Neistinn vekur athygli erlendis – Drengir inn úr kuldanum

Mikil umræða hefur verið um menntamál og fyrir skömmu heimsótti Guðmundur Ingi Kristinsson, menntamálaráðherra Vestmannaeyjar og kynnti sér verkefnið Kveikjum neistann sem hleypt var af stokkunum í Grunnskólanum árið 2021. Ræddi hann við fólk sem kemur að verkefninu. Síðdegisútvarpið á Bylgjunni ræddi í gær við Svövu Þórhildi Hjaltalín læsisfræðing, grunnskólakennara og verkefnastjóra Kveikjum neistann við […]
Samið um endurbyggingu Gjábakkabryggju

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudag var farið yfir tilboð sem bárust í endurbyggingu Gjábakkabryggju. Fram kemur í fundargerðinni að þann 29. apríl hafi verið opnuð tilboð í endurbyggingu Gjábakka, í stálþilrekstur. Jafnframt segir að engar athugasemdir hafi borist um framkvæmd útboðsins. Eftirfarandi tilboð bárust: Kranar ehf. 199.583.169 kr. Sjótækni ehf. 225.884.500 kr. Hagtak […]
Happafley kveður Heimaey

Á miðvikudagskvöldið hélt Heimaey VE í síðasta sinn úr heimahöfn. Ísfélagið hefur selt skipið til Noregs og verður afhent kaupendum í Maloy í næstu viku. Skipið hefur reynst félaginu vel á allan hátt þau þrettán ár sem það hefur verið gert út. Sjá einnig: Heimaey VE seld til Noregs Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta hefur […]
Baldurshagi undir regnboganum

Hann var glæsilegur regnboginn sem myndaðist yfir Eyjum í kvöld. „Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið. Ljósgeisli […]
„Mjög mikilvægur vettvangur fyrir okkur”

Í dag lýkur sjávarútvegssýningunni Seafood Expo. Sýningin, sem hefur staðið yfir síðan á þriðjudag er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin var lengst af haldin í Brussel í Belgíu en var færð yfir til Barcelona og er sýningin í ár haldin í fjórða sinn á Spáni. Vinnslustöðin var venju samkvæmt með bás á sýningunni […]
Ríkið styrkir gerð göngustígs í hlíðum Eldfells

Atvinnuvegaráðuneytið og Vestmannaeyjabær hafa undirritað samning um verkefnastyrk til gerðar göngustígs (gönguleiðar) í hlíðum Eldfells í tengslum við listaverk til minnis um eldgosið á Heimaey 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Listaverkið er hannað af Ólafi Elíassyni og mun gönguleiðin liggja frá verkinu og hringinn í kringum gíginn í Eldfelli. Saman munu listaverkið […]
Pavel fer frá Eyjum til Ísraels

Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV undanfarin ár hefur ákveðið að yfirgefa klúbbinn og halda af landi brott. Næsti viðkomustaður hans er Ísrael þar sem hann hefur samið við HC Holon. Í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV segir að Pavel hafi verið 25 ára gamall þegar hann kom til ÍBV í janúar árið 2023 frá […]
Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag

Einn ástsælasti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Ásgeir Sigurvinsson fagnar í dag sjötugs afmæli. Ásgeir fæddist 8. maí árið 1955 í Vestmannaeyjum. Hann hóf ferilinn með ÍBV og lék á meginlandi Evrópu með liðunum Standard Liège, Bayern München og VfB Stuttgart. Hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 1984 og bikarmeistari með Bayern árið 1982. Einnig vann hann bikartitla […]
„Fín veiði og kvótavæn blanda”

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hefði verið mjög góð. „Við byrjuðum á að taka tvö hol á Ingólfshöfða og þar fékkst blandaður afli en síðan var haldið á Skerbleyðuna út af Hornafirði. Þar var fín veiði og kvótavæn […]
Vill einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju

Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar lagði fram – á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs – til kynningar tillögu að tilraunaverkefni þar sem einstefna yrði frá Tangagötu að Básaskersbryggju við smábátahöfn. Tillagan er til þess fallin að bæta umferðaröryggi við Vigtartorg samhliða aukinni þjónustu við skemmtiferðaskip og ferðamenn á torginu. Í skýringum með tillögunni segir […]