Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]
Laxey áformar stækkun í Viðlagafjöru

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur tekið jákvætt í erindi Laxeyjar ehf. um að stækka athafnasvæði félagsins í Viðlagafjöru. Fyrirtækið hyggst hefja vinnu við skipulagsbreytingar sem fela í sér að efnistökusvæði E-1, sem er um 5,1 hektari, verði fellt undir iðnaðarsvæði I-3. Laxey vinnur nú að umhverfismati vegna fyrirhugaðrar stækkunar á framleiðslugetu úr 11.500 tonnum í […]
Nýr samstarfssamningur ÍBV og Vestmannaeyjabæjar

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu […]
KFS gerir upp tímabilið

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]
Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]
Frábær stemning á árshátíð VSV

Árshátíð Vinnslustöðvarinnar var haldin með pompi og prakt um helgina. Í frétt á vefsíðu VSV segir að hátíðin hafi hafist með fordrykk á Háaloftinu þar sem gestir nutu samvista áður en hátíðin var formlega sett í Höllinni. „Veislustjórar kvöldsins voru hinir óviðjafnanlegu Sveppi og Pétur Jóhann. Þeir leiddu gesti í gegnum kvöldið með léttu spjalli, […]
Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]
Unnið að dýpkun í Landeyjahöfn

„Hér fyrir neðan má sjá nýjustu dýptarmælingu í Landeyjahöfn. Ljóst er að dýpið hefur minnkað töluvert. Bæði veður og ölduspá næstu daga gefa til kynna að aðstæður til að sigla fulla áætlun í Landeyjahöfn eru hagstæðar, en um leið og alda hækkar mun þurfa að sigla eftir sjávarföllum,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]
„Við verðum að nýta tímann fram að áramótum“

Sigurgeir B. Kristgeirsson (Binni), framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að félagið skoði nú samstarf við önnur félög til að draga úr áhrifum tvöföldunar veiðigjalda. Hann segir að staðan í sjávarútvegi sé almennt mjög erfið og að nýja skattlagningin bitni sérstaklega á fyrirtækjum á landsbyggðinni. „Já, við höfum gert það,“ segir Binni í samtali við Eyjafréttir aðspurður um […]
Dýpið í Landeyjahöfn skapar frátafir

Síðustu ferðir Herjólfs í kvöld kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn falla niður vegna sjávarstöðu. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þá segir að Herjólfur stefni á að sigla skv. eftirfarandi áætlun á morgun, laugardaginn 11. október: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 17:00, 19:30, 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl […]