Starfshópur endurskoðar fyrirkomulag fagráða

Ráðhús_nær_IMG_5046

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða […]

Rekstur heilsuræktar í formlegt útboð

ithrotta-6.jpg

Útboð vegna uppbyggingar og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð var kært til kærunefndar útboðsmála sem tók þá ákvörðun að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðinu hafi ekki fundist forsvaranlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að eyða fjármunum og tíma í að láta reyna á […]

Herjólfur í slipp í september

Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. september nk. í Hafnafirði. Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í tvær vikur gegn því að ekkert óvænt komi upp og mun ferjan Baldur leysa af á meðan. Um er að ræða reglubundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf […]

Upplýsingar um lundaveiði

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að heimila lundaveiði á tímabilinu 25. júlí til 15. ágúst 2025. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að ráðið leggi ríka áherslu á að veiðistýring taki ávallt mið af ástandi og viðkomu lundastofnsins. Samkvæmt lögum er hefðbundið veiðitímabil lunda frá 1. júlí til 15. ágúst. Réttur til veiða Veiðifélög […]

ÍBV fær Hauka í heimsókn

Eyja 3L2A6769

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í dag. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Haukum. ÍBV sem fyrr á toppi deildarinnar með 28 stig úr 11 leikjum. Lið Hauka er í sjöunda sæti með 13 stig. Flautað er til leiks á Hásteinsvelli klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)

Þjóðhátíð: Vekja athygli á breytingum

thodhatid_ur_lofti_2023_hbh

Nú styttist óðfluga í hátíðina okkar og því vilja ÍBV-íþróttafélag og þjóðhátíðarnefnd vekja athygli á nokkrum breytingum sem verða í Herjólfsdal í ár: 1. Engin almenn bílastæði í Herjólfsdal Í ár verða engin almenn bílastæði í Herjólfsdal. Þetta er liður í því að draga úr umferð á hátíðarsvæðinu og auka öryggi gesta. Umferð og rökkur […]

Gullberg á heimleið með skammtinn

Gullberg A Midunum 0724 Oskar Skipstj A Sighv IMG 6317

Þokkaleg veiði var um helgina hjá skipum Vinnslustöðvarinnar í Smuginni, að sögn Sindra Viðarssonar sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar. „Síðasta vika var frekar róleg í makrílnum og bátarnir leituðu sig austur í Síldarsmugu. Þar eru þeir búnir að vera í einhverjum fiski um helgina og í þokkalegri veiði. Gullberg lagði af stað heim í nótt með skammtinn […]

Við syngjum saman þennan söng…

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú farinn á fullt skrið. Halldór B. Halldórsson leit við í Herjólfsdal í dag og tók þetta skemmtilega myndband upp í leiðinni. (meira…)

Kaupandi sýknaður

Ashamar 20210525 211843

Héraðsdómur Suðurlands kvað nýverið upp dóm þar sem stefndi var sýknaður af kröfum stefnanda um greiðslu eftirstöðva kaupverðs fasteignar, þar sem sannað þótti að fasteignin hefði við afhendingu verið haldin galla og skilyrði skuldajöfnunar uppfyllt. Dómkröfur stefnanda voru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 3.536.000 með dráttarvöxtum. Dómkröfur  stefnda voru aðallega að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.