ÍBV og Fram mætast í Eyjum

Eyja_3L2A1345

Olís deild kvenna hefst í dag, en þá fara fram þrír leikir. Í síðasta leik dagsins tekur ÍBV á móti Fram í Eyjum. ÍBV hefur gengið vel á undirbúnings-tímabilinu en liðið vann bæði Ragnarsbikarinn og stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu. Leikurinn í Eyjum hefst klukkan 15.00. Hér má lesa viðtal Eyjafrétta við þjálfara […]

Samfylkingin áfram stærst í Suðurkjördæmi

​Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga að fylgi Viðreisnar minnkar um tæplega tvö prósentustig. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0-1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Hátt í 35% kysu Samfylkinguna ef kosið yrði til Alþingis í dag, tæplega 20% kysu Sjálfstæðisflokkinn, nær 13% […]

Bærinn veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisverdlaun 2025 IMG 7888

Í dag voru veittar umhverfisviðurkenningar umhverfis-og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Með viðurkenningum vill Vestmannaeyjabær hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða. Þeir sem fengu viðurkenningu í ár voru: Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 57 – Þröstur Jóhannsson. Fallegasti garðurinn: Vestmannabraut 49/Stakkholt – Guðný Svava Gísladóttir […]

„Um kvótavæna blöndu að ræða”

nyjar_eyjar

Veiði hefur gengið vel hjá ísfisktogurum Síldarvinnslusamstæðunnar og hafa þeir jafnvel komið til löndunar tvisvar í vikunni. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Þar eru þeir spurðir frétta af veiðunum en Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu á miðvikudag í Vestmannaeyjum, Jóhanna Gísladóttir GK landaði einnig á miðvikudag í Grindavík og Gullver […]

Allskonar fólk

MyndGJÁ

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég  held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar […]

Vestmannaeyjahlaupið á morgun

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun, laugardag. Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 og 10 km, og verður ræst frá íþróttamiðstöðinni kl.12:30. „Veðurspáin er góð. Við vonum að hundrað keppendur taki þátt, nú hafa 80 skráð sig,” segir Magnús Bragason, einn skipuleggjenda hlaupsins. Skráning og upplýsingar má nálgast hér. (meira…)

ÍBV fær HK í heimsókn

Olísdeild karla er farin af stað. Í kvöld verða tvær viðureignir. Í Eyjum taka heimamenn á móti HK. Afturelding, Fram og Valur hafa sigrað í þeim þremur leikjum sem lokið er í deildinni. Hinn leikur kvöldsins er viðureign Þórs og ÍR á Akureyri. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 18.30. Fram kemur á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV […]

Funduðu saman í fyrsta sinn

Stjórnarfólk íþróttahéraða á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK) fundaði í fyrsta sinn öll saman á föstudag í síðustu viku. Fundað var í Vestmannaeyjum. Fram kemur í frétt á umfi.is að markmiðið með fundinum hafi verið að byggja brú á milli sambandanna. Rakel Magnúsdóttir segir ferðina hafa heppnast frábærlega. „Þetta var fyrsti samráðsfundur íþróttahéraða á […]

Fátt um svör við fyrirspurn um lundann

Lundar Gomul Eyjafrettir

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og formaður atvinnuveganefndar Alþingis sendi á dögunum skriflega fyrirspurn til Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um lundaveiði. Svör hafa nú borist frá ráðherra. Sigurjón segir að það sem er áhugavert við svarið sé m.a. að veiði hefur dregist saman. „Ekki er vitað um hve mikil sala er á lunda í […]

Reiknað með fyrstu niðurstöðum í haust

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Eyjólfur Ármannssson, innviðaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Gísla Stefánssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins um samgöngur milli lands og Vestmannaeyja. Afstaða tekin til verkefnisins í tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun Gísli spurði annars vegar hvort ráðherra hyggist tryggja fjármagn á þessu ári sem þarf til að hefja rannsóknir á jarðlögum í Vestmannaeyjum í samræmi við ráðleggingar starfshóps um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.