Fundur bæjarstjórnar í beinni

1615. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir eru síðari umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar og umræða um samgöngumál svo eitthvað sé nefnt. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingargluggann. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Seinni umræða- 2. 201212068 […]

Viðskiptavinur VSV varð fyrir drónaárás

WhatsApp Image 2025 04 08 At 17.20.03 (3)

Aðfaranótt mánudagsins sl. var gerð árás á höfuðstöðvar eins af viðskiptavinum Vinnslustöðvarinnar í Úkraínu. Fyrirtækið er með alls 25 verslanir vítt og breitt um Úkraínu. Flestar þeirra eru í borginni Sumy. Fjallað er um málið í dag á vef Vinnslustöðvarinnar. Stærsti hluti framleiðslunnar gjöreyðilagðist „Það var áfall að fá þær fréttir í byrjun vikunnar að […]

ÍBV úr leik

Eyja 3L2A0901

ÍBV er úr leik í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik eftir tap fyrir Aftureldingu í öðrum leik liðanna í Eyjum í gærkvöldi. Jafnræði var með liðunum lengst af í leiknum en gestirnir gerðu síðustu tvö mörk leiksins sem lauk 27-25. Eyjamenn áttu í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá markverði Aftureldingar sem varði 19 skot. […]

Dalur færist

Húsið Dalur var byggt árið 1906 og stendur við Kirkjuveg 35. Brátt verður breyting á því. Til stendur að færa húsið neðar í götuna. Nánar til tekið niður fyrir næsta hús á Kirkjuveginum, Grund. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð um framkvæmdasvæðið og sýnir hann okkur á myndbandi hér að neðan húsið sem og hæðina […]

Ók á kyrrstæða bifreið

Image000001

Í morgun var umferðaróhapp á Birkihlíð. Að sögn Stefáns Jónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum virðist sem ökumaður missi stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann hafnar á kyrrstæðri bifreið. Hann segir bæði ökutæki mikið skemmd eftir óhappið. „Engin slys á fólki og ástand ökumanns til rannsóknar ásamt tildrögum.” (meira…)

Minnisvarðinn á Skansinum: Síðasta platan endurgerð

minnisvardi_hetjur_hafsins

Minnisvarðinn sem Sjómannadagsráð, fyrir atbeina Ríkharðs Zoëga Stefánssonar, kom upp á Skansinum er veglegur bautasteinn reistur sjómönnum. Því miður var villa í einu nafnanna á síðustu plötunni og bent hefur verið á fáein nöfn sem þar ættu að vera með á listanum. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum og því verður síðasta platan endurgerð með […]

Laxey sækir um stækkun

default

Fyr­ir­tækið Lax­ey hf. hyggst stækka land­eld­is­stöð sína fyr­ir lax við Viðlaga­fjöru og sækja um leyfi fyr­ir allt að 42 þúsund tonna eldi á ári. Frá þessu er greint á fréttavef Morgunblaðsins í dag. Þar segir enn fremur að Lax­ey sé einnig með áform um að reisa aðra seiðaeld­is­stöð og er hún áformuð á at­hafna­svæði vest­an […]

ÍBV og Afturelding mætast í Eyjum

Tveir leikir eru í úrslitakeppni Olís deildar karla í kvöld. Í Eyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Eyjamenn þurfa sigur til að tryggja sér oddaleik eftir að Afturelding sigraði í fyrstu viðureigninni. Báðir leikir hefjast klukkan 19.30. Í tilkynningu frá handknattleiksdeild ÍBV segir að Fanzone opni klukkan 18:00. Þar verða grillaðir hamborgarar, ískaldir drykkir og […]

Tap í fyrsta leik

ÍBV Þór

Eyjamenn töpuðu í gær gegn Víkingi Reykjavík í fyrstu umferð Bestu deildar karla. Eftir markalausan fyrri hálfleik þar sem Víkingar sóttu meira gátu Eyjamenn ágætlega við unað að ganga til búningsklefa með stöðuna 0-0. Heimamenn komust svo yfir í byrjun seinni hálfleiks með marki frá Daní­el Haf­steins­syni. Gylfi Þór Sig­urðsson, leikmaður Víkings fékk svo að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.