liðinni viku um stöðu samgöngumála, þar á meðal rekstur Herjólfs, flugáætlun og dýpkunarmál í Landeyjahöfn. Áætlunarflug hefst um mánaðarmótin Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, kynnti drög að fjárhagsáætlun félagsins fyrir árið 2026. Gert er ráð fyrir tæplega 22 milljóna króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári. Á fundinum kom […]

Litríkur ævintýrasöngleikur fyrir alla fjölskylduna

Í gær var frumsýndur í leikhúsinu ævintýrasöngleikurinn Skilaboðaskjóðan, byggður á ástsælli barnabók Þorvaldar Þorsteinssonar frá 1986. Bókin naut mikilla vinsælda á sínum tíma og hefur síðan lifað góðu lífi í huga margra. Leikfélag Vestmannaeyja setti verkið síðast upp fyrir um tuttugu árum og því var sannarlega tímabært að rifja upp þetta skemmtilega ævintýri á ný. […]

Fagmannakvöld Miðstöðvarinnar vel heppnað

Í gærkvöldi komu iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum saman í Miðstöðinni þar sem haldið var svokallað Fagmannakvöld. Boðið var upp á léttar veitingar og góða stemningu. Miðstöðin Vestmannaeyjum ehf. er fjölskyldurekið fyrirtæki sem hefur starfað í meira en 80 ár og hefur á þeim tíma byggt upp sterk og traust viðskiptasambönd við fjölda fyrirtækja, meðal annars Álfaborg, […]

Mæta botnliðinu á útivelli

Í dag lýkur 9. umferð Olísdeildar kvenna með tveimur leikjum. Í Garðabæ mætir Stjarnan liði ÍBV í Heklu Höllinni, þar sem heimastúlkur eru enn án sigurs og hafa aðeins fengið eitt stig úr fyrstu átta leikjum sínum. Eyjaliðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig eftir jafnmarga leiki og ætla sér að halda í […]

Opið bréf frá Dýravinafélagi Vestmannaeyja

Þann 8. september sl. sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins. Samkvæmt upplýsingum sem […]

Gjöf til allra kvenna afhent HSU í Eyjum

Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands komu til Vestmannaeyja í dag og afhentu Heilsugæslu Suðurlands í Eyjum Milou-heilsuverndarhugbúnað, sem er hluti af landsverkefninu „Gjöf til allra kvenna“. Með í för voru fulltrúar kvenfélagsins Líkn, sem hefur lengi verið öflugur bakhjarl heilbrigðismála í Eyjum. Milou-hugbúnaðurinn er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli […]

Ræddu stór hagsmunamál við innviðaráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Vestmannaeyja funduðu með Eyjólfi Ármannssyni, innviðaráðherra, í ráðuneytinu þann 6. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir helstu hagsmunamál Vestmannaeyja, þar á meðal fyrirhugaða lagningu nýrrar vatnslagnar, stöðu Landeyjahafnar, hafnarmál og framhald rannsókna á mögulegum jarðgöngum milli lands og Eyja. Kalla eftir fullri fjármögnun nýrrar almannavarnarlagnar Bæjarráð upplýsti ráðherra um stöðu mála varðandi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.