Sjómennskan í fjóra ættliði

Á sunnudaginn verður sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur. Af því tilefni tökum við nú púlsinn á sjómannslífinu. Rætt er við þá feðga Jón Atla Gunnarsson, skipstjóra á Gullberginu og Hákon Jónsson, stýrimann á Drangavík á fréttasíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir að stundum sé talað um að sjómennska sé fjölskylduarfur sem heldur áfram til næstu kynslóðar. Það á vissulega […]
„Stór áfangi náðist í dag”

Í dag var greint frá því á stór áfangi hafi náðst hjá Laxey þegar steyptur var botninn í fyrsta fiskeldiskerið í áfanga 2 í Viðlagafjöru. „Þetta táknræna skref markar upphaf sýnilegrar uppbyggingar kerjanna, þó svo að vinna við áfangann hafi hafist snemma á þessu ári. Í hvert ker fara um 200 rúmmetrar af steypu og […]
Leikskólastarfsmaður sendur í leyfi eftir að hafa slegið til barns

Starfsmaður leikskóla í Vestmannaeyjum hefur verið sendur í leyfi fyrir að hafa slegið til barns. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV í dag. Þar segir enn fremur að atvikið hafi átt sér stað í síðustu viku og er til meðferðar hjá deildarstjóra fræðslu- og uppeldismála Vestmannabæjar sem og hjá mannauðsstjóra bæjarins. Haft er eftir […]
Leggja allt kapp á að leysa málið

Vestmannaeyjabær hefur sent frá sér tilkynningu vegna heilsuræktar við Íþróttamiðstöð. Þar segir að Vestmannaeyjabær hafi óskað eftir tilboðum í mars/apríl í uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktar við Íþróttamiðstöðina og óskaði jafnframt eftir tilboði í rekstur núverandi heilsuræktar þar til ný aðstaða verður tilbúin. Ósk um tilboð í rekstur núverandi heilsuræktar var til að tryggja að […]
Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]
„Þetta var stutt og laggott”

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hefði gengið vel. „Þetta var stutt og laggott. Fínasta veður og ágætis veiði. Við byrjuðum á Péturseynni og tókum þar þrjú eða fjögur hol. Síðan færðum við okkur á Ingólfshöfðann og þar […]
Fjórir frá ÍBV í HM-hópi Einars og Halldórs

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 karla hjá HSÍ, hafa valið lokahóp sinn fyrir komandi Heimsmeistaramót sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní nk. Þjálfararnir völdu m.a. fjóra úr leikmannahópi ÍBV í verkefnið. Það eru þeir Elís Þór Aðalsteinsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Þeir verða í 16 […]
Vel heppnað herrakvöld – myndir

Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í Reykjavík á föstudaginn sl.. Sérstakur heiðursgestur var Ásgeir Sigurvinsson. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni að 70 ára afmæli hans þann 8. maí sl.. Veislustjóri var Martin Eyjólfsson og ræðumenn voru þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson […]
Áhrif breytinga á veiðigjaldi – staðreyndir og áhrif nýs frumvarps

Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu […]
Toppliðið heimsækir botnliðið

Í kvöld hefst 5. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Eyjaliðið farið vel af stað í sumar og unnið þrjá af fjórum leikjum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta en síðan þá hefur liðið verið á flugi. Afturelding er hins vegar án stiga í neðsta sæti deildarinnar. Flautað er til leiks klukkan 18.00 […]