Áfram gular viðvaranir

Gul Allt Land 300125

Í dag er í gildi gul viðvörun á Suðurlandi, Breiðafirði, Faxaflóa, Vestfjörðum og á Miðhálendi. Á Suðurlandi er viðvörunin í gildi til klukkan 18.00 í dag. Næsta gula viðvörun tekur svo gildi samtímis á landinu öllu klukkan 17.00 á morgun, föstudag og gildir hún til klukkan 23.00 á sunnudagskvöld. Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar fyrir þá viðvörun […]

„Mest af ýsu en annars algjör kokteill”

sjomadur_bergey_opf_22

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu bæði fullfermi í gær. Vestmannaey landaði í heimahöfn en Bergur landaði í Neskaupstað. Rætt var við skipstjóranna á fréttavef Síldarvinnslunnar í gær. Egill Guðni Guðnason, skipstjóri á Vestmannaey, sagði að aflinn hefði verið afar blandaður. „Þetta var mjög blandaður afli að þessu sinni. Mest af ýsu en annars algjör […]

Óska eftir lóð undir heilsueflandi starfssemi

Heilsulind Skjask

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi ráðsins umsókn frá Garðari Heiðari Eyjólfssyni og Eygló Egilsdóttur um uppbyggingu íþróttamannvirkis á svæði sem stendur milli bílastæðis Íþróttamiðstöðvar og Illugagötu og tilheyrir landnotkunarreit íþrótta- og útivistarsvæðis við Hástein. Erindið var tekið fyrir á 311 fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs sem bókaði eftirfarandi niðurstöðu: Ráðið tekur jákvætt […]

Undirbúningur hafinn fyrir Goslokahátíð

Undirbúningur fyrir Goslokahátíð 2025 er nú hafinn, en í janúar voru 52 ár liðin frá því að gos hófst á Heimaey. Í frétt á heimasíðu bæjaryfirvalda segir að Goslokahátíðin verði á sínum stað dagana 2.-6. júlí þar sem lagt verður upp með fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa. Goslokanefnd fyrir árið 2025 hefur nú formlega tekið […]

Mokum frá tunnunum til að tryggja losun

yfir_ve_snjor

Terra vill minna íbúa og fyrirtæki á að moka frá tunnum sínum og salta þar sem við á til að auðvelda aðgengi starfsmanna og minnka líkur á slysum. Starfsfólk Terra neyðist til þess að skilja tunnur eftir ólosaðar ef ekki er hægt að komast að þeim. Vestmannaeyjabær og Terra þakk­a kær­lega fyr­ir og munu gera […]

Gular viðvaranir: Suðaustan hríðarveður

Guk Vidv 290125

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og á Miðhálendi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi kl. 10:00 í fyrramálið og gildir hún til kl. 18:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 15-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni í Þrenglsum, á Hellisheiði og í uppsveitum. Einnig búist við talsverðri hálku. […]

Bar upp tillöguna til fá fram afstöðu allra bæjarfulltrúa

Hasteinsvollur 20250127 114329 (1)

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku kom fram tillaga frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þá leið að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi styrk að upphæð 20 milljón króna til kaupa á hitalögnum til að leggja undir Hásteinsvöll. Bæjarstjóra yrði falið að gera verk- og samstarfssamning um verkið þar sem ábyrgð Vestmannaeyjabæjar […]

Þegar beljurnar á Kirkjubæ fóru í bæinn

Við höldum áfram að birta myndbrot úr dagskránni “1973 – Allir í bátana” sem fram fór í Eldheimum þann 23. janúar sl. þegar rétt 52 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins. Í dag fáum við að sjá erindi Ásmundar Friðrikssonar sem ber heitið “Þegar beljurnar á Kirkjubæ fóru í bæinn”. Það var Halldór B. Halldórsson sem […]

Makríldómur fer fyrir Hæstarétt

VSV

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Vinnslustöðvarinnar hf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 7. nóvember sl. um skaðabætur vegna svokallaðs makrílmáls. Ríkið óskaði jafnframt eftir leyfi til að áfrýja dómi í sambærilegu máli Hugins og samþykkti Hæstiréttur einnig þá beiðni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Þar segir jafnframt að forsaga málsins […]

Við sjávarsíðuna

K94A1690

Það er alltaf líflegt við sjávarsíðuna í Eyjum. Hlladór B. Halldórsson fór þar um í dag og hér að neðan má sjá það sem fyrir augu bar. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.