ÍBV tekur á móti Keflavík

Eyja 3L2A1461

Lokaleikur 6. umferðar Lengudeildar kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV fær Keflavík í heimsókn. ÍBV gengið vel að undanförnu og unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Keflavík hefur hins vegar verið að misstíga sig og tapaði til að mynda síðasta leik sínum gegn HK, en HK er á toppi deildarinnar með 15 stig. […]

Guðmund­ur Fer­tram heimsækir Eyjamenn

GFS Arlington 1 1

​Guðmund­ur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Kerec­is og stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins er einn frummælenda á opnum fundi sem Eyjafréttir standa fyrir í Akóges í dag. Fundurinn er um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er nú í meðförum Alþingis. Guðmundur hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og sagði m.a. í umsögn sem hann sendi atvinnuveganefnd þingsins að frumvarpið muni með „einu pennastriki“ soga […]

Ómetanlegt að fá fram þessi sjónarmið

Víðir Óskar Pétur

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð í Vestmannaeyjum. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði þegar hann kom til Eyja og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál […]

Heimaey blessuð – myndir

Nýjasta skip Ísfélagsins, Heimaey VE var til sýnis fyrir gesti og gangandi í dag. Áður en að því kom var skipið blessað af séra Viðari Stefánssyni og tók Ólafur Einarsson skipstjóri einnig þátt í blessuninni. Fjöldi manns mætti í kjölfarið til að skoða þetta glæsilega skip auk þess að þiggja léttar veitingar í tilefni dagsins. […]

Gerðu margvíslegar athugasemdir

DSC_7648

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu á dögunum umsögn um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi. Athugasemdirnar eru margvíslegar, eins og þegar frumvarpið var sett í samráðsgátt stjórnvalda. Nýjar athugasemdir og ítarefni hafa bæst við og er rétt að vekja athygli á nokkrum þeirra, segir í fréttatilkynningu frá SFS. Yfirlýsing frá Norges Sildesalgslag, sem stýrir uppboðsmarkaði fyrir […]

Ný Heimaey til sýnis í dag

Heimaey 20250531 073801

Í dag á milli klukkan 17 og 19 verður nýtt skip Ísfélagsins, Heimaey VE opið fyrir gestum og gangandi. Þar verður hægt að skoða þetta nýjasta skip íslenska flotans. Í tilkynningu á facebook-síðu Ísfélagsins segir að tilhlökkun sé að sjá sem flesta um borð í nýja skipinu. Skipið var smíðað af Karstensens skipasmíðastöðinni í Skagen […]

Ha! Nei!, getur ekki verið!

lotto

„Ha nei!, ha nei!, getur ekki verið!“ endurtók vinningshafinn aftur og aftur eftir að hann sá vinningsmerkið við miðann sinn inn á lotto.is. Hann starði lengi á töluna við merkið – því hún gat varla verið dagsetning – en hann átti jafn erfitt með að trúa því að þetta væri raunveruleg vinningsupphæð sem hann hefði […]

Opinn fundur um veiðigjöld

Hofnin

Fátt brennur heitar á íbúum sveitarfélaga sem byggja allt sitt á sjávarútvegi en ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hækka veiðigjöld umtalsvert á bolfisk og uppsjávarfisk. Næstkomandi fimmtudag standa Eyjafréttir fyrir opnum fundi í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Bæði forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra fengu boð á fundinn en þær hafa báðar tilkynnt um forföll. Einnig fengu allir þingmenn […]

Fullkominn björgunarhringur um borð í Herjólf

Bjorgunarhringur Afh Ads IMG 0318

Áhöfn og starfsfólki Herjólfs ohf leggur mikla áherslu öryggi farþega og áhafnar í siglingum með Herjólfi. Ólafur Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ítrekar mikilvægi öryggismála um borð. „Það er ekki aðeins lögð áhersla á að öryggisbúnaður um borð í skipinu standist gildandi lög, því Herjólfur vill vera öðrum fyrirmynd og þess vegna er meiri og betri […]

Hádegisferðir Herjólfs falla niður

herjolfur_b-3.jpg

Vegna hvassviðris í Vestmannaeyjum falla niður ferðir kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að vindur eigi að fara minnkandi þegar líða tekur á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.