„Um fátt annað hugsað en komandi Þjóðhátíð”

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða frá Akureyri á þriðjudag í síðustu viku að aflokinni skveringu í slippnum þar. Skipið var í slipp í einar fimm vikur og lítur býsna vel út að því loknu. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann fyrst spurður hvernig veiðar hafi gengið eftir […]
Húkkaraballið fór vel fram – myndir

Mikill mannfjöldi er kominn til Vestmannaeyja og búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína til eyjarinnar í dag. Í gærkvöld fór hið árlega Húkkaraball fram í blíðu veðri og var nóttin fremur róleg og góður bragur yfir skemmtanahaldinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Lögreglan hefur sem fyrr mikinn […]
Mannvirkin vígð í Herjólfsdal – myndir

Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum. Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]
Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)
Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]
Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta komið út

Nú er verið að dreifa nýjasta blaði Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber vissulega Þjóðhátíðin og eru fjölmargar umfjallanir og viðtöl um hátíðina. Einnig er áhugavert viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Unnar Guðmundsson frá Háagarði. Þá fá íþróttirnar að venju veglegan sess. M.a. er Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður ÍBV-Héraðssambands í viðtali. […]
Súlurnar settar upp – myndir

Í gær fóru verðandi gestir Þjóðhátíðar í dalinn með tjaldsúlurnar fyrir hvítu tjöldin. Veðrið lék við fólk og vel gekk að koma niður súlunum. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta skellti sér í dalinn og smellti nokkrum myndum. (meira…)
Götulokanir vegna Þjóðhátíðar

Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ er farið yfir götulokanir um Þjóðhátíð. Hér að neðan má sjá götulokanirnar betur útlistaðar. Götulokanir við Lundann, föstudag, laugardag og sunnudag frá 15:00 – 20:00. Götulokanir miðbær, laugardag og sunnudag frá 12:00 – 20:00. (meira…)
Stórleikur hjá stelpunum

Seinni undanúrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV sækir Breiðablik heim. Eyjaliðið verið að gera mjög góða hluti það sem af er sumri og hefur þrátt fyrir að vera í Lengjudeildinni slegið út Bestudeildarlið á leið sinni í undanúrslitin. Liðið sem sigrar þennan leik í kvöld mætir FH í úrslitum en þær sigruðu […]