ÍBV og ÍA mætast í Eyjum

Tveir leikir fara fram í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Skagamönnum sem hafa verið á mikilli siglingu undanfarið. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en ÍA er í þriðja sæti með 28 stig. Leikurinn í dag er næst síðasti heimaleikur ÍBV á tímabilinu en ÍBV […]
Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Bæjarráð leggur til lækkun fasteignaskatts

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til við bæjarstjórn að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði lækki á næsta ári úr 0,235% í 0,225%. Jafnframt verði hlutfallið óbreytt á opinberar stofnanir, 1,320%, en fasteignaskattur á annað húsnæði, þar á meðal atvinnuhúsnæði, lækki úr 1,325% í 1,315%. Með þessari breytingu er stefnt að því að draga áfram úr áhrifum hækkunar fasteignamats á […]
Fyrirhuguð stækkun leikskólalóðar við Kirkjugerði

Á fundi fræðsluráðs Vestmannaeyja kynnti Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fyrirhugaða stækkun leikskólalóðar við leikskólann Kirkjugerði. Í ljósi stækkunar leikskólans og aukins fjölda leikskólabarna er þörf á stærra leiksvæði orðin aðkallandi. Leikskólastjóri Kirkjugerðis og framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs hafa skoðað mismunandi útfærslur og telja að stækkun lóðarinnar til suðurs sé heppilegasti kosturinn. Fram kom […]
Líflegt í skúrnum

Það er alltaf líflegt og góð stemning í skúrnum hjá körlunum í kjallara Hraunbúða. Halldór B. Halldórsson leit þar við í morgun og tók nokkra þeirra tali. Sjón er sögu ríkari. (meira…)
Túrinn gekk vel – eitt atvik stóð þó upp úr

„Sigurjón frændi hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka afleysingatúr með þeim á Þórunni. Ég hafði tvisvar áður farið túr á skipinu og fannst þetta svo skemmtilegt,“ segir Berglind Kristjánsdóttir sem tók að sér að elda fyrir áhöfnina í síðasta túr ísfisktogarans. Rætt er við Berglindi á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. […]
Sérstakt eftirlit með stöðvunarskyldum

Í október koma ökumenn í Vestmannaeyjum til með að verða varir við aukna viðveru lögreglu við stöðvunarskyldur bæjarins. Ástæðan fyrir því er sú að Lögreglan í Vestmannaeyjum ætlar að halda úti sérstöku eftirliti með stöðvunarskyldum. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. „Til upprifjunar þá þýðir stöðvunarskylda einfaldlega að þú eigir að […]
Breytt áætlun vegna skoðunar á björgunarbúnaði

Vegna skoðunar á björgunarbúnaði ferjunnar falla niður eftirfarandi ferðir. Fimmtudaginn 2.október kl. 12:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 13:15 frá Landeyjahöfn. Sunnudaginn 5.október kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn. Nokkrar vikur er síðan lokað var fyrir bókanir í þessar ferðir og því enginn sem átti bókað, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar […]
Veiða bæði fyrir vestan og austan land

Ísfisktogararnir Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allir landað góðum afla að undanförnu. Jóhanna Gísladóttir landaði sl. fimmtudag í Grundarfirði og aftur á mánudag í Grindavík en Vestmannaeyjaskipin lönduðu í Neskaupstað á mánudag . Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar um veiðiferðirnar. Smári Rúnar Hjálmtýsson á Jóhönnu Gísladóttur sagði að síðustu […]
Suðurlandsslagur í Eyjum

Tveir leikir fara fram í 4. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Selfyssingum í sannkölluðum Suðurlandsslag. ÍBV hefur farið vel af stað og er með 4 stig af 6 mögulegum. Lið Selfoss er hins vegar á botninum án stiga. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. […]