Bikarleikur í kvöld

Eyja 3L2A7868

8-liða úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti bikarmeisturum Vals. Flautað verður til leiks í Eyjum klukkan 18.00. Leikir dagsins: Dagur Tími Leikur 06. feb. 25 18:00 ÍBV – Valur 06. feb. 25 19:30 ÍR – Haukar 06. feb. 25 19:30 Fram – Stjarnan 06. feb. 25 20:00 Víkingur – Grótta (meira…)

Vísuðu málinu aftur til bæjarins

radhus_vestm_2022

Í lok janúar kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð í máli þar sem deilt er um ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni kæranda um aðgang að verðtilboðum sem bárust vegna raforkukaupa Vestmannaeyjabæjar. Sveitarfélagið heldur því fram að óheimilt sé að afhenda gögnin samkvæmt 9. gr. upplýsingalaga, nr. 140/2012, því þau innihaldi m.a. upplýsingar um einingarverð sem […]

Metnaðarfull verkefni sem munu nýtast Idunn Seafoods

Vitinn

​Í síðasta mánuði var hugmyndasamkeppni SFS og HR haldin. Keppnin gengur undir nafninu Vitinn en hét áður Hnakkaþon. Vitinn er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og hefur verið haldin árlega síðan 2015. Nemendur Háskólans koma sér saman í tveggja til fimm manna liðum sem leysa svo verkefni sem sett er fyrir […]

Rauð viðvörun í gildi

Raud Vidv 060225

Seinni rauða viðvörunin tók gildi núna klukkan 8 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00 í dag. Farið er að hvessa verulega í Eyjum og má sjá á vindmælingum í Stórhöfða að vindstyrkur var að mælast nú á áttunda tímanum 28 m/s og mældist sterkasta hviðan 37 m/s. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands […]

Fór í 50 metra á sekúndu á Stórhöfða

Vindur PokiIMG 4010

Mesti vindur á landinu í dag mældist á Stórhöfða. Þar var vindur 39.1 á níunda tímanum og var mesta hviða 50,3 m/s. Þetta kemur fram á nýjum vef Veðurstofunar, gottvedur.is. Veðrið er nú aðeins farið að ganga niður og mældist vindur á tíunda tímanum 34 m/s. Minnt er á að önnur rauð viðvörun tekur gildi […]

Lægðin í beinni

Ovedur Bjorgo

Klukkan 16.00 tók gildi rauð viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til klukkan 20.00. Aftur er svo rauð viðvörun í fyrramálið. Hér að neðan má fylgjast með lægðinni ganga yfir landið. (meira…)

Fjarskiptalæknir bráðaþjónustu á sólarhringsvakt vegna illviðris um allt land

þyrla Eir

Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur ákveðið í samráði við Landspítala að tryggja sólarhringsmönnun fjarskiptalæknis bráðaþjónustu meðan illviðri gengur yfir landið. Í gildi eru rauðar veðurviðvaranir um allt land. Ljóst er að við slíkar aðstæður geta samgöngur farið úr skorðum sem getur gert sjúkraflutninga torvelda eða ómögulega meðan ástandið varir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hlutverk […]

Hættustig Almannavarna á öllu landinu nema Vestfjörðum

Farvidri Ovedur 22 Opf

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórana á Höfuðborgarsvæðinu, Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Austurlandi, Vestmannaeyjum, Suðurlandi og Suðurnesjum lýsir yfir hættustigi Almannavarna vegna veðurs sem spáð er næsta sólarhringinn. Hættustig Almannavarna gildir frá og með 15:00 í dag. Veðrið gengur yfir landið á mismunandi tíma með mismiklum áhrifum og er fólk hvatt til að fylgjast […]

Þyrla Gæslunnar lenti á Hamrinum

Óveður er skollið á í Eyjum og er nú í gildi appelsínugul viðvörun. Klukkan 16 tekur rauð viðvörun gildi. Landhelgisgæslan var kölluð út í hádeginu til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Að sögn Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var þyrlan kölluð út vegna veikinda en sjúkraflugvél gaf verkefnið frá sér vegna veðurs. „Þyrla Gæslunnar lenti á […]

Rauðar viðvaranir: Ofsaveður í vændum

Raud Vidv 050225

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauðar viðvaranir á landinu öllu að Vestfjörðum undanskildum. Rauð viðvörun tekir gildi klukan 16.00 á Suðurlandi. Í viðvörunarorðum segir: Sunnan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.