Breytingar hjá Húsasmiðjunni og Blómaval í Vestmannaeyjum

Húsasmiðjan og Blómaval í Vestmannaeyjum gera nú breytingar á versluninni sem miða að því að einfalda rekstur og bæta þjónustu við viðskiptavini í byggingavörum. Þessar breytingar fela í sér að afskorin blóm og pottaplöntur verða ekki lengur hluti af vöruúrvali verslunarinnar. Áfram mikið úrval fyrir heimilið og garðinn „Við munum áfram bjóða úrval af ræktunarvöru, […]
Myndir: Plokkuðu um alla eyju

Það voru plokkarar um alla eyju á sunnudaginn þegar stóri plokkdagurinn var haldinn. Í tilefni dagsins var efnt til hreinsunardags á Heimaey. Dagurinn byrjaði á Stakkagerðistúni og endaði svo með grillveislu í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á ferðinni og má myndir hans frá deginum hér að neðan. […]
Góður sigur ÍBV í Garðabæ

ÍBV er komið í fjórða sæti Bestu deildarinnar eftir góðan útisigur í gær á Stjörnunni. Omar Sowe kom ÍBV yfir á 20. mínútu. 12 mínútum síðar kom Bjarki Björn Gunnarsson Eyjaliðinu í 2-0 með glæsilegu marki. Stjarnan náði að minnka muninn skömmu síðar og var staðan í leikhléi 2-1 fyrir gestina. Á 78. mínútu kom […]
Að verða sumarlegt í Eyjum

Sumarið er gengið í garð og ekki laust við að það sé orðið sumarlegt á eyjunni fögru. Förum á smá flug yfir eyjuna með Halldóri B. Halldórssyni. (meira…)
Nokkrir miðar eftir á herrakvöld ÍBV

Hið árlega herrakvöld fótboltans verður haldið miðvikudaginn 30. apríl nk. í Golfskálanum. Einsi Kaldi og Rikki kokkur munu bjóða upp á dýrindis sjávarréttahlaðborð. Veislustjóri verður Bjarni Ólafur Guðmundsson. Ræðumenn verða þeir Ásmundur Friðriksson og Stefán Einar Stefánsson. Það mun síðan verða Leó Snær Sveinsson sem mun sjá um að koma fólki í sönggírinn áður en […]
Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag

Fjórðu umferð Bestu deildar karla lýkur í kvöld, með þremur leikjum. Í Garðabæ taka heimamenn í Stjörnunni á móti ÍBV. Stjarnan með 6 stig úr þremur fyrstu leikjunum en Eyjamenn með 4 stig eftir jafn marga leiki. Í Síðustu umferð tapaði Stjarnan á móti Breiðablik á meðan sigraði ÍBV lið Fram á heimavelli. Það má […]
Stórsigur í bikarnum

Kvennalið ÍBV vann í gær stórsigur á Gróttu í Mjólkurbikarnum. Avery Mae Vanderven kom ÍBV yfir á 10. mínútu. Olga Sevcova bætti svo öðru marki við á 38. mínútu og rétt fyrir leikhlé skoraði Allison Grace Lowrey þriðja mark Eyjaliðsins. 3-0 í hálfleik. Í seinni hálfleik kom svo lokamark leiksins og var þar að verki […]
Bikarslagur í Eyjum

2. umferð Mjólkurbikars kvenna hófst í gær og lýkur á morgun. Í dag verða þrjár viðureignir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Gróttu. ÍBV sat hjá í fystu umferð en Grótta sló út ÍH. Leikurinn verður á Þórsvelli og er leikið til þrautar. Flautað verður til leiks klukkan 14.00. Bikarleikir dagsins: (meira…)
Stóri plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land á morgun, sunnudag. Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars, segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar á vef bæjaryfirvalda. Dagurinn byrjar kl. […]
Íbúafjöldinn stendur í stað frá í haust

Í dag 25.apríl eru 4722 íbúar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í svari starfsmanns Vestmannaeyjabæjar við fyrirspurn Eyjafrétta um íbúatöluna í Eyjum í dag. Síðast þegar miðillinn kannaði stöðuna voru íbúar 4724 talsins. Það var í byrjun nóvember sl.. Það má því segja að íbúafjöldinn hafi staðið í stað í vetur. Fyrir réttu ári síðan […]