Óska eftir framlengingu á áætlunarflugi

Á fundi bæjarstjórnar fór bæjarstjóri yfir stöðuna á ríkisstyrkta fluginu sem mun að óbreyttu hætta 28. febrúar nk.. Bæjarstjóri hefur sent ósk til innviðaráðuneytis og Vegagerðarinnar um að halda fluginu áfram vegna stöðunnar í Landeyjahöfn. Vilyrði fyrir viðbótarfjármagni þarf að liggja fyrir hjá ráðuneytinu svo hægt sé að framlengja flugið. Brýnir hagsmunir í húfi Bæjarstjóri […]
Góð loðnuveiði í dag

Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi. „Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og […]
Tap gegn ÍR

Kvennalið ÍBV þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í ár, en liðið tapaði í dag gegn ÍR á útivelli. ÍR leiddi allan leikinn. Hálfleikstölur voru 21 – 14. ÍBV tókast aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en náðu þó aldrei að ógna sigri ÍR. Lokatölur 34-30. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með […]
Líflegt við höfnina – myndir og myndband

Það var heldur betur líflegt við höfnina í gær, enda verið að undirbúa loðnuvertíð. Menn þurfa að hafa hraðar hendur til að reyna að hitta á loðnuna á réttu þroskastigi. Svo er bara að vona að það komi önnur ganga og það mælist meira svo hægt verði að bæta við kvótann. Óskar Pétur Friðriksson var […]
Auglýst eftir lögreglustjóra

Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir jafnframt að Vestmannaeyjar hafi verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, sem gegnt hefur embættinu, var kjörinn á Alþingi í […]
ÍBV mætir ÍR á útivelli

Sautjánda umferð Olísdeildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍR á móti ÍBV. ÍR-ingar í fimmta sæti með 11 stig en ÍBV er í því næstneðsta með 7 stig. Leiknar eru 21 umferð í deildinni og er ÍBV þremur stigum á eftir Stjörnunni og tveimur syigum á undan botnliði […]
Liðsstyrkur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Þorlákur Breki Baxter hefur gengið til liðs við ÍBV á láni frá Stjörnunni en hann kom til Stjörnunnar frá ítalska liðinu Lecce fyrir tímabilið 2024. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV. Hann kemur til með að leika með ÍBV til loka tímabilsins en hann ólst upp hjá Hetti og skipti yfir í Selfoss […]
Lítil loðnuvertíð undirbúin

Strax í gær byrjuðu þær útgerðir sem eiga loðnukvóta að undirbúa skip til brottfarar á loðnumiðin. Hafrannsóknastofnun ráðlagði veiðar á 8589 tonnum, en af þeim tonnum verður 4.683 tonn til skiptana til íslenskra skipa. Útgerðirnar í Eyjum eru í óðaönn að undirbúa veiðarnar. Í færslu á facebook-síðu Ísfélagsins í dag segir að eðlilega hafi kurrað […]
Þurfti að fara í kalt bað eftir að vinna 70 milljónir

Tveir skiptu með sér fimmföldum fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi og fengu tæpar 40 milljónir hvor og höfðu báðir keypt miðana í Lottóappinu. Annar þeirra var í bíltúr ásamt dóttur sinni þegar síminn hringdi og sagði þegar hann sá að það var Íslensk getspá: „Hva, eru þau að hringja í mig? Ég skulda […]
Framkvæmdafréttir

Víða um bæinn eru framkvæmdir í fullum gangi. Má þar nefna framkvæmdir á vegum Vestmannaeyjabæjar við íþróttamannvirki. Þá er unnið að byggingu fjölbýlishúsa og einbýlishúsa. Að ógleymdri uppbyggingu í Viðlagafjöru. Halldór B. Halldórsson leit við á nokkrum stöðum þar sem framkvæmdir standa yfir og má sjá myndband af því hér að neðan. (meira…)