ASÍ og SGS í Eyjaheimsókn

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, og Róbert Farestveit hagfræðingur ASÍ, heimsóttu Vestmannaeyjar nýverið að frumkvæði Drífanda stéttarfélags og Sjómannafélagsins Jötuns. Þar tóku á móti þeim Arnar Hjaltalín og Guðný Óskarsdóttir fyrir hönd Drífanda, ásamt Kolbeini Agnarssyni frá Jötni. Baráttumál Eyjamanna á borðinu Á vef Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) er greint frá heimsókninni […]
Revían í Vestmannaeyjum og Mzungu frá Afríku

Laugardaginn 29. nóvember munu tveir rithöfundar kynna nýjar bækur sínar á Bókasafninu. Una Margrét Jónsdóttir segir sögu revíunnar í bók sinni Silfuröld revíunnar. Þar segir hún m.a. frá hinu líflega starfi Sigurgeirs Schevings á níunda áratug síðustu aldar. Silfuröld revíunnar Una Margrét hefur í tæpan áratug helgað sig rannsóknum á sögu íslensku revíunnar en árið 2019 […]
Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]
Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]
Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]
Samfélagið í brennidepli í nýju blaði Eyjafrétta

Nýtt tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fjölbreyttu og áhugaverðu efni þar sem lesendur fá innsýn í samfélagsmál, viðskipti, mannlíf, listir og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. ítarleg umfjöllun um stöðu sértækrar frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, þar sem Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fer yfir […]
Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]
Ísfisktogarar á Austfjarðamiðum

Ísfisktogararnir Gullver NS, Bergey VE og Vestmannaey VE hafa að undanförnu lagt stund á veiðar á Austfjarðamiðum og hafa þeir allir landað í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar. Þórhallur Jónsson, skipstjóri á Gullver, sagði að landað hefði verið 76 tonnum á Seyðisfirði á mánudaginn. „Þetta var nánast eingöngu þorskur og ýsa. Við […]
Mikil áhrif á orkukostnað í Eyjum

Landsnet stefnir að því að hætta að bjóða upp á skerðanlegan flutning rafmagns til Vestmannaeyja um næstu áramót, samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá HS Veitum um áhrif breytingarinnar á sveitarfélagið. Í svörum fyrirtækisins kemur fram að niðurfelling skerðanlegs flutnings muni hafa veruleg áhrif á rekstur […]
„Þýðir auðvitað bara betra verð“

„Svartur föstudagur þýðir auðvitað bara betra verð fyrir okkar viðskiptavini og því tilvalið að klára þau kaup sem fólk hefur verið að velta fyrir sér að fara út í,“ segir Björgvin Hallgrímsson, fjármálastjóri Miðstöðvarinnar í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að verslunin leggi almennt áherslu á hóflegt verð allt árið, en fái nú „smá aðstoð“ […]