Afhending menntaverðlauna í kvöld

Í kvöld fer fram afhending Íslensku menntaverðlaunanna 2025 á Bessastöðum. Verðlaunin verða veitt fyrir framúrskarandi skólastarf, verkefni og kennslu og verða afhent í sérstökum þætti á RÚV kl. 20.15. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum (FÍV) er meðal tilnefndra í ár, fyrir framúrskarandi starf í kennslu málm- og vélstjórnargreina. Tilnefningin er í flokknum Iðn- eða verkmenntun, þar sem […]

Umferðarslys á Strandvegi í morgun

Bilslys 20251105 111417

Umferðarslys varð á Strandveginum í morgun þegar bifreið og bifhjól lentu saman. Lögregla var kölluð á vettvang og var götunni lokað um stund á meðan unnið var að vettvangsrannsókn. Eyjafréttir óskuðu eftir upplýsingum frá Stefáni Jónssyni, yfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, sem staðfestir eftirfarandi: „Þarna hafði orðið umferðaróhapp milli bifreiðar og bifhjóls. Bifhjólið er mikið […]

Nýtt félag tekur við efnisvinnslunni í Eyjum

Vestmannaeyjabær hefur gert 10 ára samning við Efnisvinnslu Vestmannaeyja ehf. um rekstur efnisvinnslu á svæði AT-2. Samningurinn tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Í frétt á vef bæjaryfirvalda segir að félagið fái heimild til vinnslu og sölu á malarefni, þar sem lögð verði sérstök áhersla á öryggi og umhverfisvernd í allri starfsemi. Samningurinn tryggir reglulegt eftirlit […]

Lionsmenn gáfu lögreglunni hjartastuðtæki

Lögreglan í Vestmannaeyjum tók vel á móti Lionsmönnum í gær þegar þeir komu færandi hendi með tvö hjartastuðtæki að gjöf. Tækin verða staðsett í lögreglubifreiðum og eru gefin til minningar um Ægi Ármannsson, félaga í Lionsklúbbnum sem lést í ársbyrjun. Lögreglumenn sýndu gestunum aðstöðu sína og buðu upp á notalegt kvöldkaffi. Þar gafst tækifæri til […]

Aglow-fundur í Landakirkju

landakirkja_safnadarh.jpg

Aglow-fundur verður haldinn í kvöld, miðvikudaginn 5. nóvember kl. 19:30 í betri stofu safnaðarheimilis Landakirkju. Á fundinum mun Guðbjörg Guðjónsdóttir flytja erindi þar sem hún segir frá móti sem hún sótti í Skotlandi. Einnig mun Vera Björk leiða íhugun sem byggð er á bók sr. Þorvaldar Víðissonar, Gimsteinninn. Að lokinni dagskrá verður kaffi, söngur og […]

Lúðrasveitin blæs til hausttónleika

ludrasveit_fb_2025_cr

Lúðrasveit Vestmannaeyja heldur sína árlegu hausttónleika nú um komandi helgi, laugardaginn 8. nóvember kl. 16:00. Tónleikarnir fara fram í Hvítasunnukirkjunni og gengið verður inn Hallarlundsmegin. Lúðrasveitin hefur starfað óslitið frá stofndegi 22.mars 1939 og hafa hausttónleikarnir verið hluti af starfinu lengur en elstu menn muna. Að geta haldið úti slíku starfi í bæjarfélagi sem okkar […]

Bilun tafði brottför Álfsness

Alfsnes_DSC_1851

Dæluskipið Álfsnes, sem ætlað er að hefja dýpkun í Landeyjahöfn, var tekið aftur í slipp í dag eftir að bilun kom upp í nýupptekinni hliðarskrúfu. Það staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við Eyjafréttir. „Nýupptekin hliðarskrúfa missti alla olíu og því þurfti að taka skipið upp aftur, og var það gert í dag,“ […]

Síldarvertíðin hafin hjá Vinnslustöðinni

Gullberg VE

Gullberg VE kom í gær til Eyja með fyrsta síldarfarm vertíðarinnar, alls um 860 tonn af fallegri Íslandssíld í góðum gæðum. Í samtali við vef Vinnslustöðvarinnar segir Jón Atli Gunnarsson, skipstjóri á Gullbergi VE, að byrjunin hafi verið góð og aflinn fínn miðað við árstíma. „Við fengum um átta hundruð og sextíu tonn í þremur […]

Áætla að fjárfesta fyrir milljarð án lántöku

DSC_6266

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2026 var tekin til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, flutti framsögu og sagði stöðu bæjarsjóðs áfram trausta þrátt fyrir áskoranir sem sveitarfélög víða um land glíma við. Gert er ráð fyrir jákvæðri afkomu bæði í A-hluta bæjarsjóðs og samstæðu, og áhersla lögð á áframhaldandi aðhald […]

Fermingarbörn ganga í hús til styrktar vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar

Á morgun, miðvikudaginn 5. nóvember milli kl. 17.30 og 19.00 munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða. Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.