Vorhátíð Landakirkju

Vorhátíð Landakirkju verður á sunnudaginn 27.apríl kl. 11.00. Þetta er síðasta sunnudagaskólasamveran fyrir sumarfrí. Big-sunday-school-party-band spilar, kórinn og Kitty verða með og að lokinni samveru í kirkjunni verður grill-pylsu-partý, segir í tilkynningu frá kirkjunni. (meira…)
Hraðskákmeistaramót þann 1. maí

Hraðskákmeistamót Vestmannaeyja 2025 verður haldið fimmtudaginn 1. maí nk. kl. 13.00 í skákheimili TV að Heiðarvegi 9. Tímamörk á hvorn keppenda 5 mín. + 3 sek. fyrir hvern leik og má reikna með að hver skák taki 10-12 mín. Hraðskákmeistaramótið gefur skákstig eftir reglum Fide. Skráning keppenda fer fram hjá skákstjóra Sæmundi Einarssyni á netfangið […]
Frábær sigur á Fram

ÍBV lék sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni í dag. Mótherjar dagsins voru Fram og var leikið á Þórsvellinum. Svo virðist sem Eyjamenn kunni vel við sig á Þórsvelli því liðið er búið að sigra báða leikina þar og skora í þeim sex mörk. Fyrst þrjú gegn Víking Reykjavík í bikarnum og í dag sigruðu […]
Gleðilegt sumar

Eyjafréttir/Eyjar.net sendir lesendum óskir um gleðilegt sumar. Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að í tilefni af sumardeginum fyrsta bjóði Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið er í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Þá má […]
Tveir sólarhringar höfn í höfn

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Túrinn var einungis tveir sólarhringar höfn í höfn hjá þeim báðum, að því er segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi verið að veiðum á sömu slóðum. Þau byrjuðu á Sjötíu faðma blettunum vestur af Surti og […]
ÍBV fær Fram í heimsókn

Þriðju umferð Bestu deildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Í fyrri leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram. Eyjamenn enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni en liðið sýndi fína takta í síðasta leik er þeir slógu Víking Reykjavík út úr bikarnum. Fram er með 3 stig eftir sigur í síðustu […]
Feðgarnir á Víkurröstinni

Þeir létu ekki á sig fá smá pus, feðgarnir Haraldur Hannesson og Baldur Haraldsson. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þeim í gegnum linsuna þegar þeir voru að koma í land í dag. Hannes Haraldsson, faðir Halla og afi Baldurs beið svo á kæjanum og aðstoðaði við að landa aflanum. (meira…)
Segja enga innstæðu fyrir auknum strandveiðum

Frestur til að sækja um leyfi til strandveiða rann út á miðnætti og Fiskistofa hefur gefið út leyfi fyrir 684 báta. Miðað við þann fjölda er ljóst að engar aflaheimildir verða til staðar svo standa megi við það loforð stjórnvalda að strandveiðibátar megi sækja sjó í 48 daga. Ætla má að aflinn verði 25 þúsund […]
Sumarið heilsar með hvassviðri

Á morgun er sumardagurinn fyrsti. Þá er ekki úr vegi að líta til veðurs. Í nýrri veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Suðurland segir: Austan 5-13 og bjart með köflum, en 8-15 á morgun, hvassast syðst. Hiti 5 til 10 stig í dag en að 14 stigum á morgun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan […]
Þurftu að beita neyðarstöðvun til að forðast árekstur

Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Vísir.is greinir frá. Þar segir […]