Bæjarstjórnarfundur í beinni

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]
Fóru 2490 sjómílur í rallinu

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vorrall Hafrannsóknarstofnunar. Bæði Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í rallinu en því lauk hjá Vinnslustöðvar-skipunum um helgina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand […]
Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]
Breytt áætlun vegna árshátíðar

Búið er að gefa út breytta siglingaáætlun Herjólfs nk. laugardag og sunnudag vegna árshátíðar starfsmanna. Laugardagur 22.mars 2025 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00,14:30, 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08.15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15 Ef sigt er til/frá Þorlákshöfn eru brottfarir eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 14:30 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]
Ítalskt kvöld á Einsa

Laugardaginn 22. mars verður sannkallað ítalskt skemmtikvöld ásamt ítalskri matarupplifun þar sem Einsi & hans fólk mun töfra fram ítalska rétti með ítölsku hráefni. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja ítölsk sönglög frá ýmsum tímum ásamt spjalli um sögu og uppruna þeirra. Það verður farið inn í heitar tilfinningar ítalskra vonbiðla, […]
Litla Mónakó – Íbúðaverð í Vestmannaeyjum rýkur upp

Svona gæti fyrirsögnin litið út í Vestmannaeyjum þegar að árið er gert upp, ef sagan endurtekur sig. Ekki ósvipuð fyrirsögn og Rúv birti í kjölfar mikils uppgangs fiskeldis á Vestfjörðum. „Viðskipti með íbúðir á Vestfjörðum hafa tekið kipp að undanförnu og er árleg velta hærri þar en á sambærilegum svæðum. Fasteignaverð á Vestfjörðum hefur jafnframt […]
Frátafir á Eiðinu eru töluvert minni en í Gjábakkafjöru

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í liðinni viku frumathugun á staðsetningum á stórskipakanti í Vestmannaeyjum. Skýrsluna vann Vegagerðin. Skýrslan byggist á því að grjót til uppbyggingar sé aðgengilegt í Vestmannaeyjum og ef svo er ekki raunin verður kostnaður umtalsvert meiri. Forsendur fyrir framlagi frá hafnarbótasjóði byggjast m.a. á fjárhagslegri hagkvæmni framkvæmda. […]
Botnbaráttuslagur í Garðabæ

18. umferð Olís deildar kvenna klárast í dag er fram fara tveir leikir. Í Garðabæ tekur Stjarnan á móti ÍBV í sannkölluðum botnbaráttuslag. ÍBV í næstneðsta sæti með 7 stig en Stjarnan í sætinu fyrir ofan með 10 stig. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Heklu Höllinni í Garðabæ. Leikir dagsins: sun. 16. mar. 25 14:00 […]
Hverjir sögðu hvað

Í vikunni var greint frá því að búið sé að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Karl Gauti sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi boðið öllum […]
„Þakklæti er okkur efst í huga”

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]